Stelpurnar slá í gegn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Ronda Rousey er ein stærsta stjarnan í UFC. Vísir/Getty Um helgina fer fram einstakur viðburður í UFC-heiminum. Á hinum risavaxna Etihad-velli í Melbourne í Ástralíu munu 70 þúsund manns fylgjast með UFC 193. Stærsta kvöld í sögu UFC og aðalbardagarnir eru kvennabardagar. Það er keppt í tveim þyngdarflokkum hjá konunum í UFC og bæði beltin verða undir í Melbourne. Næststærsti bardagi kvöldsins er í strávigt á milli pólska meistarans, Joanna Jedrzejczyjk, og kanadísku stúlkunnar Valerie Letourneau. Aðalbardaginn er síðan á milli meistarans í bantamvigt, Rondu Rousey, og Holly Holm. Tvær frábærar stúlkur sem aldrei hafa tapað. Rousey þó mun sigurstranglegri enda haft ótrúlega yfirburði í íþróttinni og er að klára sína bardaga á um 30 sekúndum að meðaltali.Hún er rosalegur íþróttamaður Júdódrottning Íslands, Anna Soffía Víkingsdóttir, þekkir aðeins til Rousey eftir að hafa glímt við hana í tvígang. Anna Soffía hefur unnið 23 Íslandsmeistaratitla í júdó og hún er líka fjórfaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu jitsu.Vísir„Ég keppti tvisvar við Rondu árið 2007. Það var á opna bandaríska og opna sænska meistaramótinu í júdó. Er ég mætti á bandaríska mótið var ég nýbúin að heyra af henni í fyrsta skipti enda hafði hún nælt í silfur á HM,“ segir Anna Soffía en hún fékk að finna fyrir styrk Rousey. „Það gekk ekkert sérstaklega vel í fyrri bardaganum þar sem ég tapaði eftir um eina og hálfa mínútu. Ég fann þar hversu rosalegur íþróttamaður hún er. Hún kemur inn í mann af fullu afli strax frá fyrstu sekúndu. Ef maður er ekki viðbúinn þá bregður manni svolítið. Þetta er stíll sem fólk þekkir ef það hefur horft á hana í MMA. Hún byrjaði snemma með þennan agressíva stíl,“ segir Anna Soffía en í seinni bardaganum í Svíþjóð gekk betur. „Þá tapaði ég fyrir henni í gólfinu þegar það var svona mínúta eftir.“Ronda Rousey.Vísir/GettyRonda er lokuð týpa Eftir mótið í Svíþjóð fóru margar af júdóstelpunum saman í æfingabúðir í viku. Þar á meðal voru Anna Soffía og Ronda. Þar náði Anna að fylgjast betur með henni. „Ég náði nú ekkert að kynnast henni persónulega. Hún var frekar lokuð týpa og það virtist vera erfitt að kynnast henni. Þegar hún var bæði að æfa og keppa þá var hún svolítið ein úti í horni að hugsa um sitt,“ segir Íslandsmeistarinn og bætir við að það hafi stundum verið kostulegt að fylgjast með líklega þekktustu og vinsælustu íþróttakonu heims í dag. „Hún var ekki alltaf sú vinalegasta við stelpurnar sem hún var að glíma við. Ef henni gekk ekki vel þá fór hún stundum að láta illa. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þar sem hún var að glíma við góða, þýska stelpu. Það gekk ekki vel og þá fór Ronda að sparka í hana. Þjálfarinn þurfti að stoppa hana og þá rauk hún út. Hún var með stórt skap greinilega og tók ekki alltaf í höndina á andstæðingnum sem er ekki vel séð.“Holly Holm.Vísir/GettyBer meiri virðingu fyrir henni Anna Soffía hefur fylgst vel með uppgangi Rondu í UFC á síðustu árum og er ánægð með það sem Ronda er að gera og ekki síst með það sem hún hefur fram að færa. „Ég fór að bera meiri virðingu fyrir henni er hún fór að tjá sig almennilega. Ég er einmitt að lesa ævisögu hennar líka núna. Mér finnst frábært að hún sé að nýta nafn sitt og frægð til þess að tala fyrir og gegn ákveðnum málefnum. Það var flott er hún lét til að mynda Floyd Mayweather heyra það. Hún hefur líka talað opinskátt um líkamsímyndina sem er gott. Hún sagði að allir vöðvarnir hefðu sinn tilgang er hún var gagnrýnd fyrir að vera of mössuð. Svo er hún auðvitað rosalegur íþróttamaður og einn sá besti sem ég hef séð.“Vísir/GettyAnna Soffía er líka hæstánægð með hvað Ronda hefur gert fyrir kvennaíþróttir. „Hún er að sýna að við getum gert þetta jafn vel og karlarnir og jafnvel betur,“ segir Anna Soffía en hún bíður spennt eftir bardagakvöldinu um helgina sem verður í beinni á Stöð 2 Sport. „Ég er búin að vera að telja niður í keppnina. Báðar stelpurnar eru rosalega flottar og góðir íþróttamenn. Ég held að Ronda vinni og Holly sé ekki tilbúin en ég vona að bardaginn standi í meira en lotu,“ segir Anna og hlær. MMA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Sjá meira
Um helgina fer fram einstakur viðburður í UFC-heiminum. Á hinum risavaxna Etihad-velli í Melbourne í Ástralíu munu 70 þúsund manns fylgjast með UFC 193. Stærsta kvöld í sögu UFC og aðalbardagarnir eru kvennabardagar. Það er keppt í tveim þyngdarflokkum hjá konunum í UFC og bæði beltin verða undir í Melbourne. Næststærsti bardagi kvöldsins er í strávigt á milli pólska meistarans, Joanna Jedrzejczyjk, og kanadísku stúlkunnar Valerie Letourneau. Aðalbardaginn er síðan á milli meistarans í bantamvigt, Rondu Rousey, og Holly Holm. Tvær frábærar stúlkur sem aldrei hafa tapað. Rousey þó mun sigurstranglegri enda haft ótrúlega yfirburði í íþróttinni og er að klára sína bardaga á um 30 sekúndum að meðaltali.Hún er rosalegur íþróttamaður Júdódrottning Íslands, Anna Soffía Víkingsdóttir, þekkir aðeins til Rousey eftir að hafa glímt við hana í tvígang. Anna Soffía hefur unnið 23 Íslandsmeistaratitla í júdó og hún er líka fjórfaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu jitsu.Vísir„Ég keppti tvisvar við Rondu árið 2007. Það var á opna bandaríska og opna sænska meistaramótinu í júdó. Er ég mætti á bandaríska mótið var ég nýbúin að heyra af henni í fyrsta skipti enda hafði hún nælt í silfur á HM,“ segir Anna Soffía en hún fékk að finna fyrir styrk Rousey. „Það gekk ekkert sérstaklega vel í fyrri bardaganum þar sem ég tapaði eftir um eina og hálfa mínútu. Ég fann þar hversu rosalegur íþróttamaður hún er. Hún kemur inn í mann af fullu afli strax frá fyrstu sekúndu. Ef maður er ekki viðbúinn þá bregður manni svolítið. Þetta er stíll sem fólk þekkir ef það hefur horft á hana í MMA. Hún byrjaði snemma með þennan agressíva stíl,“ segir Anna Soffía en í seinni bardaganum í Svíþjóð gekk betur. „Þá tapaði ég fyrir henni í gólfinu þegar það var svona mínúta eftir.“Ronda Rousey.Vísir/GettyRonda er lokuð týpa Eftir mótið í Svíþjóð fóru margar af júdóstelpunum saman í æfingabúðir í viku. Þar á meðal voru Anna Soffía og Ronda. Þar náði Anna að fylgjast betur með henni. „Ég náði nú ekkert að kynnast henni persónulega. Hún var frekar lokuð týpa og það virtist vera erfitt að kynnast henni. Þegar hún var bæði að æfa og keppa þá var hún svolítið ein úti í horni að hugsa um sitt,“ segir Íslandsmeistarinn og bætir við að það hafi stundum verið kostulegt að fylgjast með líklega þekktustu og vinsælustu íþróttakonu heims í dag. „Hún var ekki alltaf sú vinalegasta við stelpurnar sem hún var að glíma við. Ef henni gekk ekki vel þá fór hún stundum að láta illa. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þar sem hún var að glíma við góða, þýska stelpu. Það gekk ekki vel og þá fór Ronda að sparka í hana. Þjálfarinn þurfti að stoppa hana og þá rauk hún út. Hún var með stórt skap greinilega og tók ekki alltaf í höndina á andstæðingnum sem er ekki vel séð.“Holly Holm.Vísir/GettyBer meiri virðingu fyrir henni Anna Soffía hefur fylgst vel með uppgangi Rondu í UFC á síðustu árum og er ánægð með það sem Ronda er að gera og ekki síst með það sem hún hefur fram að færa. „Ég fór að bera meiri virðingu fyrir henni er hún fór að tjá sig almennilega. Ég er einmitt að lesa ævisögu hennar líka núna. Mér finnst frábært að hún sé að nýta nafn sitt og frægð til þess að tala fyrir og gegn ákveðnum málefnum. Það var flott er hún lét til að mynda Floyd Mayweather heyra það. Hún hefur líka talað opinskátt um líkamsímyndina sem er gott. Hún sagði að allir vöðvarnir hefðu sinn tilgang er hún var gagnrýnd fyrir að vera of mössuð. Svo er hún auðvitað rosalegur íþróttamaður og einn sá besti sem ég hef séð.“Vísir/GettyAnna Soffía er líka hæstánægð með hvað Ronda hefur gert fyrir kvennaíþróttir. „Hún er að sýna að við getum gert þetta jafn vel og karlarnir og jafnvel betur,“ segir Anna Soffía en hún bíður spennt eftir bardagakvöldinu um helgina sem verður í beinni á Stöð 2 Sport. „Ég er búin að vera að telja niður í keppnina. Báðar stelpurnar eru rosalega flottar og góðir íþróttamenn. Ég held að Ronda vinni og Holly sé ekki tilbúin en ég vona að bardaginn standi í meira en lotu,“ segir Anna og hlær.
MMA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Sjá meira