Að vera kominn heim Bergur Ebbi skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Það er varla til neitt íslenskara en handprjónuð lopapeysa með sínu hringskorna mynstraða axlarstykki. Samt er ólíklegt að peysur af því tagi hafi byrjað að sjást á Íslandi fyrr en um miðja síðustu öld. Mynstrið er byggt á erlendum stefnum og er sænska Bohus-hefðin [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=62896] oft nefnd til sögunnar sem áhrifavaldur. Þetta kemur ekki að sök. Lopapeysan er tákn um Ísland. Hún hangir á herðatrjám í miðbænum við hliðina á lundadúkkum búnum til í Kína. En lundinn er reyndar soldið sérstakur sendiherra fyrir Ísland því hann er eiginlega aldrei á Íslandi. Lundinn er sjófugl. Hann rétt svo pínir sig upp á land til að verpa á vorin eins og venjulegt fólk pínir sig í fermingarveislur á sama árstíma. En Ísland á náttúrulega sjóinn og allt sem í honum er, líka fiskana, þó sumir þeirra hafi kannski bara ætlað sér að koma í heimsókn. Eins og síldin í gamla daga. Það er oftast nefnt „síldarævintýrið“, tímabilið á 6. og 7. áratugnum þegar Siglufjörður ómaði af ungæði og stemningu. Óðinn Valdimarsson söng „Ég er kominn heim“ og krakkarnir vönguðu inn í nóttina, upp við tunnurnar, með verkunarhnífana. Nostalgían í þessu er yfirþyrmandi. „Ég er kominn heim“ hentar raunar einstaklega vel í fjöldasöng. Í lok lagsins kemur fyrir setningin „Að ferðalokum“ og þar er tækifæri fyrir hópinn til að setja smá auka-kraft í „AAAð ferðalokum finn ég þig“. Þetta er soldið svipað og „Óið“ í Nínunni hans Eyfa eða „you NEEEver walk alone“ í niðurlagi samnefnds lags, sem er sameiningarsöngur Liverpool-aðdáenda.Handritin heim, börnin heim En kannski er það helst þessi hugmynd um „að vera kominn heim“ sem hefur heillað fólk í texta Jóns í bankanum við lagið sem Óðinn söng. Það er svo rómantískt að koma heim eftir langt ferðalag. Eins og Fróði að snúa aftur í Skírið eftir að hafa burðast með hringinn. Eða þegar handritunum var skilað heim til Íslands eftir rúma tveggja alda útlegð. Það var gert við hátíðlega athöfn þann 21. apríl 1971. Þegar horft er á svipmyndir (https://www.youtube.com/watch?v=WmYB_OZOFDo) af viðburðinum er ótrúlegt að það séu aðeins 44 ár síðan. Jóhann Hafstein forsætisráðherra flytur ávarp. Hann er klæddur eins og kontóristi frá tímum Weimar-lýðveldisins. Skátar standa vörð. Lúðrasveit spilar hermarsa. Útsendingin er að sjálfsögðu í svart-hvítu. Þarna virkar allt svo ævagamalt en á sama tíma fullt af ungæði og sakleysi. Þetta er brothætt stemmning. Þjóðfélagið var enn í mótun. Lýðveldið aðeins 27 ára og þetta var eitt fyrsta afrekið. Að koma með eitthvað heim. Handritin heim var slagorð sem gekk upp. Það felst sameiningarmáttur í að krefjast þess að fá eitthvað heim. Tuttugu árum síðar var þjóðin hópefld af öllum mætti til að fá börn íslenskrar móður og tyrknesks föður heim til Íslands. Börnin heim. Það gekk ekki eftir. En það fær mann líka til að hugleiða hver á heima hvar. Síldarævintýrinu lauk 1969. Það er oft talað um að síldin hafi „farið“. Eins og hún hafi átt heima hér en svo ákveðið að segja bless eins og fjölskyldufaðir sem yfirgefur heimilið. En hvarf síldarinnar var engin mystík. Hún var bara drepin og breytt í íslenskan gjaldeyrisforða og var launaður greiðinn með því að fá að skreyta tíukrónapeninginn. Hún kom alveg heim.Ferðalag tónlistar Svo eru það Íslendingarnir sem finna sig í hópsál norður-enskra fótboltaliða og fagurfræði þeirra. Að syngja „You Never Walk Alone“ á Anfield Road fyllir Liverpool-stuðningsmenn tilfinningu um „að vera komnir heim“. Það er engin krafa um upprunavottorð. Maður þarf ekki að vera enskur til að halda með Liverpool, lagið er ekki einu sinni enskt heldur samið af Ameríkönunum Rodgers og Hammerstein. Raunar eru vinsældir amerískrar tónlistar í Englandi á 7. áratugnum skemmtilegt ferðalag um tónlistarsöguna. Tímabilið þegar Bítlarnir, Stones og Animals slógu í gegn í Ameríku með amerískum blús- og þjóðlögum sem Ameríkanarnir sjálfir voru búnir að gleyma. Þetta nefnist „breska innrásin“” í poppfræðunum og varð meðal annars Bob Dylan innblástur þegar hann setti saman plötuna „Bringin it all Back Home“”. Hann sá styrkleika þessarar sömu hugmyndar og hér er rætt um: hann vildi vera gaurinn sem skilaði öllu aftur heim. Það er eitthvað þroskandi að vita til þess að Íslendingar sameinist um lagið „Ég er kominn heim“ nánast eins og opinber þjóðsöngur væri. Það er einhver „þá er það fullkomnað“ stemning yfir því. Lagið sjálft var samið af ungverskum gyðingi að nafni Emmerich Kalman sem þurfti að flýja Austurríki eftir innlimun nasista. Hann bjó lengi í Bandaríkjunum en sneri til Evrópu eftir stríðið. Þá var Ungverjaland orðið kommúnistaríki. Hann dó að lokum í París. Hann kom aldrei heim. Svo er útgáfan hjá Óðni svo svipuð hinu ameríska einkennislagi Liverpool. Ballaða í dúr, 4/4 með tríólum. Sama stemningin en allt annað lag, þannig að aðdáendur annarra liða ættu ekki að móðgast. En þarna liggur stemningin. Hópur af fólki í lopapeysum og enskum fótboltapeysum á víxl, að öskursyngja gamlan síldarævintýrisslagara. Sjófuglinn hvergi nærri. Enginn tjaldur en nóg af tjaldvögnum. Fólk getur hatað þessa stemningu af öllum mætti en þarna er hún samt. Þessi stemning er sterk því hún á sér sögu. Það er ekki til neitt heima nema að farið hafi verið í ferðalag. Að vera kominn heim er að hafa farið út í heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Það er varla til neitt íslenskara en handprjónuð lopapeysa með sínu hringskorna mynstraða axlarstykki. Samt er ólíklegt að peysur af því tagi hafi byrjað að sjást á Íslandi fyrr en um miðja síðustu öld. Mynstrið er byggt á erlendum stefnum og er sænska Bohus-hefðin [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=62896] oft nefnd til sögunnar sem áhrifavaldur. Þetta kemur ekki að sök. Lopapeysan er tákn um Ísland. Hún hangir á herðatrjám í miðbænum við hliðina á lundadúkkum búnum til í Kína. En lundinn er reyndar soldið sérstakur sendiherra fyrir Ísland því hann er eiginlega aldrei á Íslandi. Lundinn er sjófugl. Hann rétt svo pínir sig upp á land til að verpa á vorin eins og venjulegt fólk pínir sig í fermingarveislur á sama árstíma. En Ísland á náttúrulega sjóinn og allt sem í honum er, líka fiskana, þó sumir þeirra hafi kannski bara ætlað sér að koma í heimsókn. Eins og síldin í gamla daga. Það er oftast nefnt „síldarævintýrið“, tímabilið á 6. og 7. áratugnum þegar Siglufjörður ómaði af ungæði og stemningu. Óðinn Valdimarsson söng „Ég er kominn heim“ og krakkarnir vönguðu inn í nóttina, upp við tunnurnar, með verkunarhnífana. Nostalgían í þessu er yfirþyrmandi. „Ég er kominn heim“ hentar raunar einstaklega vel í fjöldasöng. Í lok lagsins kemur fyrir setningin „Að ferðalokum“ og þar er tækifæri fyrir hópinn til að setja smá auka-kraft í „AAAð ferðalokum finn ég þig“. Þetta er soldið svipað og „Óið“ í Nínunni hans Eyfa eða „you NEEEver walk alone“ í niðurlagi samnefnds lags, sem er sameiningarsöngur Liverpool-aðdáenda.Handritin heim, börnin heim En kannski er það helst þessi hugmynd um „að vera kominn heim“ sem hefur heillað fólk í texta Jóns í bankanum við lagið sem Óðinn söng. Það er svo rómantískt að koma heim eftir langt ferðalag. Eins og Fróði að snúa aftur í Skírið eftir að hafa burðast með hringinn. Eða þegar handritunum var skilað heim til Íslands eftir rúma tveggja alda útlegð. Það var gert við hátíðlega athöfn þann 21. apríl 1971. Þegar horft er á svipmyndir (https://www.youtube.com/watch?v=WmYB_OZOFDo) af viðburðinum er ótrúlegt að það séu aðeins 44 ár síðan. Jóhann Hafstein forsætisráðherra flytur ávarp. Hann er klæddur eins og kontóristi frá tímum Weimar-lýðveldisins. Skátar standa vörð. Lúðrasveit spilar hermarsa. Útsendingin er að sjálfsögðu í svart-hvítu. Þarna virkar allt svo ævagamalt en á sama tíma fullt af ungæði og sakleysi. Þetta er brothætt stemmning. Þjóðfélagið var enn í mótun. Lýðveldið aðeins 27 ára og þetta var eitt fyrsta afrekið. Að koma með eitthvað heim. Handritin heim var slagorð sem gekk upp. Það felst sameiningarmáttur í að krefjast þess að fá eitthvað heim. Tuttugu árum síðar var þjóðin hópefld af öllum mætti til að fá börn íslenskrar móður og tyrknesks föður heim til Íslands. Börnin heim. Það gekk ekki eftir. En það fær mann líka til að hugleiða hver á heima hvar. Síldarævintýrinu lauk 1969. Það er oft talað um að síldin hafi „farið“. Eins og hún hafi átt heima hér en svo ákveðið að segja bless eins og fjölskyldufaðir sem yfirgefur heimilið. En hvarf síldarinnar var engin mystík. Hún var bara drepin og breytt í íslenskan gjaldeyrisforða og var launaður greiðinn með því að fá að skreyta tíukrónapeninginn. Hún kom alveg heim.Ferðalag tónlistar Svo eru það Íslendingarnir sem finna sig í hópsál norður-enskra fótboltaliða og fagurfræði þeirra. Að syngja „You Never Walk Alone“ á Anfield Road fyllir Liverpool-stuðningsmenn tilfinningu um „að vera komnir heim“. Það er engin krafa um upprunavottorð. Maður þarf ekki að vera enskur til að halda með Liverpool, lagið er ekki einu sinni enskt heldur samið af Ameríkönunum Rodgers og Hammerstein. Raunar eru vinsældir amerískrar tónlistar í Englandi á 7. áratugnum skemmtilegt ferðalag um tónlistarsöguna. Tímabilið þegar Bítlarnir, Stones og Animals slógu í gegn í Ameríku með amerískum blús- og þjóðlögum sem Ameríkanarnir sjálfir voru búnir að gleyma. Þetta nefnist „breska innrásin“” í poppfræðunum og varð meðal annars Bob Dylan innblástur þegar hann setti saman plötuna „Bringin it all Back Home“”. Hann sá styrkleika þessarar sömu hugmyndar og hér er rætt um: hann vildi vera gaurinn sem skilaði öllu aftur heim. Það er eitthvað þroskandi að vita til þess að Íslendingar sameinist um lagið „Ég er kominn heim“ nánast eins og opinber þjóðsöngur væri. Það er einhver „þá er það fullkomnað“ stemning yfir því. Lagið sjálft var samið af ungverskum gyðingi að nafni Emmerich Kalman sem þurfti að flýja Austurríki eftir innlimun nasista. Hann bjó lengi í Bandaríkjunum en sneri til Evrópu eftir stríðið. Þá var Ungverjaland orðið kommúnistaríki. Hann dó að lokum í París. Hann kom aldrei heim. Svo er útgáfan hjá Óðni svo svipuð hinu ameríska einkennislagi Liverpool. Ballaða í dúr, 4/4 með tríólum. Sama stemningin en allt annað lag, þannig að aðdáendur annarra liða ættu ekki að móðgast. En þarna liggur stemningin. Hópur af fólki í lopapeysum og enskum fótboltapeysum á víxl, að öskursyngja gamlan síldarævintýrisslagara. Sjófuglinn hvergi nærri. Enginn tjaldur en nóg af tjaldvögnum. Fólk getur hatað þessa stemningu af öllum mætti en þarna er hún samt. Þessi stemning er sterk því hún á sér sögu. Það er ekki til neitt heima nema að farið hafi verið í ferðalag. Að vera kominn heim er að hafa farið út í heim.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun