Hraunið erfitt yfirferðar svo ferja þarf búnað og menn á vettvang með þyrlu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 09:50 Frá aðgerðum á vettvangi í gær. vísir/ernir Aðgerðir eru að hefjast á vettvangi í hrauninu vestan Kleifarvatns skammt frá Hraunkotsstapa en flugvél brotlenti þar síðdegis í gær. Tveir menn létust í slysinu en báðir voru þeir kennarar við Flugskóla Íslands. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn á vegum Rannsóknarnefndar samgönguslysa og rannsóknardeildar lögreglunnar muni vinna á vettvangi í dag. „Aðstæður eru mjög erfiðar þar sem þarna er mosi, hraun og gjótur. Það er eiginlega þannig séð ófært að rölta þetta eða það tekur mjög langan tíma og því þarf að ferja búnað og menn með þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Margeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvenær áætlað er að rannsókn á vettvangi ljúki segir Margeir ómögulegt að segja til um það. Þegar henni lýkur mun flakið verða flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa á Reykjavíkurflugvelli sem fer með rannsókn slyssins. Flugvélin sem fórst var af gerðinni Tecnam og var ein af fimm nýju vélum Flugskóla Íslands sem komu til landsins í upphafi mánaðarins. Samband við vélina rofnaði upp úr klukkan þrjú en lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan 15.10. Flak hennar fannst hálftíma síðar. Hinir látnu voru á þrítugs- og fertugsaldri, og eins og áður segir kennarar við Flugskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum sem send var út í gærkvöldi kemur fram að kennurum og nemendum í flugskólanum, sem og Tækniskólanum sem flugskólinn tilheyrir, hafi verið boðin áfallahjálp vegna slyssins. Allt skólastarf fellur niður í dag vegna þessa, bæði í Flugskóla Íslands og Tækniskólanum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Aðgerðir eru að hefjast á vettvangi í hrauninu vestan Kleifarvatns skammt frá Hraunkotsstapa en flugvél brotlenti þar síðdegis í gær. Tveir menn létust í slysinu en báðir voru þeir kennarar við Flugskóla Íslands. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn á vegum Rannsóknarnefndar samgönguslysa og rannsóknardeildar lögreglunnar muni vinna á vettvangi í dag. „Aðstæður eru mjög erfiðar þar sem þarna er mosi, hraun og gjótur. Það er eiginlega þannig séð ófært að rölta þetta eða það tekur mjög langan tíma og því þarf að ferja búnað og menn með þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Margeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvenær áætlað er að rannsókn á vettvangi ljúki segir Margeir ómögulegt að segja til um það. Þegar henni lýkur mun flakið verða flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa á Reykjavíkurflugvelli sem fer með rannsókn slyssins. Flugvélin sem fórst var af gerðinni Tecnam og var ein af fimm nýju vélum Flugskóla Íslands sem komu til landsins í upphafi mánaðarins. Samband við vélina rofnaði upp úr klukkan þrjú en lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan 15.10. Flak hennar fannst hálftíma síðar. Hinir látnu voru á þrítugs- og fertugsaldri, og eins og áður segir kennarar við Flugskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum sem send var út í gærkvöldi kemur fram að kennurum og nemendum í flugskólanum, sem og Tækniskólanum sem flugskólinn tilheyrir, hafi verið boðin áfallahjálp vegna slyssins. Allt skólastarf fellur niður í dag vegna þessa, bæði í Flugskóla Íslands og Tækniskólanum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46
Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15
Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47