„Verið að rýma alla bari og veitingastaði og skipa fólki að vera heima“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2015 23:37 Tónleikargesti flýja af tónleikum Eagles of Death Metal. vísir/epa „Ég er í átjánda hverfi, elsta hverfi Parísar. Ég er á svæðinu þarna fyrir ofan. Þegar ég bjó hérna síðast þá bjó ég í þessu hverfi þar sem árásirnar urðu og er eiginlega frekar ánægð með að hafa flutt mig,“ segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir í samtali við Vísi. Ingibjörg er frönskunemi við Sorbonne-skóla og búsett í París. Minnst 42 eru látnir eftir skotárásir og sprengjuárásir víða um París í kvöld. Árásirnar virðast þaulskipulagðar en þær eiga þær allar sameiginlegt að vera gerðar á vinsæla staði í borginni. Þar má meðal annars nefna tónleikastað en þar stóðu tónleikar sveitarinnar Eagles of Death Metal yfir. Árásarmennirnir halda tónleikagestum í gíslingu.Ingibjörg Bergmann Bragadóttir„Þetta er alveg ógeðslegt bara. Það var allt fullt af lífi um áttaleytið en núna eru allar götur tómar. Ég sjálf er alveg búin að loka að mér og maður fylgist með fréttunum og vonar að þetta endi sem fyrst,“ segir Ingibjörg. Hún segir að í fyrstu hafi hún ekki orðið var við atburðina að öðru leyti en því að óvenju mikil sjúkrabílaumferð hafi verið. Sjúkrabílar séu alls ekki óalgengir en þetta hafi verið talsvert meir en venjulega. „Ég hef verið að skrolla í gegnum allar fréttasíður á milli þess sem ég svara ættingjum og vinum og læt vita að það sé allt í lagi með mig. Eins og er þá er bara verið að rýma alla bari og veitingastaði og koma öllum heim og segja þeim að halda sig þar,“ segir Ingibjörg en hún hefur enn ekki heyrt í öðrum Íslendingum í borginni. „Ég vona bara að þeir séu heilir á húfi.“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í París, herinn hefur verið kallaður út auk þess að landamærum landsins hefur verið lokað. „Maður veit ekki hvernig maður á að haga sér. Þetta er svo súrrealískt. Adrenalínið er alveg á fullu þó maður sé ekki sjálfur í skotlínunni. Máltækið segir að eldingu slái aldrei niður á sama staðinn tvisvar þannig maður hélt einhvern veginn að allt væri búið eftir Charlie Hebdo,“ segir Ingibjörg. Að öllu óbreyttu verður hún áfram París og tekur jólaprófin en líkt og allir vonar hún að málið leysist sem fyrst. „Ef þetta heldur eitthvað svona áfram þá held ég að ég vilji frekar vera heima á Akureyri heldur en hér,“ segir Ingibjörg að lokum. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
„Ég er í átjánda hverfi, elsta hverfi Parísar. Ég er á svæðinu þarna fyrir ofan. Þegar ég bjó hérna síðast þá bjó ég í þessu hverfi þar sem árásirnar urðu og er eiginlega frekar ánægð með að hafa flutt mig,“ segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir í samtali við Vísi. Ingibjörg er frönskunemi við Sorbonne-skóla og búsett í París. Minnst 42 eru látnir eftir skotárásir og sprengjuárásir víða um París í kvöld. Árásirnar virðast þaulskipulagðar en þær eiga þær allar sameiginlegt að vera gerðar á vinsæla staði í borginni. Þar má meðal annars nefna tónleikastað en þar stóðu tónleikar sveitarinnar Eagles of Death Metal yfir. Árásarmennirnir halda tónleikagestum í gíslingu.Ingibjörg Bergmann Bragadóttir„Þetta er alveg ógeðslegt bara. Það var allt fullt af lífi um áttaleytið en núna eru allar götur tómar. Ég sjálf er alveg búin að loka að mér og maður fylgist með fréttunum og vonar að þetta endi sem fyrst,“ segir Ingibjörg. Hún segir að í fyrstu hafi hún ekki orðið var við atburðina að öðru leyti en því að óvenju mikil sjúkrabílaumferð hafi verið. Sjúkrabílar séu alls ekki óalgengir en þetta hafi verið talsvert meir en venjulega. „Ég hef verið að skrolla í gegnum allar fréttasíður á milli þess sem ég svara ættingjum og vinum og læt vita að það sé allt í lagi með mig. Eins og er þá er bara verið að rýma alla bari og veitingastaði og koma öllum heim og segja þeim að halda sig þar,“ segir Ingibjörg en hún hefur enn ekki heyrt í öðrum Íslendingum í borginni. „Ég vona bara að þeir séu heilir á húfi.“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í París, herinn hefur verið kallaður út auk þess að landamærum landsins hefur verið lokað. „Maður veit ekki hvernig maður á að haga sér. Þetta er svo súrrealískt. Adrenalínið er alveg á fullu þó maður sé ekki sjálfur í skotlínunni. Máltækið segir að eldingu slái aldrei niður á sama staðinn tvisvar þannig maður hélt einhvern veginn að allt væri búið eftir Charlie Hebdo,“ segir Ingibjörg. Að öllu óbreyttu verður hún áfram París og tekur jólaprófin en líkt og allir vonar hún að málið leysist sem fyrst. „Ef þetta heldur eitthvað svona áfram þá held ég að ég vilji frekar vera heima á Akureyri heldur en hér,“ segir Ingibjörg að lokum.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21
Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30