„Verið að rýma alla bari og veitingastaði og skipa fólki að vera heima“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2015 23:37 Tónleikargesti flýja af tónleikum Eagles of Death Metal. vísir/epa „Ég er í átjánda hverfi, elsta hverfi Parísar. Ég er á svæðinu þarna fyrir ofan. Þegar ég bjó hérna síðast þá bjó ég í þessu hverfi þar sem árásirnar urðu og er eiginlega frekar ánægð með að hafa flutt mig,“ segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir í samtali við Vísi. Ingibjörg er frönskunemi við Sorbonne-skóla og búsett í París. Minnst 42 eru látnir eftir skotárásir og sprengjuárásir víða um París í kvöld. Árásirnar virðast þaulskipulagðar en þær eiga þær allar sameiginlegt að vera gerðar á vinsæla staði í borginni. Þar má meðal annars nefna tónleikastað en þar stóðu tónleikar sveitarinnar Eagles of Death Metal yfir. Árásarmennirnir halda tónleikagestum í gíslingu.Ingibjörg Bergmann Bragadóttir„Þetta er alveg ógeðslegt bara. Það var allt fullt af lífi um áttaleytið en núna eru allar götur tómar. Ég sjálf er alveg búin að loka að mér og maður fylgist með fréttunum og vonar að þetta endi sem fyrst,“ segir Ingibjörg. Hún segir að í fyrstu hafi hún ekki orðið var við atburðina að öðru leyti en því að óvenju mikil sjúkrabílaumferð hafi verið. Sjúkrabílar séu alls ekki óalgengir en þetta hafi verið talsvert meir en venjulega. „Ég hef verið að skrolla í gegnum allar fréttasíður á milli þess sem ég svara ættingjum og vinum og læt vita að það sé allt í lagi með mig. Eins og er þá er bara verið að rýma alla bari og veitingastaði og koma öllum heim og segja þeim að halda sig þar,“ segir Ingibjörg en hún hefur enn ekki heyrt í öðrum Íslendingum í borginni. „Ég vona bara að þeir séu heilir á húfi.“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í París, herinn hefur verið kallaður út auk þess að landamærum landsins hefur verið lokað. „Maður veit ekki hvernig maður á að haga sér. Þetta er svo súrrealískt. Adrenalínið er alveg á fullu þó maður sé ekki sjálfur í skotlínunni. Máltækið segir að eldingu slái aldrei niður á sama staðinn tvisvar þannig maður hélt einhvern veginn að allt væri búið eftir Charlie Hebdo,“ segir Ingibjörg. Að öllu óbreyttu verður hún áfram París og tekur jólaprófin en líkt og allir vonar hún að málið leysist sem fyrst. „Ef þetta heldur eitthvað svona áfram þá held ég að ég vilji frekar vera heima á Akureyri heldur en hér,“ segir Ingibjörg að lokum. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
„Ég er í átjánda hverfi, elsta hverfi Parísar. Ég er á svæðinu þarna fyrir ofan. Þegar ég bjó hérna síðast þá bjó ég í þessu hverfi þar sem árásirnar urðu og er eiginlega frekar ánægð með að hafa flutt mig,“ segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir í samtali við Vísi. Ingibjörg er frönskunemi við Sorbonne-skóla og búsett í París. Minnst 42 eru látnir eftir skotárásir og sprengjuárásir víða um París í kvöld. Árásirnar virðast þaulskipulagðar en þær eiga þær allar sameiginlegt að vera gerðar á vinsæla staði í borginni. Þar má meðal annars nefna tónleikastað en þar stóðu tónleikar sveitarinnar Eagles of Death Metal yfir. Árásarmennirnir halda tónleikagestum í gíslingu.Ingibjörg Bergmann Bragadóttir„Þetta er alveg ógeðslegt bara. Það var allt fullt af lífi um áttaleytið en núna eru allar götur tómar. Ég sjálf er alveg búin að loka að mér og maður fylgist með fréttunum og vonar að þetta endi sem fyrst,“ segir Ingibjörg. Hún segir að í fyrstu hafi hún ekki orðið var við atburðina að öðru leyti en því að óvenju mikil sjúkrabílaumferð hafi verið. Sjúkrabílar séu alls ekki óalgengir en þetta hafi verið talsvert meir en venjulega. „Ég hef verið að skrolla í gegnum allar fréttasíður á milli þess sem ég svara ættingjum og vinum og læt vita að það sé allt í lagi með mig. Eins og er þá er bara verið að rýma alla bari og veitingastaði og koma öllum heim og segja þeim að halda sig þar,“ segir Ingibjörg en hún hefur enn ekki heyrt í öðrum Íslendingum í borginni. „Ég vona bara að þeir séu heilir á húfi.“ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í París, herinn hefur verið kallaður út auk þess að landamærum landsins hefur verið lokað. „Maður veit ekki hvernig maður á að haga sér. Þetta er svo súrrealískt. Adrenalínið er alveg á fullu þó maður sé ekki sjálfur í skotlínunni. Máltækið segir að eldingu slái aldrei niður á sama staðinn tvisvar þannig maður hélt einhvern veginn að allt væri búið eftir Charlie Hebdo,“ segir Ingibjörg. Að öllu óbreyttu verður hún áfram París og tekur jólaprófin en líkt og allir vonar hún að málið leysist sem fyrst. „Ef þetta heldur eitthvað svona áfram þá held ég að ég vilji frekar vera heima á Akureyri heldur en hér,“ segir Ingibjörg að lokum.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21
Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30