Handbolti

Füchse hafði betur í Íslendingaslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már Elísson, leikmaður Füchse, skoraði þrjú mörk í dag. Hér er hann í leik með Eisenach.
Bjarki Már Elísson, leikmaður Füchse, skoraði þrjú mörk í dag. Hér er hann í leik með Eisenach. vísir/getty
Füchse Berlín vann þriggja marka sigur á Bergrischer 29-26 í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Tíu íslensk mörk litu dagsins ljós.

Refirnir frá Berlín voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 17-14, og héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik.

Heimamenn náðu minnst að minnka muninn í eitt mark, en nær komust þeir ekki og refirnir hans Erlings Richardssonar sigldu sigrinum heim.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Bergrischer þar af þrjú úr vítum, en Bjarki Már Elísson gerði þrjú fyrir Füchse þar af eitt úr víti. Björgvin Páll Gústavsson varði níu skot samkvæmt heimasíðu þýska sambandsins.

Berlín fer upp í fjórða til fimmta sæti deildarinnar, en Bergrischer er í vandræðum; í sautjánda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×