Handbolti

Vignir markahæstur í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vignir í leik með íslenska landsliðinu.
Vignir í leik með íslenska landsliðinu. vísir/ole nielsen
Vignir Svavarsson var markahæstur hjá Midtjylland í tapleik gegn Bjerringbro-Silkeborg, 25-23, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Vignir var ekki í íslenska landsliðinu á dögunum sem tók þátt í Gulldeildinni í Noregi, en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann var mættur aftur út á völlinn í dag og gerði fimm mörk úr sex skotum. Hann var markahæstur hjá Midtjylland.

Midtjylland byrjaði vel og höfðu lengst af tökin í fyrri hálfleik, en gáfu eftir undir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 14-11 Bjerringbro-Silkeborg í vil.

Gestirnir frá Silkeborg byrjuðu síðari hálfleikinn vel og skoruðu þrjú fyrstu mörkin og voru sex mörkum yfir, 23-17, þegar stundarfjórðungur var eftir.

Þá tóku heimamenn í Midtjylland við sér og skoruðu fjögur næstu mörk og munurinn skyndilega orðinn tvö mörk, 23-21. Þá tóku gestirnir aftur við sér og unnu að lokum, 25-23.

Með sigrinum fór Bjerringbro-Silkeborg upp að hlið Álaborg á toppi deildarinnar, en liðin eru með fimmtán stig eftir fyrstu ellefu leikina. Midtjylland er í tíunda sætinu af fjórtán liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×