Frakkar munu halda áfram loftárásum sínum á ISIS í Sýrlandi Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2015 20:30 Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar. Vísir/AFP Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, greindi frá því í kvöld að Frakklandsher muni halda loftárásum á skotmörk hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi áfram af fullu afli. Sky News greinir frá þessu. Fjöldi sjónarvotta hafa greint frá að árásarmennirnir í París hafi hrópað að árásirnar væru hefnd vegna loftárása Frakka í Sýrlandi. Þá hefur ISIS lýst yfir ábyrgð á árásum gærdagsins. Franskar orrustuþotur hafa tekið þátt í fjölþjóðlegri hernaðaraðgerð undir stjórn Bandaríkjahers gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi og Írak.Sjá einnig: Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Valls greindi jafnframt frá því að stjórnvöld muni líklegast framlengja neyðarástand sem lýst var yfir í landinu í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar í gær.Þrítugur Frakki á meðal árásarmannaSaksóknarinn Francois Molins staðfesti fyrr í kvöld að 129 hafi fallið og 352 særst í árásunum. Þá staðfesti Molins að allir sjö árásarmennirnir hafi drepist. Þrír menn voru handteknir í Belgíu fyrr í dag vegna gruns um að þeir hafi komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna. Molins staðfesti að einn árásarmannanna hafi verið þrítugur Frakki. Sá hafi verið með sakaskrá en aldrei setið í fangelsi. Hann hafi búið í bænum Courcouronnes, 25 kílómetrum vestur af París, og ekki verið undir sérstöku eftirliti vegna gruns um að tengjast hryðjuverkastarfsemi. Allir árásarmenn eru sagðir hafa notast við Kalashnikov–riffla og sömu gerð af sprengjuvestum..@fhollande s'est rendu à l'hôpital Saint-Antoine pour faire un point avec les équipes https://t.co/kDSudp9i6u pic.twitter.com/8VLilj77iA— Élysée (@Elysee) November 14, 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, greindi frá því í kvöld að Frakklandsher muni halda loftárásum á skotmörk hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi áfram af fullu afli. Sky News greinir frá þessu. Fjöldi sjónarvotta hafa greint frá að árásarmennirnir í París hafi hrópað að árásirnar væru hefnd vegna loftárása Frakka í Sýrlandi. Þá hefur ISIS lýst yfir ábyrgð á árásum gærdagsins. Franskar orrustuþotur hafa tekið þátt í fjölþjóðlegri hernaðaraðgerð undir stjórn Bandaríkjahers gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi og Írak.Sjá einnig: Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Valls greindi jafnframt frá því að stjórnvöld muni líklegast framlengja neyðarástand sem lýst var yfir í landinu í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar í gær.Þrítugur Frakki á meðal árásarmannaSaksóknarinn Francois Molins staðfesti fyrr í kvöld að 129 hafi fallið og 352 særst í árásunum. Þá staðfesti Molins að allir sjö árásarmennirnir hafi drepist. Þrír menn voru handteknir í Belgíu fyrr í dag vegna gruns um að þeir hafi komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna. Molins staðfesti að einn árásarmannanna hafi verið þrítugur Frakki. Sá hafi verið með sakaskrá en aldrei setið í fangelsi. Hann hafi búið í bænum Courcouronnes, 25 kílómetrum vestur af París, og ekki verið undir sérstöku eftirliti vegna gruns um að tengjast hryðjuverkastarfsemi. Allir árásarmenn eru sagðir hafa notast við Kalashnikov–riffla og sömu gerð af sprengjuvestum..@fhollande s'est rendu à l'hôpital Saint-Antoine pour faire un point avec les équipes https://t.co/kDSudp9i6u pic.twitter.com/8VLilj77iA— Élysée (@Elysee) November 14, 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23
Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30
Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59