Parísarbúar koma saman á République-torgi til að minnast fórnarlamba Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2015 23:31 Að minnsta kosti 129 fórust í árásunum og 350 særðust. Vísir/AFP Mörg hundruð manns hafa komið saman á République-torgi í París í kvöld til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöld. Fólk hefur kveikt á kertum og skilið eftir við sérstakan minnisvarða sem búið er að koma upp til minningar um þá föllnu. Franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því fyrr í dag að þrír hópar manna hafi staðið fyrir hryðjuverkaárásunum þar sem að minnsta kosti 129 fórust og rúmlega 350 særðust. Molins sagði nauðsynlegt að komast að því hvaðan árásarmennirnir komu og hvernig þeir voru fjármagnaðir. Hann sagði alla árásarmennina sjö hafa drepist og að þeir hafi allir verið búnir Kalashnikov-rifflum og sömu gerð af sprengjuvestum. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum og greindu sjónarvottar frá því að árásarmennirnir, sem flestir voru á aldrinum fimmtán til átján, hafi hrópað að árásirnar væru hefndaraðgerðir vegna loftárása Frakka á liðsmenn ISIS í Sýrlandi. Manuel Valls, forsætisráðherra sagði í kvöld að Frakkar muni ekki láta af árásum sínum á skotmörk ISIS í Sýrlandi og Írak. Molins greindi einnig frá því að þrír menn hafi verið handteknir í úthverfi belgísku höfuðborgarinnar Brussel vegna gruns um að tengjast árásunum. Hryðjuverkaárásirnar eru þær mannskæðustu í Evrópu frá árásunum í Madríd á Spáni árið 2004 þar sem 191 fórst. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Frakkar munu halda áfram loftárásum sínum á ISIS í Sýrlandi Saksóknari hefur staðfest að 129 féllu og 352 særðust í árásunum í París í gærkvöldi. Saksóknari segir að þrítugur Frakki hafi verið á meðal árásarmanna. 14. nóvember 2015 20:30 Einn árásarmannanna kom til álfunnar um Grikkland Vegabréf sem fannst á einum hinna föllnu var skráð í Grikklandi 3. október. 14. nóvember 2015 16:37 Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Maðurinn var klæddur sprengjuvestum og reyndi að komast inn á völlinn þegar um korter var liðið af leiknum. Hann var hins vegar stöðvaður í öryggisleit. 14. nóvember 2015 18:06 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Mörg hundruð manns hafa komið saman á République-torgi í París í kvöld til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöld. Fólk hefur kveikt á kertum og skilið eftir við sérstakan minnisvarða sem búið er að koma upp til minningar um þá föllnu. Franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því fyrr í dag að þrír hópar manna hafi staðið fyrir hryðjuverkaárásunum þar sem að minnsta kosti 129 fórust og rúmlega 350 særðust. Molins sagði nauðsynlegt að komast að því hvaðan árásarmennirnir komu og hvernig þeir voru fjármagnaðir. Hann sagði alla árásarmennina sjö hafa drepist og að þeir hafi allir verið búnir Kalashnikov-rifflum og sömu gerð af sprengjuvestum. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum og greindu sjónarvottar frá því að árásarmennirnir, sem flestir voru á aldrinum fimmtán til átján, hafi hrópað að árásirnar væru hefndaraðgerðir vegna loftárása Frakka á liðsmenn ISIS í Sýrlandi. Manuel Valls, forsætisráðherra sagði í kvöld að Frakkar muni ekki láta af árásum sínum á skotmörk ISIS í Sýrlandi og Írak. Molins greindi einnig frá því að þrír menn hafi verið handteknir í úthverfi belgísku höfuðborgarinnar Brussel vegna gruns um að tengjast árásunum. Hryðjuverkaárásirnar eru þær mannskæðustu í Evrópu frá árásunum í Madríd á Spáni árið 2004 þar sem 191 fórst.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Frakkar munu halda áfram loftárásum sínum á ISIS í Sýrlandi Saksóknari hefur staðfest að 129 féllu og 352 særðust í árásunum í París í gærkvöldi. Saksóknari segir að þrítugur Frakki hafi verið á meðal árásarmanna. 14. nóvember 2015 20:30 Einn árásarmannanna kom til álfunnar um Grikkland Vegabréf sem fannst á einum hinna föllnu var skráð í Grikklandi 3. október. 14. nóvember 2015 16:37 Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Maðurinn var klæddur sprengjuvestum og reyndi að komast inn á völlinn þegar um korter var liðið af leiknum. Hann var hins vegar stöðvaður í öryggisleit. 14. nóvember 2015 18:06 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Frakkar munu halda áfram loftárásum sínum á ISIS í Sýrlandi Saksóknari hefur staðfest að 129 féllu og 352 særðust í árásunum í París í gærkvöldi. Saksóknari segir að þrítugur Frakki hafi verið á meðal árásarmanna. 14. nóvember 2015 20:30
Einn árásarmannanna kom til álfunnar um Grikkland Vegabréf sem fannst á einum hinna föllnu var skráð í Grikklandi 3. október. 14. nóvember 2015 16:37
Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Maðurinn var klæddur sprengjuvestum og reyndi að komast inn á völlinn þegar um korter var liðið af leiknum. Hann var hins vegar stöðvaður í öryggisleit. 14. nóvember 2015 18:06
Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59