Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 10:47 Isobel Bowdery lýsir hryllingnum sem hún varð vitni af inni á Bataclan. Mynd/Facebook Suður-afrísk kona lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af með því að þykjast vera látin í rúma klukkustund inni á tónleikastaðnum Bataclan í París eftir að árásarmennirnir hófu þar skothríð sína á föstudagskvöldið. Isobel Bowdery segir þetta ekki einungis hafa verið hryðjuverkaárás, heldur blóðbað. „Tugir manna voru skotnir fyrir framan mig. Blóðpollar fylltu gólfið. Öskur fullorðinna manna sem héldu látnum kærustum sínum í örmum sér á þessum litla tónleikastað. Framtíð fólks í molum, brostin hjörtu fjölskyldna, á einu augabragði. Í áfalli og alein, þóttist ég vera látin í rúma klukkustund, lá á meðal fólks sem sá ástvini sína hreyfingarlausa. Ég hélt niðri í mér andanum, reyndi að hreyfa mig ekki, ekki gráta – ekki framkalla þann ótta sem þessir menn vildu sjá. Ég var ótrúlega heppin að sleppa lifandi. En mjög margir gerðu það ekki. Fólkið sem hafði komið þangað af sömu ástæðu og ég – að skemmta sér á föstudagskvöldi – var saklaust,“ segir Isobel. Isobel lýsir því hvernig árásarmennirnir vönduðu sig við að skjóta í átt að fólki eftir að hafa komið inn á tónleikastaðinn þar sem bandaríska sveitin Eagles of Death Metal átti að spila. Hún segist upphaflega hafa talið að mennirnir væru hluti af sýningunni en svo gert sér grein fyrir hryllingnum eftir að mennirnir byrjuðu að stráfella tónleikagesti. Rúmlega 1,4 milljónir manna hafa líkað við færslu Isobel og tæplega 500 þúsund manns deilt henni. 89 tónleikagestir létu lífið í árásinni inni á Bataclan.you never think it will happen to you. It was just a friday night at a rock show. the atmosphere was so happy and...Posted by Isobel Bowdery on Saturday, 14 November 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Suður-afrísk kona lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af með því að þykjast vera látin í rúma klukkustund inni á tónleikastaðnum Bataclan í París eftir að árásarmennirnir hófu þar skothríð sína á föstudagskvöldið. Isobel Bowdery segir þetta ekki einungis hafa verið hryðjuverkaárás, heldur blóðbað. „Tugir manna voru skotnir fyrir framan mig. Blóðpollar fylltu gólfið. Öskur fullorðinna manna sem héldu látnum kærustum sínum í örmum sér á þessum litla tónleikastað. Framtíð fólks í molum, brostin hjörtu fjölskyldna, á einu augabragði. Í áfalli og alein, þóttist ég vera látin í rúma klukkustund, lá á meðal fólks sem sá ástvini sína hreyfingarlausa. Ég hélt niðri í mér andanum, reyndi að hreyfa mig ekki, ekki gráta – ekki framkalla þann ótta sem þessir menn vildu sjá. Ég var ótrúlega heppin að sleppa lifandi. En mjög margir gerðu það ekki. Fólkið sem hafði komið þangað af sömu ástæðu og ég – að skemmta sér á föstudagskvöldi – var saklaust,“ segir Isobel. Isobel lýsir því hvernig árásarmennirnir vönduðu sig við að skjóta í átt að fólki eftir að hafa komið inn á tónleikastaðinn þar sem bandaríska sveitin Eagles of Death Metal átti að spila. Hún segist upphaflega hafa talið að mennirnir væru hluti af sýningunni en svo gert sér grein fyrir hryllingnum eftir að mennirnir byrjuðu að stráfella tónleikagesti. Rúmlega 1,4 milljónir manna hafa líkað við færslu Isobel og tæplega 500 þúsund manns deilt henni. 89 tónleikagestir létu lífið í árásinni inni á Bataclan.you never think it will happen to you. It was just a friday night at a rock show. the atmosphere was so happy and...Posted by Isobel Bowdery on Saturday, 14 November 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14
Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03