Hryðjuverkin í París: "Við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 12:15 Utanríkisráðherra var í viðtali i Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/AFP/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar geti ekki lengur látið eins og atburðir þeir sem gerðust í París á föstudag geti ekki gerst hér á landi. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi sagði erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif voðaverkin muni hafa úti í löndum. „Þarna er verið að ráðast beint inn í venjulegt líf fólks. Það er eitthvað sem kann að hafa áhrif á öryggisviðmið, öryggismat og ýmislegt þess háttar. Það er þó fullsnemmt að spá fyrir um eitthvað slíkt en það er augljóst að umræðan um slíkt verður tekin.“Herða aðgerðir gegn þessum aðilumUtanríkisráðherra segir að þarna sé verið að ráðast á það samfélag, frelsi, jafnræði og jafnrétti sem við sjáum, þekkjum og viljum hafa. „Aðilar sem líða ekki slíkt, aðilar sem myrða konur og börn og ætla sér að reyna að koma einhverjum öfgaskoðunum yfir eins stóran hluta heimsins og þeir mögulega geta. Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta hefur. Til skamms tíma held ég að það muni hafa þau áhrif að menn munu herða aðgerðir gegn þessum aðilum þar sem þá er að finna. Að sama skapi hlýtur þetta að kalla á endurskoðun á mati heima fyrir frá því sem fyrir hefur verið.“ Aðspurður um hvort við Íslendingar munum þurfa að auka öryggi á okkar landamærum segir Gunnar Bragi að hann telji það mjög gott frumkvæði af hálfu forsætisráðherra boða til fundar með lögreglu og fleirum aðilum til að ræða málið í byrjun næstu viku. „Við þurfum auðvitað að fara yfir stöðuna og við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur. Sem betur fer erum við í þeirri stöðu að við erum eyja þó nokkuð langt í burtu. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að koma til okkar. En við verðum að hafa getu og viðbúnað að stoppa þá sem eru líklegir til að vilja koma til landsins og gera svona á okkar landamærum. Ég hugsa að þetta kalli á einhvers konar endurmati á öllu slíku.“Megum ekki mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamennHann segist óttast að hluti þeirra manna sem frömdu voðaverkin í París hafi verið menn sem hafi nýverið komið til álfunnar sem flóttamenn. „Það er líka ekki minna áfall ef í ljós kemur að á meðal þeirra eru ríkisborgarar Evrópuríkja sem eru búnir að búa heillengi eða í einhvern tíma innan Evrópu. Ég hef sagt og segi enn að við verðum að passa okkur að mála ekki alla sömu litum í þessu. Margir þeirra, og obbinn af þeim flóttamönnum sem eru á ferðinni eru á ferðinni þar sem þeir geta ekkert annað – eiga ekki í önnur hús að venda. Við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn,“ segir utanríkisráðherra. Hryðjuverk í París Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar geti ekki lengur látið eins og atburðir þeir sem gerðust í París á föstudag geti ekki gerst hér á landi. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi sagði erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif voðaverkin muni hafa úti í löndum. „Þarna er verið að ráðast beint inn í venjulegt líf fólks. Það er eitthvað sem kann að hafa áhrif á öryggisviðmið, öryggismat og ýmislegt þess háttar. Það er þó fullsnemmt að spá fyrir um eitthvað slíkt en það er augljóst að umræðan um slíkt verður tekin.“Herða aðgerðir gegn þessum aðilumUtanríkisráðherra segir að þarna sé verið að ráðast á það samfélag, frelsi, jafnræði og jafnrétti sem við sjáum, þekkjum og viljum hafa. „Aðilar sem líða ekki slíkt, aðilar sem myrða konur og börn og ætla sér að reyna að koma einhverjum öfgaskoðunum yfir eins stóran hluta heimsins og þeir mögulega geta. Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta hefur. Til skamms tíma held ég að það muni hafa þau áhrif að menn munu herða aðgerðir gegn þessum aðilum þar sem þá er að finna. Að sama skapi hlýtur þetta að kalla á endurskoðun á mati heima fyrir frá því sem fyrir hefur verið.“ Aðspurður um hvort við Íslendingar munum þurfa að auka öryggi á okkar landamærum segir Gunnar Bragi að hann telji það mjög gott frumkvæði af hálfu forsætisráðherra boða til fundar með lögreglu og fleirum aðilum til að ræða málið í byrjun næstu viku. „Við þurfum auðvitað að fara yfir stöðuna og við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur. Sem betur fer erum við í þeirri stöðu að við erum eyja þó nokkuð langt í burtu. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að koma til okkar. En við verðum að hafa getu og viðbúnað að stoppa þá sem eru líklegir til að vilja koma til landsins og gera svona á okkar landamærum. Ég hugsa að þetta kalli á einhvers konar endurmati á öllu slíku.“Megum ekki mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamennHann segist óttast að hluti þeirra manna sem frömdu voðaverkin í París hafi verið menn sem hafi nýverið komið til álfunnar sem flóttamenn. „Það er líka ekki minna áfall ef í ljós kemur að á meðal þeirra eru ríkisborgarar Evrópuríkja sem eru búnir að búa heillengi eða í einhvern tíma innan Evrópu. Ég hef sagt og segi enn að við verðum að passa okkur að mála ekki alla sömu litum í þessu. Margir þeirra, og obbinn af þeim flóttamönnum sem eru á ferðinni eru á ferðinni þar sem þeir geta ekkert annað – eiga ekki í önnur hús að venda. Við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn,“ segir utanríkisráðherra.
Hryðjuverk í París Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira