Hryðjuverk í brennidepli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Vel fór á með Sanders og Clinton eftir kappræðurnar. Nordicphotos/AFP Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. Frambjóðendurnir Bernie Sanders, Martin O'Malley og Hillary Clinton voru spurð út í hvernig þau myndu takast á við ástandið í Mið-Austurlöndum og Íslamska ríkið (ISIS). „Það er ekki hægt að halda Íslamska ríkinu í skefjum heldur verður að sigra það,“ sagði Clinton. Þá kölluðu allir frambjóðendur eftir þátttöku ríkja Mið-Austurlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. „Hin misheppnaða innrás í Írak, sem ég talaði gegn, hefur leyst úr læðingi öfl á borð við al-Kaída og Íslamska ríkið,“ sagði Sanders. Aðspurður hvort hann væri að tengja atkvæði Clinton, sem kaus með því að ráðast inn í Írak, við uppgang Íslamska ríkisins svaraði Sanders: „Innrásin var ein stærstu mistök í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.“ Clinton sagði í kjölfarið að atkvæði hennar hefði verið mistök. Þau Sanders sátu bæði í öldungadeild þingsins þegar kosið var um innrásina. Umtöluðustu ummælin féllu hins vegar um önnur hryðjuverk. Er Sanders og O'Malley skutu á Clinton fyrir að þiggja háa styrki í kosningasjóð sinn frá stórfyrirtækjum á Wall Street sagði hún stuðning þeirra ekki tilkominn svo fyrirtækin gætu keypt sér greiða ef hún yrði forseti heldur vegna þess að hún hefði hjálpað fyrirtækjunum með uppbyggingu í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana ellefta september 2001. Andstæðingar Clinton gerðu sér mat úr ummælunum og sagði Reince Priebus, formaður Repúblikanaflokksins, þau lágkúruleg. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ósammála um sigurvegara. Niðurstöður óvísindalegra skoðanakannanna á netinu bentu hins vegar til sigurs Sanders. Clinton mælist með 52 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun, Sanders 33 prósent og O'Malley fimm prósent. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. Frambjóðendurnir Bernie Sanders, Martin O'Malley og Hillary Clinton voru spurð út í hvernig þau myndu takast á við ástandið í Mið-Austurlöndum og Íslamska ríkið (ISIS). „Það er ekki hægt að halda Íslamska ríkinu í skefjum heldur verður að sigra það,“ sagði Clinton. Þá kölluðu allir frambjóðendur eftir þátttöku ríkja Mið-Austurlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. „Hin misheppnaða innrás í Írak, sem ég talaði gegn, hefur leyst úr læðingi öfl á borð við al-Kaída og Íslamska ríkið,“ sagði Sanders. Aðspurður hvort hann væri að tengja atkvæði Clinton, sem kaus með því að ráðast inn í Írak, við uppgang Íslamska ríkisins svaraði Sanders: „Innrásin var ein stærstu mistök í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.“ Clinton sagði í kjölfarið að atkvæði hennar hefði verið mistök. Þau Sanders sátu bæði í öldungadeild þingsins þegar kosið var um innrásina. Umtöluðustu ummælin féllu hins vegar um önnur hryðjuverk. Er Sanders og O'Malley skutu á Clinton fyrir að þiggja háa styrki í kosningasjóð sinn frá stórfyrirtækjum á Wall Street sagði hún stuðning þeirra ekki tilkominn svo fyrirtækin gætu keypt sér greiða ef hún yrði forseti heldur vegna þess að hún hefði hjálpað fyrirtækjunum með uppbyggingu í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana ellefta september 2001. Andstæðingar Clinton gerðu sér mat úr ummælunum og sagði Reince Priebus, formaður Repúblikanaflokksins, þau lágkúruleg. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ósammála um sigurvegara. Niðurstöður óvísindalegra skoðanakannanna á netinu bentu hins vegar til sigurs Sanders. Clinton mælist með 52 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun, Sanders 33 prósent og O'Malley fimm prósent.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00
Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00
Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00