NBA: Kobe nálægt þrennu í sigri Lakers | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Kobe Bryant. Vísir/EPA Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers sluppu við verstu tíu leikja byrjun í sögu félagsins þegar liðinu tókst að vinna Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Gömlu stórveldin áttu annars góðan dag því Boston Celtics vann Oklahoma City og New York vann New Orleans.Kobe Bryant var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 97-85 heimasigur á Detroit Pistons og fagnaði þar með öðrum sigri sínum á tímabili. Tap hefði þýtt verstu tíu leikja byrjun Lakers frá upphafi. Bryant spilaði í 37 mínútur í leiknum og sýndi á köflum gömul tilþrif. Hann hitti úr 6 af 19 skotum sínum. Jordan Clarkson skoraði 17 stig fyrir Lakers-liðið sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Liðið hefur tapað 8 af fyrstu 10 leikjum en er samt búið að vinna einum leik meira en á sama tíma í fyrra. Andre Drummond var með 17 stig og 17 fráköst hjá Detroit Pistons.Marcus Smart var með 26 stig þegar Boston Celtics vann 100-85 sigur á Oklahoma City Thunder. Isaiah Thomas skoraði 20 stig fyrir Boston, Avery Bradley var með 14 stig og Jared Sullinger bætti við 8 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Boston í síðustu fjórum leikjum. Russell Westbrook skoraði 27 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum. Serge Ibaka skoraði 17 stig en Thunder-liðið hefur ekki skorað minna eða hitt verr á öllu tímabilinu.Carmelo Anthony var með 29 stig og 13 fráköst þegar New York Knicks vann 95-87 sigur á New Orleans Pelicans. Langston Galloway skoraði 15 stig og Kevin Seraphin var með 12 stig. Nýliðinn Kristaps Porzingis skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins út 4 af 15 skotum sínum. Anthony Davis var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 36 stig og 11 fráköst.Nicolas Batum skoraði 33 stig og Al Jefferson bætti við 29 stigum þegar Charlotte Hornets vann 106-94 sigur á Portland Trail Blazers. Batum spilaði með Portland frá 2008 til 2015. Damian Lilliard skoraði 23 stig fyrir Portland.Jeff Green skoraði 21 stig og Mike Conley var með 20 stig og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 114-106 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var annar sigur Memphis í röð í kjölfarið á fjögurra leikja taphrinu. Zach Lavine skoraði 25 stig fyrir Minnesota-liðið sem hefur tapað öllum fimm heimaleikjum tímabilsins.Derrick Favors skoraði 23 stig Rodney Hood var með 20 stig þegar Utah Jazz vann Atlanta Hawks 97-96. Paul Millsap skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks sem tapaði í þriðja sinn í fjórum leikjum.DeMarcus Cousins skoraði 10 af 36 stigum sínum í fjórða leikhluta og náði auk þess 10 fráköstum þegar Sacramento Kings vann 107-101 sigur á Toronto Raptors. Þetta var þriðji sigur Sacramento Kings í röð.Öll úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - New Orleans Pelicans 95-87 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 106-114 Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 106-94 Atlanta Hawks - Utah Jazz 96-97 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 85-100 Sacramento Kings - Toronto Raptors 107-101 Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 97-85 NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers sluppu við verstu tíu leikja byrjun í sögu félagsins þegar liðinu tókst að vinna Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Gömlu stórveldin áttu annars góðan dag því Boston Celtics vann Oklahoma City og New York vann New Orleans.Kobe Bryant var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 97-85 heimasigur á Detroit Pistons og fagnaði þar með öðrum sigri sínum á tímabili. Tap hefði þýtt verstu tíu leikja byrjun Lakers frá upphafi. Bryant spilaði í 37 mínútur í leiknum og sýndi á köflum gömul tilþrif. Hann hitti úr 6 af 19 skotum sínum. Jordan Clarkson skoraði 17 stig fyrir Lakers-liðið sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Liðið hefur tapað 8 af fyrstu 10 leikjum en er samt búið að vinna einum leik meira en á sama tíma í fyrra. Andre Drummond var með 17 stig og 17 fráköst hjá Detroit Pistons.Marcus Smart var með 26 stig þegar Boston Celtics vann 100-85 sigur á Oklahoma City Thunder. Isaiah Thomas skoraði 20 stig fyrir Boston, Avery Bradley var með 14 stig og Jared Sullinger bætti við 8 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Boston í síðustu fjórum leikjum. Russell Westbrook skoraði 27 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum. Serge Ibaka skoraði 17 stig en Thunder-liðið hefur ekki skorað minna eða hitt verr á öllu tímabilinu.Carmelo Anthony var með 29 stig og 13 fráköst þegar New York Knicks vann 95-87 sigur á New Orleans Pelicans. Langston Galloway skoraði 15 stig og Kevin Seraphin var með 12 stig. Nýliðinn Kristaps Porzingis skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins út 4 af 15 skotum sínum. Anthony Davis var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 36 stig og 11 fráköst.Nicolas Batum skoraði 33 stig og Al Jefferson bætti við 29 stigum þegar Charlotte Hornets vann 106-94 sigur á Portland Trail Blazers. Batum spilaði með Portland frá 2008 til 2015. Damian Lilliard skoraði 23 stig fyrir Portland.Jeff Green skoraði 21 stig og Mike Conley var með 20 stig og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 114-106 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var annar sigur Memphis í röð í kjölfarið á fjögurra leikja taphrinu. Zach Lavine skoraði 25 stig fyrir Minnesota-liðið sem hefur tapað öllum fimm heimaleikjum tímabilsins.Derrick Favors skoraði 23 stig Rodney Hood var með 20 stig þegar Utah Jazz vann Atlanta Hawks 97-96. Paul Millsap skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks sem tapaði í þriðja sinn í fjórum leikjum.DeMarcus Cousins skoraði 10 af 36 stigum sínum í fjórða leikhluta og náði auk þess 10 fráköstum þegar Sacramento Kings vann 107-101 sigur á Toronto Raptors. Þetta var þriðji sigur Sacramento Kings í röð.Öll úrslitin úr NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - New Orleans Pelicans 95-87 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 106-114 Charlotte Hornets - Portland Trail Blazers 106-94 Atlanta Hawks - Utah Jazz 96-97 Oklahoma City Thunder - Boston Celtics 85-100 Sacramento Kings - Toronto Raptors 107-101 Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 97-85
NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn