Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 10:25 Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Að minnsta kosti 129 létust í árásunum og 350 særðust. Talið er að Anonymous hafi sett myndbandið á vefinn strax á föstudagskvöld. Hakkararnir eru þekktir fyrir að ráðast gegn umdeildum samtökum og einstaklingum en eftir skotárásina á skrifstofum franska skopbyndablaðsins Charlie Hebdo í janúar síðastliðnum hétu þeir því að ráðast gegn heimasíðum ISIS og al-Qaeda. Í myndbandinu sem Anonymous birta nú kemur einn af hökkurunum fram með grímu og talar til ISIS-skæruliðanna á frönsku: „Við munum finna ykkur og þið munuð ekki sleppa. Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur. Búið ykkur undir umfangsmiklar tölvuárásir. Það hefur verið lýst yfir stíði. Undirbúið ykkur. Frakkar eru sterkari en þið og munu koma enn sterkari út úr þessum hörmungum.“ Í frétt á vef breska dagblaðsins Telegraph kemur fram að ekki sé víst hvers vegna myndbandið er ekki birt á Youtube-síðu Anonymous. Eftir að hakkararnir fóru að ráðast gegn ISIS í kjölfar árásanna á Charlie Hebdo hafa þeir tekið niður 149 heimasíður sem tengjast hryðjuverkasamtökunum, afhjúpað yfir 100 þúsund Twitter-reikninga og tæplega 6000 áróðursmyndbönd. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. 16. nóvember 2015 07:00 Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Að minnsta kosti 129 létust í árásunum og 350 særðust. Talið er að Anonymous hafi sett myndbandið á vefinn strax á föstudagskvöld. Hakkararnir eru þekktir fyrir að ráðast gegn umdeildum samtökum og einstaklingum en eftir skotárásina á skrifstofum franska skopbyndablaðsins Charlie Hebdo í janúar síðastliðnum hétu þeir því að ráðast gegn heimasíðum ISIS og al-Qaeda. Í myndbandinu sem Anonymous birta nú kemur einn af hökkurunum fram með grímu og talar til ISIS-skæruliðanna á frönsku: „Við munum finna ykkur og þið munuð ekki sleppa. Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur. Búið ykkur undir umfangsmiklar tölvuárásir. Það hefur verið lýst yfir stíði. Undirbúið ykkur. Frakkar eru sterkari en þið og munu koma enn sterkari út úr þessum hörmungum.“ Í frétt á vef breska dagblaðsins Telegraph kemur fram að ekki sé víst hvers vegna myndbandið er ekki birt á Youtube-síðu Anonymous. Eftir að hakkararnir fóru að ráðast gegn ISIS í kjölfar árásanna á Charlie Hebdo hafa þeir tekið niður 149 heimasíður sem tengjast hryðjuverkasamtökunum, afhjúpað yfir 100 þúsund Twitter-reikninga og tæplega 6000 áróðursmyndbönd.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. 16. nóvember 2015 07:00 Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11
Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. 16. nóvember 2015 07:00
Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00
Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34