Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 10:25 Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Að minnsta kosti 129 létust í árásunum og 350 særðust. Talið er að Anonymous hafi sett myndbandið á vefinn strax á föstudagskvöld. Hakkararnir eru þekktir fyrir að ráðast gegn umdeildum samtökum og einstaklingum en eftir skotárásina á skrifstofum franska skopbyndablaðsins Charlie Hebdo í janúar síðastliðnum hétu þeir því að ráðast gegn heimasíðum ISIS og al-Qaeda. Í myndbandinu sem Anonymous birta nú kemur einn af hökkurunum fram með grímu og talar til ISIS-skæruliðanna á frönsku: „Við munum finna ykkur og þið munuð ekki sleppa. Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur. Búið ykkur undir umfangsmiklar tölvuárásir. Það hefur verið lýst yfir stíði. Undirbúið ykkur. Frakkar eru sterkari en þið og munu koma enn sterkari út úr þessum hörmungum.“ Í frétt á vef breska dagblaðsins Telegraph kemur fram að ekki sé víst hvers vegna myndbandið er ekki birt á Youtube-síðu Anonymous. Eftir að hakkararnir fóru að ráðast gegn ISIS í kjölfar árásanna á Charlie Hebdo hafa þeir tekið niður 149 heimasíður sem tengjast hryðjuverkasamtökunum, afhjúpað yfir 100 þúsund Twitter-reikninga og tæplega 6000 áróðursmyndbönd. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. 16. nóvember 2015 07:00 Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Að minnsta kosti 129 létust í árásunum og 350 særðust. Talið er að Anonymous hafi sett myndbandið á vefinn strax á föstudagskvöld. Hakkararnir eru þekktir fyrir að ráðast gegn umdeildum samtökum og einstaklingum en eftir skotárásina á skrifstofum franska skopbyndablaðsins Charlie Hebdo í janúar síðastliðnum hétu þeir því að ráðast gegn heimasíðum ISIS og al-Qaeda. Í myndbandinu sem Anonymous birta nú kemur einn af hökkurunum fram með grímu og talar til ISIS-skæruliðanna á frönsku: „Við munum finna ykkur og þið munuð ekki sleppa. Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur. Búið ykkur undir umfangsmiklar tölvuárásir. Það hefur verið lýst yfir stíði. Undirbúið ykkur. Frakkar eru sterkari en þið og munu koma enn sterkari út úr þessum hörmungum.“ Í frétt á vef breska dagblaðsins Telegraph kemur fram að ekki sé víst hvers vegna myndbandið er ekki birt á Youtube-síðu Anonymous. Eftir að hakkararnir fóru að ráðast gegn ISIS í kjölfar árásanna á Charlie Hebdo hafa þeir tekið niður 149 heimasíður sem tengjast hryðjuverkasamtökunum, afhjúpað yfir 100 þúsund Twitter-reikninga og tæplega 6000 áróðursmyndbönd.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. 16. nóvember 2015 07:00 Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11
Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. 16. nóvember 2015 07:00
Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 16. nóvember 2015 07:00
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00
Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34