Tólf manna hópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 er klár en íslensku stelpurnar fljúga út til Ungverjalands í fyrramálið.
Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið þá leikmenn sem fara með í ferðina.
Ívar og Bjarni höfðu valið fimmtán manna æfingahóp en aðeins þrettán leikmenn gátu tekið þátt í æfingunum.
Grindvíkingarnir Björg Einarsdóttir og Petrúnella Skúladóttir eru meiddar og gátu ekki verið með í þessu verkefni. Keflvíkingurinn Marín Laufey Davíðsdóttir er sú sem datt út úr hópnum fyrir Ungverjalandsleikinn.
Það eru því tvær að fara spila sinn fyrsta landsleik út í Ungverjalandi en það eru Berglind Gunnarsdóttir úr Snæfelli og Bergþóra Holton Tómasdóttir úr Val.
Allur hópurinn heldur svo áfram æfingum fyrir seinni leikinn sem er á móti Slóvakíu og fer fram í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn eftir viku.
Landslið Íslands gegn Ungverjum
Auður Íris Ólafsdóttir – Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 6 landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · Nýliði
Bergþóra Holton Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · Nýliði
Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 35 landsleikir
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 7 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 19 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 57 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 5 landsleikir
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 31 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 29 landsleikir
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 3 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 36 landsleikir
Tveir nýliðar fara með til Ungverjalands
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
