Erlent

Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína

Atli Ísleifsson skrifar
Antoine og Helene byrjuðu saman fyrir tólf árum.
Antoine og Helene byrjuðu saman fyrir tólf árum.
Eiginmaður konu sem féll í hryðjuverkaárásunum í tónleikahöllinni Bataclan í París á föstudag hefur birt myndband þar sem hann segist ekki að verða að óskum hryðjuverkamannanna og hata.

Antoine Leiris, eiginmaður Helene Muyal-Leiris sem féll í árásinni, segir að þrátt fyrir að hafa misst eiginkonu sína í árásinni heiti hann því að ala „glaður og frjáls“ upp sautján mánaða gamlan son þeirra hjóna.

Hinn 35 ára Antoine og Helene byrjuðu saman fyrir tólf árum síðan og er með þau skilaboð til hryðjuverkamannanna að hann „muni ekki veita þeim þá gjöf að hata“.

Hjartnæm skilaboð Antoine hafa mikið verið dreifð á samfélagsmiðlum og má sjá þau að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×