Handbolti

Leó hafði betur gegn Tandra og Magnúsi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leó Snær Pétursson.
Leó Snær Pétursson. mynd/hk malmö
Það var mikill Íslendingaslagur í sænska handboltanum í kvöld þegar Ricoh HK fékk HK Malmö í heimsókn.

Leó Snær Pétursson og félagar í Malmö unnu þá öruggan útisigur, 24-27, á liði Tandra Más Konráðssonar og Magnúsar Óla Magnússonar.

Leó komst ekki á blað fyrir Malmö og Magnús Óli skoraði ekki heldur fyrir Ricoh. Tandri Már var aftur á móti öflugur en hann skoraði fimm mörk í tíu skotum.

Með sigrinum komst Malmö upp í sjötta sæti deildarinnar en Ricoh er áfram í tólfta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×