Mjölnismenn með fjóra sigra á fyrsta degi Evrópumótsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. nóvember 2015 22:15 Bjarki Ómarsson fagnar sigri. Kjartan Páll Sæmundsson. Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar eru skráðir til leiks og fór fyrsti keppnisdagurinn fram í dag. Íslendingarnir koma öll úr röðum Mjölnis en fimm þeirra kepptu í dag. Mótið er með útsláttarfyrirkomulagi og fór fyrsta umferð fram í dag. Óhætt er að segja að uppskera dagsins hafi verið afar góð en fjórir Íslendingar eru komnir áfram. Nafnarnir Bjarki Ómarsson og Bjarki Þór Pálsson sigruðu báðir sína bardaga með „rear naked choke“ hengingu í 2. lotu.Egill Øydvin Hjördísarson var aðeins 49 sekúndur að sigra andstæðinginn sinn með „D’arce“ hengingu. Hann sigraði sinn síðasta bardaga á aðeins sjö sekúndum og því hafa síðustu tveir bardagar hans verið samanlagt undir einni mínútu.Bjartur Guðlaugsson var að keppa sinn fyrsta bardaga í MMA og sigraði eftir klofna dómaraákvörðun. Síðastur af Íslendingunum var Hrólfur Ólafsson en hann tapaði eftir klofna dómarákvörðun og er því dottinn úr leik. Bardaginn var gríðarlega jafn og töldu margir að Hrólfur hefði átt að fá sigurinn dæmdan sér í vil. Þeir Bjarki, Bjarki Þór, Egill og Bjartur keppa því aftur á morgun. Þau Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Pétur Jóhannes Óskarsson og Inga Birna Ársælsdóttir sátu hjá í dag en munu keppa á morgun. Það verða því sjö Íslendingar í eldlínunni á morgun. Nánari lýsingu á bardögunum má finna á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira
Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar eru skráðir til leiks og fór fyrsti keppnisdagurinn fram í dag. Íslendingarnir koma öll úr röðum Mjölnis en fimm þeirra kepptu í dag. Mótið er með útsláttarfyrirkomulagi og fór fyrsta umferð fram í dag. Óhætt er að segja að uppskera dagsins hafi verið afar góð en fjórir Íslendingar eru komnir áfram. Nafnarnir Bjarki Ómarsson og Bjarki Þór Pálsson sigruðu báðir sína bardaga með „rear naked choke“ hengingu í 2. lotu.Egill Øydvin Hjördísarson var aðeins 49 sekúndur að sigra andstæðinginn sinn með „D’arce“ hengingu. Hann sigraði sinn síðasta bardaga á aðeins sjö sekúndum og því hafa síðustu tveir bardagar hans verið samanlagt undir einni mínútu.Bjartur Guðlaugsson var að keppa sinn fyrsta bardaga í MMA og sigraði eftir klofna dómaraákvörðun. Síðastur af Íslendingunum var Hrólfur Ólafsson en hann tapaði eftir klofna dómarákvörðun og er því dottinn úr leik. Bardaginn var gríðarlega jafn og töldu margir að Hrólfur hefði átt að fá sigurinn dæmdan sér í vil. Þeir Bjarki, Bjarki Þór, Egill og Bjartur keppa því aftur á morgun. Þau Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Pétur Jóhannes Óskarsson og Inga Birna Ársælsdóttir sátu hjá í dag en munu keppa á morgun. Það verða því sjö Íslendingar í eldlínunni á morgun. Nánari lýsingu á bardögunum má finna á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira
Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45