Passa sig Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Það er mikil frjósemi í kringum mig þessa dagana og liggur við að önnur hver kona nálægt mér sé ólétt eða nýbúin að eiga. Ég á 50% í einu þessara væntanlegu barna og er því eðlilega með þetta svolítið á heilanum. Og það er alveg ótrúlegt hvað margir eru enn ekki búnir að læra af ótal sjónvarpsþáttum, bíómyndum og munnmælasögum, sem segja frá gasprandi fábjánum sem segja eitthvað óviðeigandi við óléttar konur og uppskera þannig fyrirlitningu allra nærstaddra. Þegar þú segir óléttri konu að hún sé nú „komin með svakalega kúlu“ heyrir hún: „Það er eins og þú hafir gleypt strandbolta.“ Þegar þú segir óléttri konu að þú hafir haldið að hún væri nú „komin aðeins lengra“ heyrir hún: „Þú lítur út eins og Meat Loaf, ef hann væri nýbúinn að gleypa Gaua litla.“ Það er nóg annað hægt að tala um. Veðrið, ríkisstjórnina, ástandið í Mið-Austurlöndum. Já, eða bara um barnið sem er á leiðinni frekar en að ólétta konan uppfylli nú ekki ströngustu kröfur veruleikafirrts samfélagsins um útlitslega fullkomnun. Það er aldrei gott umræðuefni. Og þó hún láti eins og henni finnist það allt í lagi, þá eru töluverðar líkur á að hún sé að feika það til að vera ekki dónaleg, þó að þú hafir hér um bil líkt henni við skemmtiferðaskip. Með þessu er ég ekki að segja að óléttar konur séu vesalingar sem eigi að pakka inn í bómull og halda fjarri umheiminum fram yfir meðgöngu. En bara að hugsa áður en maður talar. Bráðum munu þær þurfa að nota alla sína uppsöfnuðu hörku til að þrýsta hlut á stærð við amerískan fótbolta út um líkamsop litlu stærra en nasirnar á þér. Þá var nú gott að þær eyddu ekki hluta af henni í að segja þér að hoppa upp í rassgatið á þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun
Það er mikil frjósemi í kringum mig þessa dagana og liggur við að önnur hver kona nálægt mér sé ólétt eða nýbúin að eiga. Ég á 50% í einu þessara væntanlegu barna og er því eðlilega með þetta svolítið á heilanum. Og það er alveg ótrúlegt hvað margir eru enn ekki búnir að læra af ótal sjónvarpsþáttum, bíómyndum og munnmælasögum, sem segja frá gasprandi fábjánum sem segja eitthvað óviðeigandi við óléttar konur og uppskera þannig fyrirlitningu allra nærstaddra. Þegar þú segir óléttri konu að hún sé nú „komin með svakalega kúlu“ heyrir hún: „Það er eins og þú hafir gleypt strandbolta.“ Þegar þú segir óléttri konu að þú hafir haldið að hún væri nú „komin aðeins lengra“ heyrir hún: „Þú lítur út eins og Meat Loaf, ef hann væri nýbúinn að gleypa Gaua litla.“ Það er nóg annað hægt að tala um. Veðrið, ríkisstjórnina, ástandið í Mið-Austurlöndum. Já, eða bara um barnið sem er á leiðinni frekar en að ólétta konan uppfylli nú ekki ströngustu kröfur veruleikafirrts samfélagsins um útlitslega fullkomnun. Það er aldrei gott umræðuefni. Og þó hún láti eins og henni finnist það allt í lagi, þá eru töluverðar líkur á að hún sé að feika það til að vera ekki dónaleg, þó að þú hafir hér um bil líkt henni við skemmtiferðaskip. Með þessu er ég ekki að segja að óléttar konur séu vesalingar sem eigi að pakka inn í bómull og halda fjarri umheiminum fram yfir meðgöngu. En bara að hugsa áður en maður talar. Bráðum munu þær þurfa að nota alla sína uppsöfnuðu hörku til að þrýsta hlut á stærð við amerískan fótbolta út um líkamsop litlu stærra en nasirnar á þér. Þá var nú gott að þær eyddu ekki hluta af henni í að segja þér að hoppa upp í rassgatið á þér.