Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. nóvember 2015 23:23 Frá því í upphafi ársins hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um tæplega helming. Þrátt fyrir það gætir áhrifa þess ekki á götum Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu, þrátt fyrir að vörur tengdar olíuiðnaðinum séu um níutíu prósent þeirra vara sem landið flytur út.Það er engin tilviljun en Al Saud fjölskyldan, sem fer með völdin í landinu, hefur gripið til þess ráðs að deila fé úr olíusjóðum landsins með almenningi til að halda hjólum hagkerfisins á fullu stími. Í nágrannalöndum landsins hafa íbúar látið óánægju sína með stjórnvöld í ljós og hefur það birst í Arabíska vorinu svokallaða. Mótmæli tengd þeim hafa átt sér stað í Sádi-Arabíu en þau hafa verið fátíð. Bylgjan olli því til að mynda að í Túnis, Jemen og Egyptalandi þurftu stjórnvöld að víkja og í Sýrlandi og Líbýu fóru af stað borgarastyrjaldir. Hagfræðingar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa reiknað út að haldi eyðsla Sáda áfram á þessum hraða muni varasjóðir landsins tæmast á fimm árum. Í síðustu viku lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s ríkið niður í A+ flokk, þann fimmta hæsta, í kjölfar stöðunnar sem upp er komin. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að greiða öllum ríkisstarfsmönnum bónus sem nemur um tvöföldum mánaðarlaunum. Verslun í landinu er um tíu prósentum meiri á árinu samanborið við sama tíma í fyrra en aðgerðirnar hafa kostað um 30 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur rúmum 3.844 milljörðum íslenskra króna. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um 48 leiðréttingar. Al Saud fjölskyldan hefur ráðið ríkjum í Sádi-Arabíu nær samfleitt frá 1744. Núverandi konungur, Salman Bin Abdulaziz, tók við í upphafi þessa árs í kjölfar þess hálfbróðir hans, Abdullah, lést. Tengdar fréttir Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30 Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Frá því í upphafi ársins hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um tæplega helming. Þrátt fyrir það gætir áhrifa þess ekki á götum Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu, þrátt fyrir að vörur tengdar olíuiðnaðinum séu um níutíu prósent þeirra vara sem landið flytur út.Það er engin tilviljun en Al Saud fjölskyldan, sem fer með völdin í landinu, hefur gripið til þess ráðs að deila fé úr olíusjóðum landsins með almenningi til að halda hjólum hagkerfisins á fullu stími. Í nágrannalöndum landsins hafa íbúar látið óánægju sína með stjórnvöld í ljós og hefur það birst í Arabíska vorinu svokallaða. Mótmæli tengd þeim hafa átt sér stað í Sádi-Arabíu en þau hafa verið fátíð. Bylgjan olli því til að mynda að í Túnis, Jemen og Egyptalandi þurftu stjórnvöld að víkja og í Sýrlandi og Líbýu fóru af stað borgarastyrjaldir. Hagfræðingar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa reiknað út að haldi eyðsla Sáda áfram á þessum hraða muni varasjóðir landsins tæmast á fimm árum. Í síðustu viku lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s ríkið niður í A+ flokk, þann fimmta hæsta, í kjölfar stöðunnar sem upp er komin. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að greiða öllum ríkisstarfsmönnum bónus sem nemur um tvöföldum mánaðarlaunum. Verslun í landinu er um tíu prósentum meiri á árinu samanborið við sama tíma í fyrra en aðgerðirnar hafa kostað um 30 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur rúmum 3.844 milljörðum íslenskra króna. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um 48 leiðréttingar. Al Saud fjölskyldan hefur ráðið ríkjum í Sádi-Arabíu nær samfleitt frá 1744. Núverandi konungur, Salman Bin Abdulaziz, tók við í upphafi þessa árs í kjölfar þess hálfbróðir hans, Abdullah, lést.
Tengdar fréttir Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30 Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30
Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58