KR-ingar lentu í stökustu vandræðum með hinn hávaxna Tryggva Snæ Hlinason, leikmann Þórs, sem er aðeins átján ára gamall. Tryggvi Snær skoraði 20 stig í leiknum og tók 14 fráköst.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi frá Þór var gríðarleg stemning í íþróttahöllinni á Akureyri og var allt á suðupunkti þegar heimamenn héldu í sókn á lokamínútunni, einu stigi undir.
KR-ingar unnu þó boltann og komust á vítalínuna, þar sem þeir kláruðu leikinn.