Handbolti

Henrikarnir ekki með til Osló

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur fær að öskra á sína menn næstu daga.
Guðmundur fær að öskra á sína menn næstu daga. vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Danmerkur, verður án tveggja fastamanna í Gulldeildinni sem fram fer í Osló um næstu helgi. Þá spila Danir við Ísland, Frakkland og Noreg.

Nafnarnir Henrik Möllgaard og Henrik Toft Hansen hafa boðað forföll hjá danska hópnum. Í þeirra stað voru valdir Simon Hald Jensen frá Álaborg og Alexander Lynggard sem spilar með Arnóri Atlasyni hjá St. Raphael.

Morten Olsen getur heldur ekki spilað og ungstirni KIF Kolding, Lasse Andersson, fær því tækifæri en hann hefur farið á kostum í Meistaradeildinni í vetur.

Hópurinn:

Markverðir:

Niklas Landin (THW Kiel), Jannick Green (SC Magdeburg), Kevin Møller (SG Flensburg-Handewitt)

Aðrir leikmenn:

Casper U. Mortensen (HSV Hamburg), Anders Eggert (SG Flensburg-Handewitt), Lasse Svan Hansen (SG Flensburg-Handewitt), Hans Lindberg (HSV Hamburg), Jesper Nøddesbo (FC Barcelona), Rene Toft Hansen (THW Kiel), Simon Hald Jensen (Aalborg), Mads Christiansen (Bjerringbro-Silkeborg), Mads Mensah Larsen (Rhein-Neckar Löwen), Rasmus Lauge Schmidt (SG Flensburg-Handewitt), Peter Balling (Team Tvis Holstebro), Alexander Lynggaard (St. Raphael), Mikkel Hansen (PSG Paris), Lasse Andersson (KIF Kolding Kopenhagen), Michael Damgaard Nielsen (SC Magdeburg).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×