Handbolti

Erlingur: Verð að fá ungu mennina á æfingar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Þýska blaðið Bild slær því upp að þeir Erlingur Richardsson, þjálfari Füchse Berlin, og Bob Hanning, framkvæmdastjóri, séu ekki á einu máli um hvernig nota eigi unga leikmenn félagsins.

Füchse Berlin hefur spilað fimm leiki í röð án sigurs í deild og bikar en liðið er í 8. sæti í deildinni með þrettán stig af 22 mögulegum.

Meiðsli hafa herjað á lykilmenn Füchse Berlin sem hefur gert Erlingi erfitt fyrir á hans fyrsta tímabili í þýsku höfuðborginni.

„Við ættum að íhuga að gefa ungu leikmönnunum fleiri mínútur því þeir reyndari þurfa að taka sér hlé inn á milli,“ er haft eftir Hanning í fréttinni.

Erlingur segir hins vegar að það sé erfitt að nota leikmenn sem fá sjaldan tækifæri að æfa með aðalliðinu, líkt og er tilfellið með ungu leikmennina.

„Ég þarf að fá tilfinningu fyrir leikmönnunum. Það er erfitt ef ég sé þá ekki á æfingum,“ var haft eftir Erlingi. Ungu leikmennirnir, að minnsta kosti þeir þýsku, eiga erfitt með að æfa með aðalliðinu þar sem þeir eru þá í skóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×