Ledfoot spilar á tónleikum í kvöld: Skapaði sína eigin tegund tónlistar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. nóvember 2015 11:00 Hér má sjá Ledfoot. Hann heldur tónleika á Gamla Gauknum í kvöld. Mynd/Janette Beckman Hinn bandaríski Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot, er staddur hér á landinu í þeim tilgangi að halda tónleika. Þetta er í þriðja sinn sem þessi færi tónlistarmaður leikur hér á landi, síðast lék hann á Secret Solstice. Ledfoot hefur verið lengi í bransanum, er þaulreyndur tónlistarmaður. Hann er alinn upp víða Bandaríkin. „Við þurftum að flytja mikið þegar ég var yngri. Ég held að ég hafi farið í um 25 grunnskóla og búið í alltof mörgum fylkjum. Ég á eiginlega engan stað í Bandaríkjunum sem ég kalla „heima“, nema kannski Tampa í Flórída, þar sem amma mín og afi bjuggu.“ Ledfoot hefur verið í tónlistarbransanum í áraraðir.Hann byrjaði á því að læra á banjó og notar tæknina þaðan til þess að bæta gítarleik sinn. Hann leikur á sérsmíðaða gítara, tólfstrengja með sérstökum strengjum. Hér má sjá umfjöllun um Ledfoot í Rolling Stone. „Ég hef verið í þessum bransa lengi og einsetti mér það að skapa mína eigin tónlistartegund,“ útskýrir Ledfoot. Tónlistin sem hann leikur er kölluð Gothic Blues. Tónlist hans er magnþrungin og stundum svolítið ögrandi, kannski í stíl við hann sjálfan. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem ljósmyndarinn Janette Beckman tók er Ledfoot frekar óhefðbundinn í útlit. Hann gerir sér grein fyrir þessu. „Þegar ég fer með börnin mín á leikskólann eða skólann er ég stundum með svart naglalakk og málningu framan í mér, frá kvöldinu áður. En fólkið þar þekkir mig og veit að þetta er bara svipað og ef verkamaður mætti með hjálminn sinn,“ segir hann og hlær. Sjá einnig: Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Ledfoot er búsettur í Noregi og á fjögur börn. „Það er kalt í Noregi, en annars er lífið gott. Ég bý þar fyrir börnin mín,“ útskýrir hann. Ítarlegra viðtal við hann birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og fara fram á Gamla Gauknum. Hægt er að fá miða á Midi.is. Tengdar fréttir Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30 Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk eftir „Vík í Gírdal“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hinn bandaríski Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot, er staddur hér á landinu í þeim tilgangi að halda tónleika. Þetta er í þriðja sinn sem þessi færi tónlistarmaður leikur hér á landi, síðast lék hann á Secret Solstice. Ledfoot hefur verið lengi í bransanum, er þaulreyndur tónlistarmaður. Hann er alinn upp víða Bandaríkin. „Við þurftum að flytja mikið þegar ég var yngri. Ég held að ég hafi farið í um 25 grunnskóla og búið í alltof mörgum fylkjum. Ég á eiginlega engan stað í Bandaríkjunum sem ég kalla „heima“, nema kannski Tampa í Flórída, þar sem amma mín og afi bjuggu.“ Ledfoot hefur verið í tónlistarbransanum í áraraðir.Hann byrjaði á því að læra á banjó og notar tæknina þaðan til þess að bæta gítarleik sinn. Hann leikur á sérsmíðaða gítara, tólfstrengja með sérstökum strengjum. Hér má sjá umfjöllun um Ledfoot í Rolling Stone. „Ég hef verið í þessum bransa lengi og einsetti mér það að skapa mína eigin tónlistartegund,“ útskýrir Ledfoot. Tónlistin sem hann leikur er kölluð Gothic Blues. Tónlist hans er magnþrungin og stundum svolítið ögrandi, kannski í stíl við hann sjálfan. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem ljósmyndarinn Janette Beckman tók er Ledfoot frekar óhefðbundinn í útlit. Hann gerir sér grein fyrir þessu. „Þegar ég fer með börnin mín á leikskólann eða skólann er ég stundum með svart naglalakk og málningu framan í mér, frá kvöldinu áður. En fólkið þar þekkir mig og veit að þetta er bara svipað og ef verkamaður mætti með hjálminn sinn,“ segir hann og hlær. Sjá einnig: Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Ledfoot er búsettur í Noregi og á fjögur börn. „Það er kalt í Noregi, en annars er lífið gott. Ég bý þar fyrir börnin mín,“ útskýrir hann. Ítarlegra viðtal við hann birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og fara fram á Gamla Gauknum. Hægt er að fá miða á Midi.is.
Tengdar fréttir Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30 Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk eftir „Vík í Gírdal“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30
Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30