Manchester City áfram í 16 liða úrslitin | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 21:45 Raheem Sterling fagnar marki í kvöld. Vísir/EPA Manchester City tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-1 útisigur á Sevilla í kvöld. City-liðið hefur oft verið í vandræðum í Meistaradeildinni en nú er það hinsvegar fyrsta liðið ásamt Real Madrid til þess að tryggja sig inn í sextán liða úrslitin. Manchester City hefur sex stiga forskot á Sevilla og verður alltaf ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Jafntefli Juventus og Borussia Mönchengladbach sá til þess að þýska liðið getur heldur ekki náð City. Manchester City skoraði öll þrjú mörkin sín í leiknum á fyrstu 36 mínútum leiksins. Raheem Sterling kom Manchester City yfir strax á áttundu mínútu leiksins þegar hann fékk frábæra sendingu inn í teiginn frá Fernandinho. Sterling varð um leið yngsti markaskorari City-liðsins í Meistaradeildinni eða aðeins 20 ára og 330 daga. Það liðu bara þrjár mínútur þar til að Fernandinho var búinn að skora sjálfur en Raheem Sterling spilaði þá Wilfried Bony fríann og Fernandinho fylgdi á eftir skoti Bony sem var varið. Manchester City hafði mikla yfirburði á upphafsmínútunum leiksins og Jesús Navas átti skot sem Rica varði í stöngina og út á 13. mínútu. Það stefndi því allt í stórsigur gestanna en Sevilla menn vöknuðu af værum blundi og fóru að ógna meira. Benoit Trémoulinas minnkaði muninn í 2-1 á 25. mínútu með skalla af stuttu færi eftir laglega sókn og frábæran undirbúning hjá Coke. Heimamenn fengu frábært færi til að jafna metin áður en Wilfried Bony komo City-liðinu í 3-1 á 36. mínútu eftir flottan undirbúning frá Jesús Navas, sem spilaði í tíu ár með Sevilla. Raheem Sterling var í feiknaformi í kvöld og lagði upp færi fyrir bæði Fernandinho og Wilfried Bony á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Manchester City fékk fleiri færi til þess að gulltryggja sigurinn sem var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum.Raheem Sterling kemur City í 1-0 Fernandinho skorar fyrir Manchester City Sevilla minnkar muninn í 2-1 á móti Man. City Wilfried Bony skorar þriðja mark City Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Manchester City tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-1 útisigur á Sevilla í kvöld. City-liðið hefur oft verið í vandræðum í Meistaradeildinni en nú er það hinsvegar fyrsta liðið ásamt Real Madrid til þess að tryggja sig inn í sextán liða úrslitin. Manchester City hefur sex stiga forskot á Sevilla og verður alltaf ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Jafntefli Juventus og Borussia Mönchengladbach sá til þess að þýska liðið getur heldur ekki náð City. Manchester City skoraði öll þrjú mörkin sín í leiknum á fyrstu 36 mínútum leiksins. Raheem Sterling kom Manchester City yfir strax á áttundu mínútu leiksins þegar hann fékk frábæra sendingu inn í teiginn frá Fernandinho. Sterling varð um leið yngsti markaskorari City-liðsins í Meistaradeildinni eða aðeins 20 ára og 330 daga. Það liðu bara þrjár mínútur þar til að Fernandinho var búinn að skora sjálfur en Raheem Sterling spilaði þá Wilfried Bony fríann og Fernandinho fylgdi á eftir skoti Bony sem var varið. Manchester City hafði mikla yfirburði á upphafsmínútunum leiksins og Jesús Navas átti skot sem Rica varði í stöngina og út á 13. mínútu. Það stefndi því allt í stórsigur gestanna en Sevilla menn vöknuðu af værum blundi og fóru að ógna meira. Benoit Trémoulinas minnkaði muninn í 2-1 á 25. mínútu með skalla af stuttu færi eftir laglega sókn og frábæran undirbúning hjá Coke. Heimamenn fengu frábært færi til að jafna metin áður en Wilfried Bony komo City-liðinu í 3-1 á 36. mínútu eftir flottan undirbúning frá Jesús Navas, sem spilaði í tíu ár með Sevilla. Raheem Sterling var í feiknaformi í kvöld og lagði upp færi fyrir bæði Fernandinho og Wilfried Bony á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Manchester City fékk fleiri færi til þess að gulltryggja sigurinn sem var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum.Raheem Sterling kemur City í 1-0 Fernandinho skorar fyrir Manchester City Sevilla minnkar muninn í 2-1 á móti Man. City Wilfried Bony skorar þriðja mark City
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira