Manchester City áfram í 16 liða úrslitin | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 21:45 Raheem Sterling fagnar marki í kvöld. Vísir/EPA Manchester City tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-1 útisigur á Sevilla í kvöld. City-liðið hefur oft verið í vandræðum í Meistaradeildinni en nú er það hinsvegar fyrsta liðið ásamt Real Madrid til þess að tryggja sig inn í sextán liða úrslitin. Manchester City hefur sex stiga forskot á Sevilla og verður alltaf ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Jafntefli Juventus og Borussia Mönchengladbach sá til þess að þýska liðið getur heldur ekki náð City. Manchester City skoraði öll þrjú mörkin sín í leiknum á fyrstu 36 mínútum leiksins. Raheem Sterling kom Manchester City yfir strax á áttundu mínútu leiksins þegar hann fékk frábæra sendingu inn í teiginn frá Fernandinho. Sterling varð um leið yngsti markaskorari City-liðsins í Meistaradeildinni eða aðeins 20 ára og 330 daga. Það liðu bara þrjár mínútur þar til að Fernandinho var búinn að skora sjálfur en Raheem Sterling spilaði þá Wilfried Bony fríann og Fernandinho fylgdi á eftir skoti Bony sem var varið. Manchester City hafði mikla yfirburði á upphafsmínútunum leiksins og Jesús Navas átti skot sem Rica varði í stöngina og út á 13. mínútu. Það stefndi því allt í stórsigur gestanna en Sevilla menn vöknuðu af værum blundi og fóru að ógna meira. Benoit Trémoulinas minnkaði muninn í 2-1 á 25. mínútu með skalla af stuttu færi eftir laglega sókn og frábæran undirbúning hjá Coke. Heimamenn fengu frábært færi til að jafna metin áður en Wilfried Bony komo City-liðinu í 3-1 á 36. mínútu eftir flottan undirbúning frá Jesús Navas, sem spilaði í tíu ár með Sevilla. Raheem Sterling var í feiknaformi í kvöld og lagði upp færi fyrir bæði Fernandinho og Wilfried Bony á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Manchester City fékk fleiri færi til þess að gulltryggja sigurinn sem var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum.Raheem Sterling kemur City í 1-0 Fernandinho skorar fyrir Manchester City Sevilla minnkar muninn í 2-1 á móti Man. City Wilfried Bony skorar þriðja mark City Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Manchester City tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-1 útisigur á Sevilla í kvöld. City-liðið hefur oft verið í vandræðum í Meistaradeildinni en nú er það hinsvegar fyrsta liðið ásamt Real Madrid til þess að tryggja sig inn í sextán liða úrslitin. Manchester City hefur sex stiga forskot á Sevilla og verður alltaf ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Jafntefli Juventus og Borussia Mönchengladbach sá til þess að þýska liðið getur heldur ekki náð City. Manchester City skoraði öll þrjú mörkin sín í leiknum á fyrstu 36 mínútum leiksins. Raheem Sterling kom Manchester City yfir strax á áttundu mínútu leiksins þegar hann fékk frábæra sendingu inn í teiginn frá Fernandinho. Sterling varð um leið yngsti markaskorari City-liðsins í Meistaradeildinni eða aðeins 20 ára og 330 daga. Það liðu bara þrjár mínútur þar til að Fernandinho var búinn að skora sjálfur en Raheem Sterling spilaði þá Wilfried Bony fríann og Fernandinho fylgdi á eftir skoti Bony sem var varið. Manchester City hafði mikla yfirburði á upphafsmínútunum leiksins og Jesús Navas átti skot sem Rica varði í stöngina og út á 13. mínútu. Það stefndi því allt í stórsigur gestanna en Sevilla menn vöknuðu af værum blundi og fóru að ógna meira. Benoit Trémoulinas minnkaði muninn í 2-1 á 25. mínútu með skalla af stuttu færi eftir laglega sókn og frábæran undirbúning hjá Coke. Heimamenn fengu frábært færi til að jafna metin áður en Wilfried Bony komo City-liðinu í 3-1 á 36. mínútu eftir flottan undirbúning frá Jesús Navas, sem spilaði í tíu ár með Sevilla. Raheem Sterling var í feiknaformi í kvöld og lagði upp færi fyrir bæði Fernandinho og Wilfried Bony á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Manchester City fékk fleiri færi til þess að gulltryggja sigurinn sem var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum.Raheem Sterling kemur City í 1-0 Fernandinho skorar fyrir Manchester City Sevilla minnkar muninn í 2-1 á móti Man. City Wilfried Bony skorar þriðja mark City
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira