Vill meira en milljón dollara í bætur frá Nike vegna fótbrots á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 15:11 Úr myndbandi fyrir #RunViking. Bandarísk kona hefur höfðað mál á hendur íþróttavörurisanum Nike vegna þess að hún fótbrotnaði í utanvegahlaupi á Íslandi í nóvember 2013. Konan, Kate Martini Freeman, fer fram á 1,3 milljónir dollara í bætur en hún var á meðal sigurvegara í keppni sem Nike stóð fyrir á Twitter og í gegnum appið Nike+. Verðlaunin voru að taka þátt í hlaupinu á Íslandi en Nike hélt þrjú hlaup hér á landi í nóvember 2013 í tengslum við markaðsátakið #RunViking. Vinningshafarnir máttu aðeins nota búnað, fatnað og skó frá Nike en Freeman vill meina að hlaupið hafi verið illa skipulagt, aðstæður hættulegar og búnaðurinn sem boðið var upp á frá Nike ekki nægilega öruggur. Greint er frá málinu á vefnum Oregon Live sem hefur eftir lögmanni Freeman að hlaupið hefði verið mun öruggara ef keppendum hefði verið leyft að nota annan búnað en bara frá Nike, til dæmis göngustafi og GPS-tæki. Þrír aðilar eru nefndir í stefnunni, þar á meðal Inga Dagmar Karlsdóttir sem starfar sem hlaupaleiðsögumaður hjá Arctic Running. Nike réð Arctic Running til þess að koma að skipulagningu hlaupsins og var Inga á meðal leiðsögumanna í því. Þegar Vísir náði tali af Ingu vildi hún lítið tjá sig um málið enda kveðst hún ekkert vita um stefnuna þar sem enginn hafi haft samband við hana. Inga staðfestir þó að konan hafi fótbrotnað og hún ásamt fleirum hlúð að henni og fylgt henni á bráðamóttöku þar sem hún gekkst undir aðgerð. Konan hélt svo af landi brott daginn eftir. Inga segist ekki vita hvers vegna hún er nafngreind í stefnunni en rétt er að árétta að hvorki henni né Arctic Running er stefnt vegna málsins heldur einungis Nike. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandarísk kona hefur höfðað mál á hendur íþróttavörurisanum Nike vegna þess að hún fótbrotnaði í utanvegahlaupi á Íslandi í nóvember 2013. Konan, Kate Martini Freeman, fer fram á 1,3 milljónir dollara í bætur en hún var á meðal sigurvegara í keppni sem Nike stóð fyrir á Twitter og í gegnum appið Nike+. Verðlaunin voru að taka þátt í hlaupinu á Íslandi en Nike hélt þrjú hlaup hér á landi í nóvember 2013 í tengslum við markaðsátakið #RunViking. Vinningshafarnir máttu aðeins nota búnað, fatnað og skó frá Nike en Freeman vill meina að hlaupið hafi verið illa skipulagt, aðstæður hættulegar og búnaðurinn sem boðið var upp á frá Nike ekki nægilega öruggur. Greint er frá málinu á vefnum Oregon Live sem hefur eftir lögmanni Freeman að hlaupið hefði verið mun öruggara ef keppendum hefði verið leyft að nota annan búnað en bara frá Nike, til dæmis göngustafi og GPS-tæki. Þrír aðilar eru nefndir í stefnunni, þar á meðal Inga Dagmar Karlsdóttir sem starfar sem hlaupaleiðsögumaður hjá Arctic Running. Nike réð Arctic Running til þess að koma að skipulagningu hlaupsins og var Inga á meðal leiðsögumanna í því. Þegar Vísir náði tali af Ingu vildi hún lítið tjá sig um málið enda kveðst hún ekkert vita um stefnuna þar sem enginn hafi haft samband við hana. Inga staðfestir þó að konan hafi fótbrotnað og hún ásamt fleirum hlúð að henni og fylgt henni á bráðamóttöku þar sem hún gekkst undir aðgerð. Konan hélt svo af landi brott daginn eftir. Inga segist ekki vita hvers vegna hún er nafngreind í stefnunni en rétt er að árétta að hvorki henni né Arctic Running er stefnt vegna málsins heldur einungis Nike.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira