Handbolti

Alfreð nælir í þýskan landsliðsmarkvörð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andreas Wolff.
Andreas Wolff. vísir/getty
Þýska liðið Kiel hefur samið við markvörðinn Andreas Wolff en hann kemur samt ekki til liðsins fyrr en eftir eitt og hálft ár.

Hinn 24 ára gamli Wolff er á mála hjá Wetzlar og er kominn í þýska landsliðið hjá Degi Sigurðssyni.

Það er engin nýlunda í handboltaheiminum að leikmenn semji svona fram í tímann. Er Wolff kemur loksins til Kiel þá verður hann þar hið minnsta í þrjú ár.

„Andreas Wolff hefur verið mjög stöðugur í markinu hjá Wetzlar og landsliðinu. Við erum sannfærðir um að hann geti tekið skref fram á við hjá okkur. Þetta er framtíðarmarkvörður landsliðsins," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×