Þvílík Bondbrigði Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2015 15:15 Um er að ræða fjórðu mynd Daniel Craig sem James Bond. Nýjasta kvikmyndin um ofurnjósnarann James Bond, Spectre, sker sig úr frá hinum þremur myndunum sem Daniel Craig hefur leikið í. Með fyrstu mynd Daniel Craig, Casino Royale, var James Bond færður nær nútímanum. Hann var dekkri en Bond hafði áður sést og hefur það fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Í Spectre er reynt að blanda þessum nýja Bond saman við eldri útfærslur af honum, en í senn halda í alvarleikann. Það einfaldlega nær ekki að ganga upp. Myndin heldur áfram með söguþráðinn úr Casino Royale, Quantum of Solace og Skyfall. Hasarinn er alveg frábær en handritið virkar heldur slitrótt. Mikið er um klisjukennda brandara og undarleg atriði. Klisjukenndir brandarar eru þó eitthvað sem aðdáendur Bond eiga að vera vanir og þá sérstaklega þeir eldri. Þá hefði verið gaman að fara dýpra í sögu Spectre, sem hefði þó vart verið hægt þar sem myndin er tæplega tveir og hálfur tími að lengd.Flott hasaratriðiSkyfall er af mörgum talin vera besta af fjórum myndum Craig, þó auðvitað megi deila um það. Sam Mendes leikstýrði henni og sest nú aftur í leikstjórastólinn. Mendes kann hasaratriðin upp á tíu og eru þau stórglæsileg og skemmtileg í Spectre. Þá sérstaklega opnunaratriði myndarinnar sem gerist í Mexíkó á degi hinna dauðu. Fjölmargir grímuklæddir íbúar Mexíkóborgar gera þetta atriði ótrúlega flott. Þá var hljóðið í kvikmyndahúsinu stillt mjög hátt og gerði það upplifunina skemmtilegri. Sætin nötruðu þegar sprengingar urðu í myndinni.Léa Seydoux sem Madeleine Swann.Einn á báti, aftur Eitt þema Skyfall snerist um hvort Bond væri orðinn úreltur og hvort tölvur gætu leyst hann af hólmi. Því þema er haldið áfram í Spectre þegar „vondir“ stjórnmálamenn ætla að binda endi á 00-áætlunina og leysa hana af hólmi með stafrænum njósnum og drónum. James Bond þarf því að vinna einn á báti, aftur, til að varpa ljósi á glæpasamtök sem hulin eru skuggum og virðast hafa dreift öngum sínum víða. Christoph Waltz tekur einstaka spretti sem Franz Oberhauser, fjandmaður Bond. Því miður endar hann samt sem óáhugaverður fjandmaður, meðal annars vegna þess að aldrei reynist ljóst hverju hann ætlar að áorka með aðgerðum sínum. Bond konurnar svokölluðu þetta skiptið eru sálfræðingurinn Madeleine Swann, sem leikin er af Léu Seydoux, og Lucia, sem leikin er af Monicu Bellucci (Spoiler: Hann sængar hjá þeim báðum og í bæði skiptin rétt eftir að hafa banað mönnum).Niðurstaða: Þrátt fyrir flott og skemmtileg hasaratriði nær Spectre ekki flugi. Afturför karaktersins James Bond er ekki af hinu góða og framleiðendum myndarinnar mistókst að byggja á gæðum Skyfall. Auðvitað er þó um James Bond mynd að ræða sem lumar á földum demöntum og aðdáendur ættu ef til vill ekki að láta fram hjá sér fara. Bíó og sjónvarp James Bond Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Nýjasta kvikmyndin um ofurnjósnarann James Bond, Spectre, sker sig úr frá hinum þremur myndunum sem Daniel Craig hefur leikið í. Með fyrstu mynd Daniel Craig, Casino Royale, var James Bond færður nær nútímanum. Hann var dekkri en Bond hafði áður sést og hefur það fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Í Spectre er reynt að blanda þessum nýja Bond saman við eldri útfærslur af honum, en í senn halda í alvarleikann. Það einfaldlega nær ekki að ganga upp. Myndin heldur áfram með söguþráðinn úr Casino Royale, Quantum of Solace og Skyfall. Hasarinn er alveg frábær en handritið virkar heldur slitrótt. Mikið er um klisjukennda brandara og undarleg atriði. Klisjukenndir brandarar eru þó eitthvað sem aðdáendur Bond eiga að vera vanir og þá sérstaklega þeir eldri. Þá hefði verið gaman að fara dýpra í sögu Spectre, sem hefði þó vart verið hægt þar sem myndin er tæplega tveir og hálfur tími að lengd.Flott hasaratriðiSkyfall er af mörgum talin vera besta af fjórum myndum Craig, þó auðvitað megi deila um það. Sam Mendes leikstýrði henni og sest nú aftur í leikstjórastólinn. Mendes kann hasaratriðin upp á tíu og eru þau stórglæsileg og skemmtileg í Spectre. Þá sérstaklega opnunaratriði myndarinnar sem gerist í Mexíkó á degi hinna dauðu. Fjölmargir grímuklæddir íbúar Mexíkóborgar gera þetta atriði ótrúlega flott. Þá var hljóðið í kvikmyndahúsinu stillt mjög hátt og gerði það upplifunina skemmtilegri. Sætin nötruðu þegar sprengingar urðu í myndinni.Léa Seydoux sem Madeleine Swann.Einn á báti, aftur Eitt þema Skyfall snerist um hvort Bond væri orðinn úreltur og hvort tölvur gætu leyst hann af hólmi. Því þema er haldið áfram í Spectre þegar „vondir“ stjórnmálamenn ætla að binda endi á 00-áætlunina og leysa hana af hólmi með stafrænum njósnum og drónum. James Bond þarf því að vinna einn á báti, aftur, til að varpa ljósi á glæpasamtök sem hulin eru skuggum og virðast hafa dreift öngum sínum víða. Christoph Waltz tekur einstaka spretti sem Franz Oberhauser, fjandmaður Bond. Því miður endar hann samt sem óáhugaverður fjandmaður, meðal annars vegna þess að aldrei reynist ljóst hverju hann ætlar að áorka með aðgerðum sínum. Bond konurnar svokölluðu þetta skiptið eru sálfræðingurinn Madeleine Swann, sem leikin er af Léu Seydoux, og Lucia, sem leikin er af Monicu Bellucci (Spoiler: Hann sængar hjá þeim báðum og í bæði skiptin rétt eftir að hafa banað mönnum).Niðurstaða: Þrátt fyrir flott og skemmtileg hasaratriði nær Spectre ekki flugi. Afturför karaktersins James Bond er ekki af hinu góða og framleiðendum myndarinnar mistókst að byggja á gæðum Skyfall. Auðvitað er þó um James Bond mynd að ræða sem lumar á földum demöntum og aðdáendur ættu ef til vill ekki að láta fram hjá sér fara.
Bíó og sjónvarp James Bond Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira