Um er að ræða lifandi flutning á laginu DIM sem birtist fyrst á síðustu plötu Ylju sem heitir Commotion og koma út seint á síðasta ári.
Lagið er eftir Ylju og texti er eftir Kan X. DIM fjallar um þann raunveruleika að lifa lífi og upplifa ást sem samfélagið og/eða meirihlutinn samþykkir ekki né sættir sig við. Þá staðreynd að stundum virðist auðveldara að gefast upp á tilfinningum sínum en að berjast við kerfið og fá samþykki jafningjanna.
Ylja kemur víða fram á Airwaves nú í ár. Í kvöld spilar sveitin í Tjarnabíói klukkan 21.20. Á morgun kemur sveitin síðan fram á Slippbarnum klukkan 18.30 og í Fríkirkjunni klukkan 20. Á laugardaginn kemur hún síðan fram á Bryggjunni Brugghúsi klukkan 15.