Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2015 16:45 Aron Rafn varði frábærlega í seinni hálfleik. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Ísland hefur unnið báða leiki sína á mótinu til þessa en liðið lýkur leik gegn Dönum á morgun. Íslenska liðið spilaði virkilega vel í dag og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Frakkar leiddu með tveimur mörkum, 15-13, í hálfleik en í seinni hálfleik var íslenska vörnin frábær og Aron Rafn Eðvarðsson varði vel í markinu, alls 10 skot í seinni hálfleik. Rúnar Kárason, Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hver. Íslenska liðið spilaði mun betri varnarleik en gegn Norðmönnum á fimmtudaginn. Munurinn var hins vegar sá að markvarslan í fyrri hálfleiknum í leik dagsins var lítil sem engin en Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn vörðu samtals þrjú skot á fyrstu 30 mínútum leiksins. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel þótt Aron Pálmarsson væri ekki með miðið jafn vel stillt og á fimmtudaginn. Aron skoraði ekki í fyrri hálfleik en á móti kom að Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason fundu sig betur en gegn Noregi og skiluðu samtals fimm mörkum í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaup íslenska liðsins voru einnig beitt og þau skiluðu alls átta mörkum í dag. Frakkar voru jafnan fyrri til að skora í fyrri hálfleik en náðu aldrei meira en eins marks forystu fyrr en undir lok hálfleiksins en þá náðu þeir tvívegis tveggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var 15-13. Timothey N'Guessan skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og kom Frökkum í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-13, en hann var markahæstur í liði Frakka í dag með fimm mörk úr aðeins sex skotum. Íslenska liðið gafst þó ekki upp, skoraði sex af næstu átta mörkum leiksins og náði forystunni, 18-19. Aron skoraði þrjú þessara marka en hann var mjög heitur í upphafi seinni hálfleiks. Kentin Mahe jafnaði metin í 19-19 úr vítakasti en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði þrjú mörk í röð og komst þremur mörkum yfir, 19-22. Aronarnir tveir voru í aðalhlutverki á þessum kafla en Aron Rafn varði hvert skotið á fætur öðru fyrir aftan öfluga íslenska vörn sem fékk aðeins á sig átta mörk í seinni hálfleik. Guðmundur Hólmar Helgason og Tandri Már Konráðsson átti afbragðs leik í miðri íslensku vörninni en sá síðarnefndi skoraði einnig tvö mörk eftir hraðaupphlaup í sínum öðrum landsleik. Það var líka eins gott að vörn og markvarsla væru í lagi því sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði verulega undir lokin. Franska vörnin var sterk og þá kom Thierry Omeyer í markið en hann varði fjögur af þeim sex skotum sem hann fékk á sig undir lok leiksins. Omeyer getur verið ógnvekjandi í þessum ham en Rúnar var hvergi banginn. Þessi öfluga skytta fór mikinn undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk íslenska liðsins sem náði að landa frábærum sigri. Lokatölur 25-23, Íslandi í vil. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Ísland hefur unnið báða leiki sína á mótinu til þessa en liðið lýkur leik gegn Dönum á morgun. Íslenska liðið spilaði virkilega vel í dag og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Frakkar leiddu með tveimur mörkum, 15-13, í hálfleik en í seinni hálfleik var íslenska vörnin frábær og Aron Rafn Eðvarðsson varði vel í markinu, alls 10 skot í seinni hálfleik. Rúnar Kárason, Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hver. Íslenska liðið spilaði mun betri varnarleik en gegn Norðmönnum á fimmtudaginn. Munurinn var hins vegar sá að markvarslan í fyrri hálfleiknum í leik dagsins var lítil sem engin en Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn vörðu samtals þrjú skot á fyrstu 30 mínútum leiksins. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel þótt Aron Pálmarsson væri ekki með miðið jafn vel stillt og á fimmtudaginn. Aron skoraði ekki í fyrri hálfleik en á móti kom að Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason fundu sig betur en gegn Noregi og skiluðu samtals fimm mörkum í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaup íslenska liðsins voru einnig beitt og þau skiluðu alls átta mörkum í dag. Frakkar voru jafnan fyrri til að skora í fyrri hálfleik en náðu aldrei meira en eins marks forystu fyrr en undir lok hálfleiksins en þá náðu þeir tvívegis tveggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var 15-13. Timothey N'Guessan skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og kom Frökkum í fyrsta sinn þremur mörkum yfir, 16-13, en hann var markahæstur í liði Frakka í dag með fimm mörk úr aðeins sex skotum. Íslenska liðið gafst þó ekki upp, skoraði sex af næstu átta mörkum leiksins og náði forystunni, 18-19. Aron skoraði þrjú þessara marka en hann var mjög heitur í upphafi seinni hálfleiks. Kentin Mahe jafnaði metin í 19-19 úr vítakasti en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði þrjú mörk í röð og komst þremur mörkum yfir, 19-22. Aronarnir tveir voru í aðalhlutverki á þessum kafla en Aron Rafn varði hvert skotið á fætur öðru fyrir aftan öfluga íslenska vörn sem fékk aðeins á sig átta mörk í seinni hálfleik. Guðmundur Hólmar Helgason og Tandri Már Konráðsson átti afbragðs leik í miðri íslensku vörninni en sá síðarnefndi skoraði einnig tvö mörk eftir hraðaupphlaup í sínum öðrum landsleik. Það var líka eins gott að vörn og markvarsla væru í lagi því sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði verulega undir lokin. Franska vörnin var sterk og þá kom Thierry Omeyer í markið en hann varði fjögur af þeim sex skotum sem hann fékk á sig undir lok leiksins. Omeyer getur verið ógnvekjandi í þessum ham en Rúnar var hvergi banginn. Þessi öfluga skytta fór mikinn undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk íslenska liðsins sem náði að landa frábærum sigri. Lokatölur 25-23, Íslandi í vil.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira