Aron ánægður með hvernig Ólafur Stefánsson kemur inn í þjálfarateymið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 06:30 Aron Kristjánsson og Ólafur Stefánsson á æfingu íslenska liðsins fyrir Gullmótið í Noregi. Vísir/Anton Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð í öðru sæti í Gulldeildinni, fjögurra þjóða æfingamótinu í Ósló, sem lauk með úrslitaleik Íslendinga og Dana í gær. Íslenska handboltalandsliðið gerði góða hluti í fyrstu æfingaleikjum liðsins fyrir Evrópumótið í Pólland í janúar en íslensku strákarnir náðu silfurverðlaunum í Gulldeildinni, æfingamóti í Ósló, þar sem liðið vann endurkomusigur á Norðmönnum og flottan sigur á ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Lokaleikurinn gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans tapaðist reyndar með átta marka mun í gær en það er ljóst að Aron Kristjánsson gat verið ánægður með margt í leik liðsins. „Útkoman á þessu móti er fín þótt við séum ónægðir í dag með bæði byrjunina og endinn í Danaleiknum. Mótið í heild sinni er fínt og það er búin að vera góð vinna í vikunni. Nú tekur bara við gríðarlega mikil vinna fram að EM, bæði hjá leikmönnunum sjálfum og okkur sem erum að undirbúa okkur fyrir þessa mótherja,“ sagði Aron sem vill sjá leikmenn vinna vel í sínum málum. Íslenska liðið var augljóslega bensínlaust á móti Dönum í lokaleiknum í gær og það má ekki gerast á EM í Póllandi. „Leikmennirnir þurfa að passa upp á sig og koma sér í gríðarlega gott form því álagið verður mikið á Evrópumótinu,“ sagði Aron. Hann lítur svo á að íslenska landsliðið hafi eignast tvo nýja landsliðsmenn í þeim Tandra Má Konráðssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni sem komu óvænt inn í liðið og spiluðu saman í miðri vörninni. Árangurinn á mótinu er því enn athyglisverðari fyrir þær sakir að íslenska liðið tefldi fram þessum nýjum mönnum í vörninni. Íslenska liðið náði að vinna ríkjandi heimsmeistara í tíunda skipti í sögunni eins og kemur fram hér á síðunni. Það voru liðin þrjú ár síðan íslenska liðið vann heimsmeistarana síðast en það var eftirminnilegur sigur á Frökkum í riðlakeppni ÓL í London 2012. Strákarnir okkar hafa einnig unnið Vestur-Þjóðverja, Júgóslava, Króata og Þjóðverja á meðan þessar þjóðir hafa borið titilinn heimsmeistari í handbolta. Íslensku markverðirnir áttu báðir góða leiki í sigurleikjunum tveimur. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu á móti Norðmönnum og Aron Rafn Eðvarðsson varði mjög vel í seinni hálfleik á móti Frökkunum. Flottir seinni hálfleikir í báðum leikjum færðu íslenska liðinu góða sigra. Aron er ánægður með Ólaf Stefánsson, sem er kominn á fullt inn í þjálfarateymið með honum og Gunnari Magnússyni. „Það er frábært og teymið virkar frábærlega. Samvinna okkar þriggja þjálfaranna gengur mjög vel,“ sagði Aron sáttur með stöðu mála tveimur mánuðum fyrir EM. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð í öðru sæti í Gulldeildinni, fjögurra þjóða æfingamótinu í Ósló, sem lauk með úrslitaleik Íslendinga og Dana í gær. Íslenska handboltalandsliðið gerði góða hluti í fyrstu æfingaleikjum liðsins fyrir Evrópumótið í Pólland í janúar en íslensku strákarnir náðu silfurverðlaunum í Gulldeildinni, æfingamóti í Ósló, þar sem liðið vann endurkomusigur á Norðmönnum og flottan sigur á ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Lokaleikurinn gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans tapaðist reyndar með átta marka mun í gær en það er ljóst að Aron Kristjánsson gat verið ánægður með margt í leik liðsins. „Útkoman á þessu móti er fín þótt við séum ónægðir í dag með bæði byrjunina og endinn í Danaleiknum. Mótið í heild sinni er fínt og það er búin að vera góð vinna í vikunni. Nú tekur bara við gríðarlega mikil vinna fram að EM, bæði hjá leikmönnunum sjálfum og okkur sem erum að undirbúa okkur fyrir þessa mótherja,“ sagði Aron sem vill sjá leikmenn vinna vel í sínum málum. Íslenska liðið var augljóslega bensínlaust á móti Dönum í lokaleiknum í gær og það má ekki gerast á EM í Póllandi. „Leikmennirnir þurfa að passa upp á sig og koma sér í gríðarlega gott form því álagið verður mikið á Evrópumótinu,“ sagði Aron. Hann lítur svo á að íslenska landsliðið hafi eignast tvo nýja landsliðsmenn í þeim Tandra Má Konráðssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni sem komu óvænt inn í liðið og spiluðu saman í miðri vörninni. Árangurinn á mótinu er því enn athyglisverðari fyrir þær sakir að íslenska liðið tefldi fram þessum nýjum mönnum í vörninni. Íslenska liðið náði að vinna ríkjandi heimsmeistara í tíunda skipti í sögunni eins og kemur fram hér á síðunni. Það voru liðin þrjú ár síðan íslenska liðið vann heimsmeistarana síðast en það var eftirminnilegur sigur á Frökkum í riðlakeppni ÓL í London 2012. Strákarnir okkar hafa einnig unnið Vestur-Þjóðverja, Júgóslava, Króata og Þjóðverja á meðan þessar þjóðir hafa borið titilinn heimsmeistari í handbolta. Íslensku markverðirnir áttu báðir góða leiki í sigurleikjunum tveimur. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu á móti Norðmönnum og Aron Rafn Eðvarðsson varði mjög vel í seinni hálfleik á móti Frökkunum. Flottir seinni hálfleikir í báðum leikjum færðu íslenska liðinu góða sigra. Aron er ánægður með Ólaf Stefánsson, sem er kominn á fullt inn í þjálfarateymið með honum og Gunnari Magnússyni. „Það er frábært og teymið virkar frábærlega. Samvinna okkar þriggja þjálfaranna gengur mjög vel,“ sagði Aron sáttur með stöðu mála tveimur mánuðum fyrir EM.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15
Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13