Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið Svavar Hávarðsson skrifar 30. október 2015 06:00 Hlaupið er metið helmingi stærra en þau stærstu sem á undan því komu. vísir/vilhelm Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. „Skýr merki eru um stækkun ketilsins til vesturs, austurs og suðurs,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og bætir við að ástæður hins mjög svo stóra Skaftárhlaups liggi að mestu ljósar fyrir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur „Vatnsborð reis með venjulegum hætti fyrst eftir síðasta hlaup á undan, sem varð sumarið 2010. En frá og með 2011 var risið hægara en áður hefur sést og eftir 2013 hefur miðjan nánast ekkert risið. Ástæðan fyrir þessu virðist vera tilfærsla á jarðhitanum, einkum til suðausturs og e.t.v. til vesturs líka. Jarðhitinn virðist ekki hafa aukist að afli til, bara færst til,“ segir Magnús Tumi og bætir við að tilfærslan hafi valdið því að bráðnun var að mestu leyti við jaðra ketilsins svo hann víkkaði án þess að hækka. „Fyrir vikið safnast meira vatn fyrir og þegar hlaupið loks kom, var það stærra en áður hefur sést úr Skaftárkötlum. Við vitum ekki hvað veldur tilfærslu jarðhitans, en það er ekkert einsdæmi að hann taki breytingum, t.d. höfum við séð mun stærri breytingar í Grímsvötnum á síðustu 70 árum.“ Magnús Tumi, ásamt samstarfsmönnum, vinnur þessa dagana úr gögnum sem fengust í rannsóknarflugi með TF-FMS, flugvél Isavia, á mánudaginn var. Verið er að draga upp kort af katlinum út frá þeim gögnum sem þá söfnuðust þar sem lagt verður mat á rúmmálsbreytingar á katlinum. Spurður hvort þessar niðurstöður taki af allan vafa um að nýr taktur sé kominn til frambúðar í hlaup úr eystri Skaftárkatli, en hlaupið nú var alla vega helmingi stærra en flóðið á undan, árið 2010, segir Magnús: „Ef þessi þróun heldur áfram þá er líklegt að í framtíðinni verði stærri hlaup með lengra millibili. En það er engu hægt að slá föstu. Við eigum eftir að skoða þetta almennilega og bera saman við fleiri gögn, t.d. eru til íssjármælingar sem gerðar voru yfir ketilinn sem geta varpað betra ljósi á þessi mál,“ segir Magnús og vísar til gagna sem var safnað í vorferð Jöklarannsóknafélagsins í vor. Fréttir af flugi Hlaup í Skaftá Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. „Skýr merki eru um stækkun ketilsins til vesturs, austurs og suðurs,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og bætir við að ástæður hins mjög svo stóra Skaftárhlaups liggi að mestu ljósar fyrir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur „Vatnsborð reis með venjulegum hætti fyrst eftir síðasta hlaup á undan, sem varð sumarið 2010. En frá og með 2011 var risið hægara en áður hefur sést og eftir 2013 hefur miðjan nánast ekkert risið. Ástæðan fyrir þessu virðist vera tilfærsla á jarðhitanum, einkum til suðausturs og e.t.v. til vesturs líka. Jarðhitinn virðist ekki hafa aukist að afli til, bara færst til,“ segir Magnús Tumi og bætir við að tilfærslan hafi valdið því að bráðnun var að mestu leyti við jaðra ketilsins svo hann víkkaði án þess að hækka. „Fyrir vikið safnast meira vatn fyrir og þegar hlaupið loks kom, var það stærra en áður hefur sést úr Skaftárkötlum. Við vitum ekki hvað veldur tilfærslu jarðhitans, en það er ekkert einsdæmi að hann taki breytingum, t.d. höfum við séð mun stærri breytingar í Grímsvötnum á síðustu 70 árum.“ Magnús Tumi, ásamt samstarfsmönnum, vinnur þessa dagana úr gögnum sem fengust í rannsóknarflugi með TF-FMS, flugvél Isavia, á mánudaginn var. Verið er að draga upp kort af katlinum út frá þeim gögnum sem þá söfnuðust þar sem lagt verður mat á rúmmálsbreytingar á katlinum. Spurður hvort þessar niðurstöður taki af allan vafa um að nýr taktur sé kominn til frambúðar í hlaup úr eystri Skaftárkatli, en hlaupið nú var alla vega helmingi stærra en flóðið á undan, árið 2010, segir Magnús: „Ef þessi þróun heldur áfram þá er líklegt að í framtíðinni verði stærri hlaup með lengra millibili. En það er engu hægt að slá föstu. Við eigum eftir að skoða þetta almennilega og bera saman við fleiri gögn, t.d. eru til íssjármælingar sem gerðar voru yfir ketilinn sem geta varpað betra ljósi á þessi mál,“ segir Magnús og vísar til gagna sem var safnað í vorferð Jöklarannsóknafélagsins í vor.
Fréttir af flugi Hlaup í Skaftá Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira