Sonur þjálfarans fékk þriggja milljóna sekt fyrir að kasta púða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2015 09:00 Austin Rivers. Vísir/EPA Austin Rivers, bakvörður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta, fékk stóra sekt eftir framkomu sína í fyrsta leik tímabilsins og það þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar um leið. Austin Rivers, sem er sonur þjálfara Clippers-liðsins, Doc Rivers, missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar hlé var á leik Los Angeles Clippers og Sacramento Kings á miðvikudagskvöldið. Rivers kastaði sætispúða aftur fyrir sig og hann flaug lengst upp í stúku og lenti á einum áhorfenda. NBA ákvað að sekta leikmanninn um 25 þúsund dollara eða um 3,2 milljónir íslenskra króna. „Púðinn var léttur og hann flaug langt. Ég horfði ekki á hvert hann fór. Ég stóð síðan upp og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að gera þetta. Ég reyndi að segja NBA þetta," sagði Austin Rivers þegar hann frétti af sektinni. „Svona hefur aldrei gerst áður hjá mér. Ég er ekki þekktur fyrir að kasta hlutum. Þetta er óheppilegt en maður verður bara að læra af þessu og passa upp að taka ekki út reiði sína með þessum hætti," sagði Austin Rivers sem gerði sitt og gott betur til að leiðrétta mistök sín. Austin Rivers hafði nefnilega upp á hinum óheppna áhorfanda sem fékk púðann í sig og bauð henni og fjölskyldu hennar baksviðs þar sem hann bað hana afsökunar og sat síðan fyrir á mynd með þeim öllum. „Engin áhorfandi á þurfa að hafa áhyggjur af því að fá eitthvað í andlitið. Það var ekki ætlun mín að meiða neinn. Hún tók þessu mjög vel. Þetta var slys og ég var ekki að henda neinu í einhvern," sagði Rivers sem var ekki sáttur með upphæðina. "Þessi sekt er hærri en þegar ég var rekinn út í leik fyrir tveimur árum" sagði Rivers að lokum.Video of Austin Rivers tossing a seat cushion into the crowd pic.twitter.com/VwviCwC3Wx— Dan Feldman (@DanFeldmanNBA) October 30, 2015 NBA Tengdar fréttir NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00 NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Austin Rivers, bakvörður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta, fékk stóra sekt eftir framkomu sína í fyrsta leik tímabilsins og það þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar um leið. Austin Rivers, sem er sonur þjálfara Clippers-liðsins, Doc Rivers, missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar hlé var á leik Los Angeles Clippers og Sacramento Kings á miðvikudagskvöldið. Rivers kastaði sætispúða aftur fyrir sig og hann flaug lengst upp í stúku og lenti á einum áhorfenda. NBA ákvað að sekta leikmanninn um 25 þúsund dollara eða um 3,2 milljónir íslenskra króna. „Púðinn var léttur og hann flaug langt. Ég horfði ekki á hvert hann fór. Ég stóð síðan upp og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að gera þetta. Ég reyndi að segja NBA þetta," sagði Austin Rivers þegar hann frétti af sektinni. „Svona hefur aldrei gerst áður hjá mér. Ég er ekki þekktur fyrir að kasta hlutum. Þetta er óheppilegt en maður verður bara að læra af þessu og passa upp að taka ekki út reiði sína með þessum hætti," sagði Austin Rivers sem gerði sitt og gott betur til að leiðrétta mistök sín. Austin Rivers hafði nefnilega upp á hinum óheppna áhorfanda sem fékk púðann í sig og bauð henni og fjölskyldu hennar baksviðs þar sem hann bað hana afsökunar og sat síðan fyrir á mynd með þeim öllum. „Engin áhorfandi á þurfa að hafa áhyggjur af því að fá eitthvað í andlitið. Það var ekki ætlun mín að meiða neinn. Hún tók þessu mjög vel. Þetta var slys og ég var ekki að henda neinu í einhvern," sagði Rivers sem var ekki sáttur með upphæðina. "Þessi sekt er hærri en þegar ég var rekinn út í leik fyrir tveimur árum" sagði Rivers að lokum.Video of Austin Rivers tossing a seat cushion into the crowd pic.twitter.com/VwviCwC3Wx— Dan Feldman (@DanFeldmanNBA) October 30, 2015
NBA Tengdar fréttir NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00 NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00
NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00