Menntamálaráðherra vill endurhugsa starfsemi RÚV ingvar haraldsson skrifar 30. október 2015 10:15 Illugi Gunnarsson menntamálráðherra vill hlutverk RÚV sem minnst á auglýsingamarkaði. vísir/vilhelm Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kallar eftir því að hlutverk Ríkisútvarpsins verði endurskoðað í heild sinni eftir útgáfu skýrslu um rekstur stofnunarinnar. Í skýrslunni kom fram að rekstur RÚV frá því að opinbert hlutafélag var stofnað um reksturinn árið 2007 hafi ekki verið sjálfbær. Gjöld hafi verið umfram tekjur og hallarekstur hafi verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana lána. Illugi vill að horft verði til hvernig hægt verði að sinna þeim hlutverkum sem RÚV hefur verið falið næstu árin og áratugi í ljósri örra tæknibreytinga og breyttri fjölmiðlaneyslu almennings. Sjónvarpsáhorf hefur dregist saman um 28 prósent frá árinu 2009 og áhorf á sjónvarpsfréttir um 17 prósent. „Í ljósi breyttrar tækni, í ljósi gjörbreyttrar möguleika almennings á að nálgast efni, fræðsluefni, afþreyingarefni, menningarefni, eftir fjölmörgum öðrum leiðum, þá hljótum við að horfa til þess og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum öðrum hætti og betri fullnægt þeim skyldum og náð þeim markmiðum sem við setjum okkur með almannaútvarpi.“ Á næstunni hyggst Illugi skipa vinnuhóp sem skoða á hlutverk RÚV. Niðurstöður hópsins verði svo hægt að nota sem grunn að þingsályktunartillögu um framtíð RÚV sem leggja mætti fram á Alþingi á vormánuðum. Þá er Illugi talsmaður þess að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. „Það er nógu lítill markaðurinn hér, þannig að það er erfitt fyrir einkareknu stöðvar að afla sér tekna á auglýsingamarkaði. Þá hefur á móti komið sú spurning miðað við þær kröfur sem eru gerðar til Ríkisútvarpsins, hvort að það hafi þá ekki kallað á aukin fjárframlög frá ríkissjóði eða skattgreiðendum til stofnunarinnar," segir hann. Menntamálaráðherra hefur einnig efasemdir um opinbera hlutafélaga fyrirkomulagið. „Ég hef ætíð verið hugsi yfir því fyrirkomulagi. Þegar ríkið rekur starfsemi sem er sannarlega ríkisstarfsemi þá hef ég ekki haft neina sérstaka sannfæringu fyrir því að það ætti þá þar með að búa því einhvern annan búning að vera ríkisstofnun,“ segir Illugi. Alþingi Tengdar fréttir Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kallar eftir því að hlutverk Ríkisútvarpsins verði endurskoðað í heild sinni eftir útgáfu skýrslu um rekstur stofnunarinnar. Í skýrslunni kom fram að rekstur RÚV frá því að opinbert hlutafélag var stofnað um reksturinn árið 2007 hafi ekki verið sjálfbær. Gjöld hafi verið umfram tekjur og hallarekstur hafi verið fjármagnaður með auknu ríkisframlagi, lántökum og frestun afborgana lána. Illugi vill að horft verði til hvernig hægt verði að sinna þeim hlutverkum sem RÚV hefur verið falið næstu árin og áratugi í ljósri örra tæknibreytinga og breyttri fjölmiðlaneyslu almennings. Sjónvarpsáhorf hefur dregist saman um 28 prósent frá árinu 2009 og áhorf á sjónvarpsfréttir um 17 prósent. „Í ljósi breyttrar tækni, í ljósi gjörbreyttrar möguleika almennings á að nálgast efni, fræðsluefni, afþreyingarefni, menningarefni, eftir fjölmörgum öðrum leiðum, þá hljótum við að horfa til þess og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum öðrum hætti og betri fullnægt þeim skyldum og náð þeim markmiðum sem við setjum okkur með almannaútvarpi.“ Á næstunni hyggst Illugi skipa vinnuhóp sem skoða á hlutverk RÚV. Niðurstöður hópsins verði svo hægt að nota sem grunn að þingsályktunartillögu um framtíð RÚV sem leggja mætti fram á Alþingi á vormánuðum. Þá er Illugi talsmaður þess að hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði verði sem minnst. „Það er nógu lítill markaðurinn hér, þannig að það er erfitt fyrir einkareknu stöðvar að afla sér tekna á auglýsingamarkaði. Þá hefur á móti komið sú spurning miðað við þær kröfur sem eru gerðar til Ríkisútvarpsins, hvort að það hafi þá ekki kallað á aukin fjárframlög frá ríkissjóði eða skattgreiðendum til stofnunarinnar," segir hann. Menntamálaráðherra hefur einnig efasemdir um opinbera hlutafélaga fyrirkomulagið. „Ég hef ætíð verið hugsi yfir því fyrirkomulagi. Þegar ríkið rekur starfsemi sem er sannarlega ríkisstarfsemi þá hef ég ekki haft neina sérstaka sannfæringu fyrir því að það ætti þá þar með að búa því einhvern annan búning að vera ríkisstofnun,“ segir Illugi.
Alþingi Tengdar fréttir Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40
Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins Samningurinn RÚV við Vodafone fólst í innleiðingu á stafrænni tækni sem býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og hvorki besta né ódýrasta lausn sem völ var á. 29. október 2015 13:00
Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00