Ríkið mælir ást Hildur Sverrisdóttir skrifar 30. október 2015 10:30 Í kvikmyndinni Green Card er Gérard Depardieu hundeltur af bandarískum yfirvöldum vegna gruns um málamyndahjónaband fyrir landvistarleyfi. Það var vel hægt að brosa að því þegar hjónakornin þuldu upp hvernig þau vildu hafa kaffið sitt og hvorum megin þau svæfu í rúminu fyrir trúverðugleika hjónabandsins. Fréttir af víetnömsku hjónunum sem voru rannsökuð af Útlendingastofnun vegna gruns um málamyndahjónaband eru hins vegar ekki aðhlátursefni. Fyrir utan ógeðfelld vinnubrögð sem augljóslega brutu á friðhelgi þeirra má einnig staldra við að í samfélagi sem kennir sig við frelsi sé ríkið yfirhöfuð að skipta sér af því hvort sum hjónabönd séu byggð á ást. Hvað er ást? Ekki er hið opinbera almennt að skipta sér af því þegar fólk giftir sig vegna barneigna, samfélagsþrýstings, öryggis eða fjárhags frekar en út af einhverri skilgreindri ást – það er blessunarlega bara látið vera mál hjónanna og það þó þau hafi jafnvel enga hugmynd um hvernig makinn vill hafa kaffið sitt. Auðvitað er oft góð ástæða til að setja reglur til verndar fólki. Til að mynda er augljóst að það þarf að vera skýr reglurammi gegn því viðurstyggilega ofbeldi sem nauðungarhjónaband er. En málamyndahjónaband er allt annað. Af hverju kinkum við því ósjálfrátt og gagnrýnislaust kolli yfir heimild ríkisins til að hafa afskipti af meintu ástleysi hjóna þegar það hentar því? Af hverju megum við ekki giftast einhverjum til að ná honum úr aðstæðum stríðs og ótta eða vegna vinarþels eða bara af því bara? Af hverju meinar ríkið okkur að deila þeim réttindum og öryggi sem hjónabandið veitir með þeim sem við kjósum af hvaða fallegu ástæðum sem við kjósum? Er það endilega minni ást? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í kvikmyndinni Green Card er Gérard Depardieu hundeltur af bandarískum yfirvöldum vegna gruns um málamyndahjónaband fyrir landvistarleyfi. Það var vel hægt að brosa að því þegar hjónakornin þuldu upp hvernig þau vildu hafa kaffið sitt og hvorum megin þau svæfu í rúminu fyrir trúverðugleika hjónabandsins. Fréttir af víetnömsku hjónunum sem voru rannsökuð af Útlendingastofnun vegna gruns um málamyndahjónaband eru hins vegar ekki aðhlátursefni. Fyrir utan ógeðfelld vinnubrögð sem augljóslega brutu á friðhelgi þeirra má einnig staldra við að í samfélagi sem kennir sig við frelsi sé ríkið yfirhöfuð að skipta sér af því hvort sum hjónabönd séu byggð á ást. Hvað er ást? Ekki er hið opinbera almennt að skipta sér af því þegar fólk giftir sig vegna barneigna, samfélagsþrýstings, öryggis eða fjárhags frekar en út af einhverri skilgreindri ást – það er blessunarlega bara látið vera mál hjónanna og það þó þau hafi jafnvel enga hugmynd um hvernig makinn vill hafa kaffið sitt. Auðvitað er oft góð ástæða til að setja reglur til verndar fólki. Til að mynda er augljóst að það þarf að vera skýr reglurammi gegn því viðurstyggilega ofbeldi sem nauðungarhjónaband er. En málamyndahjónaband er allt annað. Af hverju kinkum við því ósjálfrátt og gagnrýnislaust kolli yfir heimild ríkisins til að hafa afskipti af meintu ástleysi hjóna þegar það hentar því? Af hverju megum við ekki giftast einhverjum til að ná honum úr aðstæðum stríðs og ótta eða vegna vinarþels eða bara af því bara? Af hverju meinar ríkið okkur að deila þeim réttindum og öryggi sem hjónabandið veitir með þeim sem við kjósum af hvaða fallegu ástæðum sem við kjósum? Er það endilega minni ást?
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun