Flug Primera Air til Spánar: Sjö klukkustunda töf vegna rúðuþurrkuvandamáls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2015 11:56 Fresta þurfti tveimur ferðum Primera Air um margar klukkustundir vegna bilunar í tveimur vélum flugfélagsins. Farþegar með Primera Air frá Íslandi til Jerez á Spáni þurftu að bíða í sjö klukkustundir eftir að lagt var í hann á sunnudagsmorgun. Ástæðan var sú að bilun kom upp í rúðuþurrkumótor. Kalla þurfti eftir nýjum mótor frá Kaupmannahöfn sem orsakaði biðina. Þetta kemur fram í svari Hrafns Þorgeirssonar, forstjóra Primera Air, við fyrirspurn Vísis. Umræddur mótor knýr áfram rúðuþurrkur flugmanns og er nauðsynlegur að sögn Hrafns. Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við tæplega sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag, á sunnudaginn. Skyndileg og ófyrirséð bilun í svokölluðu stemmuröri vélarinnar varð til þess að tæplega sólarhringsseinkun varð á brottför frá Spáni. Stemmurör mælir áfallsþrýsting og breytir í hraðaupplýsingar sem lesa má af hraðamæli flugvéla.Tæplega sólarhringsfrestun varð á ferðalagi Íslendinga með Primera Air frá Spáni til Íslands í ágúst. Þeir þurftu að gista nótt á Írlandi en útlit er fyrir að þeir fái ekki bætur vegna seinkunarinnar.vísirLeigðu vél frá Portúgal Hrafn segir að farþegum hafi verið komið fyrir á hótelum og önnur flugvél frá Portúgal tekin á leigu til þess að koma farþegum heim til sín eins fljótt og auðið var. Vélin frá Portúgal lenti í Jerez klukkan 9:30 á mánudagsmorgni og voru farþegar farnir í loftið um einum og hálfum tíma síðar, þá rúmum 22 klukkustundum á eftir áætlun.„Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á óþægindum og töfum sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir,“ segir Hrafn. Hann segir að búnaður í stemmurörinu sem bræði ís og komi þannig í veg fyrir að rörið stíflist hafi verið óvirkur. Von var á ísingu og því ekki hægt að fljúga án þess að búnaðurinn virkaði. Þar sem flugvöllurinn í Jerez er fremur lítill fannst ekki viðeigandi viðhaldsaðstaða og var vélinni því flogið án farþega til Danmerkur til viðgerðar. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Farþegar með Primera Air frá Íslandi til Jerez á Spáni þurftu að bíða í sjö klukkustundir eftir að lagt var í hann á sunnudagsmorgun. Ástæðan var sú að bilun kom upp í rúðuþurrkumótor. Kalla þurfti eftir nýjum mótor frá Kaupmannahöfn sem orsakaði biðina. Þetta kemur fram í svari Hrafns Þorgeirssonar, forstjóra Primera Air, við fyrirspurn Vísis. Umræddur mótor knýr áfram rúðuþurrkur flugmanns og er nauðsynlegur að sögn Hrafns. Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við tæplega sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag, á sunnudaginn. Skyndileg og ófyrirséð bilun í svokölluðu stemmuröri vélarinnar varð til þess að tæplega sólarhringsseinkun varð á brottför frá Spáni. Stemmurör mælir áfallsþrýsting og breytir í hraðaupplýsingar sem lesa má af hraðamæli flugvéla.Tæplega sólarhringsfrestun varð á ferðalagi Íslendinga með Primera Air frá Spáni til Íslands í ágúst. Þeir þurftu að gista nótt á Írlandi en útlit er fyrir að þeir fái ekki bætur vegna seinkunarinnar.vísirLeigðu vél frá Portúgal Hrafn segir að farþegum hafi verið komið fyrir á hótelum og önnur flugvél frá Portúgal tekin á leigu til þess að koma farþegum heim til sín eins fljótt og auðið var. Vélin frá Portúgal lenti í Jerez klukkan 9:30 á mánudagsmorgni og voru farþegar farnir í loftið um einum og hálfum tíma síðar, þá rúmum 22 klukkustundum á eftir áætlun.„Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á óþægindum og töfum sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir,“ segir Hrafn. Hann segir að búnaður í stemmurörinu sem bræði ís og komi þannig í veg fyrir að rörið stíflist hafi verið óvirkur. Von var á ísingu og því ekki hægt að fljúga án þess að búnaðurinn virkaði. Þar sem flugvöllurinn í Jerez er fremur lítill fannst ekki viðeigandi viðhaldsaðstaða og var vélinni því flogið án farþega til Danmerkur til viðgerðar.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28