Webb hefur ekki hrifið kjósendur og hefur fylgi hans mælst í kring um eitt prósent, örlitlu meira en fylgi Lincolns Chafee og Martins O'Malley. Þremenningarnir tóku þátt í sjónvarpskappræðum demókrata ásamt Hillary Clinton og Bernie Sanders, sem njóta margfalt meira fylgis.
Kosningabarátta Webbs hefur verið lítilfjörleg. Hann hefur ekki haldið neina stóra viðburði, tilkynnti um framboð sitt í bloggfærslu og hefur samtals eytt 24 dögum í kosningabaráttu utan rafheima.
Jim Webb's full announcement: https://t.co/IQfZmfvNEx #WebbNation pic.twitter.com/xbES6lHzNk
— Jim Webb (@JimWebbUSA) October 20, 2015
