Hver er Justin Trudeau? Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2015 14:30 Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada. Vísir/EPA Hver er Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada? Það er spurning sem margir spyrja sig ef til vill að þessa dagana, eftir að Frjálslyndi flokkurinn þar í landi velti Íhaldsflokknum úr sessi og náði hreinum meirihluta á þinginu. Á einungis nokkrum dögum hefur nafn hans sést á nánast hverjum tölvuskjá og á forsíðum dagblaða um heim allan. Trudeau er sonur fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, sem stjórnaði landinu frá 1968 til 1984, með árs hléi 79 til 80. Hann hefur starfað sem kennari, leikari, þjálfari og verkfræðingur.Sjá einnig: Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Þrátt fyrir að opinberar niðurstöður kosninganna liggi ekki að fullu fyrir, hefur Trudeau þegar heitið því að hætta loftárásum Kanada í Írak og að verja töluverðum fjármunum í móttöku flóttamanna í Kanada. Það var svo árið 2000 sem að fyrst heyrðust hvísl varðandi framtíð hans í stjórnmálum, samkvæmt Guardian. Það var við opinbera jarðarför föður hans þegar hann flutti líkræðuna „Meira en allt þá var hann pabbi fyrir mér. Og þvílíkur pabbi. Hann elskaði okkur með þeirri ástríðu og trúfestu sem einkenndi líf hans. Hann kenndi okkur að trúa á okkur sjálf og að standa á okkar, að þekkja okkur sjálf og bera ábyrgð á okkur sjálfum.“ „Við vissum að við værum heppnustu krakkar í heimi og við höfum í raun ekki gert neitt til að eiga það skilið. þess í stað væri það eitthvað sem við þyrftum að vinna að alla okkar ævi.“Talinn of reynslulaus Trudeau var kjörinn á þing árið 2008. Nú er hann 43 ára og næst yngsti forsætisráðherrann í sögu Kanada. Gert var út á aldur hans í kosningabaráttunni, sem var sú lengsta í sögu Kanada. Hann var sagður of ungur og reynslulaus til að leiða Frjálslyndaflokkinn, en allt varð fyrir ekki og þeir unnu afgerandi sigur. Meðal helstu málefna Trudeau eru að Kanada geri sitt til að berjast gegn hlýnun jarðarinnar, að konur hafi frjálst val um fóstureyðingu og að afglæpavæða maríjúana. Hann hefur þegar sagt að það verði sitt fyrsta verk. Þar að auki vill hann hækka skatta á ríkasta fólk Kanada um eitt prósent til að fjármagna skattalækkun hjá millistéttinni. Einnig vill Trudeau auka réttindi innfæddra í Kanada og koma af stað rannsókn á fjölgun morða innfæddra kvenna.I am a feminist. I'm proud to be a feminist. #upfordebate— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 21, 2015 Trudeau er giftur Sophie Grégoire og saman eiga þau þrjú ung börn.Heitasti forsætisráðherrann Skoðanir Trudeau á femínisma, fóstureyðingum og afglæpavæðingu eiturlyfja eru ekki það eina sem hefur kveikt á athygli fólks. Fjölmargir hafa tjáð sig um útlit hans og hefur hann jafnvel verið kallaður PILF sem er skammstöfun sem búin var til yfir getnaðarlega stjórnmálamenn og þjóðarleiðtoga. Margir vita og muna hvað skammstöfunin MILF stendur fyrir (móðir sem ég væri til í að sofa hjá), en PILF stendur núna fyrir: Prime minister I'd like to ffff, eða Forsætisráðherra sem ég væri til í að sofa hjá. Ýmsir hafa þó einnig látið P-ið standa fyrir politician, eða stjórnmálamaður. Barack Obama hefur einnig verið kallaður PILF frá því að hann var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2008. Þá er Trudeau með tattú af hrafni á vinstri hendinni, en það þykir saldgæft meðal þjóðarleiðtoga.Is Canada's new PM the only world leader with a tattoo? https://t.co/N570Vq0jNB #news— News (@Tokenizer3) October 21, 2015 Tattúið sást bersýnilega þegar Trudeau tók þátt í boxbardaga í góðgerðarskyni fyrr á árinu og naut það mikillar athygli í aðdraganda kosninganna um helgina. Samkvækvæmt breska ríkisútvarpinu er það sjaldgæft að þjóðarleiðtogar séu með tattú og þá enn sjaldgæfara að þeir sýni þau. Sérfræðingar telja tattúið sýna íhaldssömum kjósendum að hann sé ekki tilbúinn til þess að starfa sem forsætisráðherra. Hins vegar telja þeir að það hafi hjálpað honum að ná til yngri kjósenda.Justin Trudeau á æfingu.Vísir/GettyTweets about pilf Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Hver er Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada? Það er spurning sem margir spyrja sig ef til vill að þessa dagana, eftir að Frjálslyndi flokkurinn þar í landi velti Íhaldsflokknum úr sessi og náði hreinum meirihluta á þinginu. Á einungis nokkrum dögum hefur nafn hans sést á nánast hverjum tölvuskjá og á forsíðum dagblaða um heim allan. Trudeau er sonur fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, sem stjórnaði landinu frá 1968 til 1984, með árs hléi 79 til 80. Hann hefur starfað sem kennari, leikari, þjálfari og verkfræðingur.Sjá einnig: Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Þrátt fyrir að opinberar niðurstöður kosninganna liggi ekki að fullu fyrir, hefur Trudeau þegar heitið því að hætta loftárásum Kanada í Írak og að verja töluverðum fjármunum í móttöku flóttamanna í Kanada. Það var svo árið 2000 sem að fyrst heyrðust hvísl varðandi framtíð hans í stjórnmálum, samkvæmt Guardian. Það var við opinbera jarðarför föður hans þegar hann flutti líkræðuna „Meira en allt þá var hann pabbi fyrir mér. Og þvílíkur pabbi. Hann elskaði okkur með þeirri ástríðu og trúfestu sem einkenndi líf hans. Hann kenndi okkur að trúa á okkur sjálf og að standa á okkar, að þekkja okkur sjálf og bera ábyrgð á okkur sjálfum.“ „Við vissum að við værum heppnustu krakkar í heimi og við höfum í raun ekki gert neitt til að eiga það skilið. þess í stað væri það eitthvað sem við þyrftum að vinna að alla okkar ævi.“Talinn of reynslulaus Trudeau var kjörinn á þing árið 2008. Nú er hann 43 ára og næst yngsti forsætisráðherrann í sögu Kanada. Gert var út á aldur hans í kosningabaráttunni, sem var sú lengsta í sögu Kanada. Hann var sagður of ungur og reynslulaus til að leiða Frjálslyndaflokkinn, en allt varð fyrir ekki og þeir unnu afgerandi sigur. Meðal helstu málefna Trudeau eru að Kanada geri sitt til að berjast gegn hlýnun jarðarinnar, að konur hafi frjálst val um fóstureyðingu og að afglæpavæða maríjúana. Hann hefur þegar sagt að það verði sitt fyrsta verk. Þar að auki vill hann hækka skatta á ríkasta fólk Kanada um eitt prósent til að fjármagna skattalækkun hjá millistéttinni. Einnig vill Trudeau auka réttindi innfæddra í Kanada og koma af stað rannsókn á fjölgun morða innfæddra kvenna.I am a feminist. I'm proud to be a feminist. #upfordebate— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 21, 2015 Trudeau er giftur Sophie Grégoire og saman eiga þau þrjú ung börn.Heitasti forsætisráðherrann Skoðanir Trudeau á femínisma, fóstureyðingum og afglæpavæðingu eiturlyfja eru ekki það eina sem hefur kveikt á athygli fólks. Fjölmargir hafa tjáð sig um útlit hans og hefur hann jafnvel verið kallaður PILF sem er skammstöfun sem búin var til yfir getnaðarlega stjórnmálamenn og þjóðarleiðtoga. Margir vita og muna hvað skammstöfunin MILF stendur fyrir (móðir sem ég væri til í að sofa hjá), en PILF stendur núna fyrir: Prime minister I'd like to ffff, eða Forsætisráðherra sem ég væri til í að sofa hjá. Ýmsir hafa þó einnig látið P-ið standa fyrir politician, eða stjórnmálamaður. Barack Obama hefur einnig verið kallaður PILF frá því að hann var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2008. Þá er Trudeau með tattú af hrafni á vinstri hendinni, en það þykir saldgæft meðal þjóðarleiðtoga.Is Canada's new PM the only world leader with a tattoo? https://t.co/N570Vq0jNB #news— News (@Tokenizer3) October 21, 2015 Tattúið sást bersýnilega þegar Trudeau tók þátt í boxbardaga í góðgerðarskyni fyrr á árinu og naut það mikillar athygli í aðdraganda kosninganna um helgina. Samkvækvæmt breska ríkisútvarpinu er það sjaldgæft að þjóðarleiðtogar séu með tattú og þá enn sjaldgæfara að þeir sýni þau. Sérfræðingar telja tattúið sýna íhaldssömum kjósendum að hann sé ekki tilbúinn til þess að starfa sem forsætisráðherra. Hins vegar telja þeir að það hafi hjálpað honum að ná til yngri kjósenda.Justin Trudeau á æfingu.Vísir/GettyTweets about pilf
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira