Hver er Justin Trudeau? Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2015 14:30 Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada. Vísir/EPA Hver er Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada? Það er spurning sem margir spyrja sig ef til vill að þessa dagana, eftir að Frjálslyndi flokkurinn þar í landi velti Íhaldsflokknum úr sessi og náði hreinum meirihluta á þinginu. Á einungis nokkrum dögum hefur nafn hans sést á nánast hverjum tölvuskjá og á forsíðum dagblaða um heim allan. Trudeau er sonur fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, sem stjórnaði landinu frá 1968 til 1984, með árs hléi 79 til 80. Hann hefur starfað sem kennari, leikari, þjálfari og verkfræðingur.Sjá einnig: Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Þrátt fyrir að opinberar niðurstöður kosninganna liggi ekki að fullu fyrir, hefur Trudeau þegar heitið því að hætta loftárásum Kanada í Írak og að verja töluverðum fjármunum í móttöku flóttamanna í Kanada. Það var svo árið 2000 sem að fyrst heyrðust hvísl varðandi framtíð hans í stjórnmálum, samkvæmt Guardian. Það var við opinbera jarðarför föður hans þegar hann flutti líkræðuna „Meira en allt þá var hann pabbi fyrir mér. Og þvílíkur pabbi. Hann elskaði okkur með þeirri ástríðu og trúfestu sem einkenndi líf hans. Hann kenndi okkur að trúa á okkur sjálf og að standa á okkar, að þekkja okkur sjálf og bera ábyrgð á okkur sjálfum.“ „Við vissum að við værum heppnustu krakkar í heimi og við höfum í raun ekki gert neitt til að eiga það skilið. þess í stað væri það eitthvað sem við þyrftum að vinna að alla okkar ævi.“Talinn of reynslulaus Trudeau var kjörinn á þing árið 2008. Nú er hann 43 ára og næst yngsti forsætisráðherrann í sögu Kanada. Gert var út á aldur hans í kosningabaráttunni, sem var sú lengsta í sögu Kanada. Hann var sagður of ungur og reynslulaus til að leiða Frjálslyndaflokkinn, en allt varð fyrir ekki og þeir unnu afgerandi sigur. Meðal helstu málefna Trudeau eru að Kanada geri sitt til að berjast gegn hlýnun jarðarinnar, að konur hafi frjálst val um fóstureyðingu og að afglæpavæða maríjúana. Hann hefur þegar sagt að það verði sitt fyrsta verk. Þar að auki vill hann hækka skatta á ríkasta fólk Kanada um eitt prósent til að fjármagna skattalækkun hjá millistéttinni. Einnig vill Trudeau auka réttindi innfæddra í Kanada og koma af stað rannsókn á fjölgun morða innfæddra kvenna.I am a feminist. I'm proud to be a feminist. #upfordebate— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 21, 2015 Trudeau er giftur Sophie Grégoire og saman eiga þau þrjú ung börn.Heitasti forsætisráðherrann Skoðanir Trudeau á femínisma, fóstureyðingum og afglæpavæðingu eiturlyfja eru ekki það eina sem hefur kveikt á athygli fólks. Fjölmargir hafa tjáð sig um útlit hans og hefur hann jafnvel verið kallaður PILF sem er skammstöfun sem búin var til yfir getnaðarlega stjórnmálamenn og þjóðarleiðtoga. Margir vita og muna hvað skammstöfunin MILF stendur fyrir (móðir sem ég væri til í að sofa hjá), en PILF stendur núna fyrir: Prime minister I'd like to ffff, eða Forsætisráðherra sem ég væri til í að sofa hjá. Ýmsir hafa þó einnig látið P-ið standa fyrir politician, eða stjórnmálamaður. Barack Obama hefur einnig verið kallaður PILF frá því að hann var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2008. Þá er Trudeau með tattú af hrafni á vinstri hendinni, en það þykir saldgæft meðal þjóðarleiðtoga.Is Canada's new PM the only world leader with a tattoo? https://t.co/N570Vq0jNB #news— News (@Tokenizer3) October 21, 2015 Tattúið sást bersýnilega þegar Trudeau tók þátt í boxbardaga í góðgerðarskyni fyrr á árinu og naut það mikillar athygli í aðdraganda kosninganna um helgina. Samkvækvæmt breska ríkisútvarpinu er það sjaldgæft að þjóðarleiðtogar séu með tattú og þá enn sjaldgæfara að þeir sýni þau. Sérfræðingar telja tattúið sýna íhaldssömum kjósendum að hann sé ekki tilbúinn til þess að starfa sem forsætisráðherra. Hins vegar telja þeir að það hafi hjálpað honum að ná til yngri kjósenda.Justin Trudeau á æfingu.Vísir/GettyTweets about pilf Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Hver er Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada? Það er spurning sem margir spyrja sig ef til vill að þessa dagana, eftir að Frjálslyndi flokkurinn þar í landi velti Íhaldsflokknum úr sessi og náði hreinum meirihluta á þinginu. Á einungis nokkrum dögum hefur nafn hans sést á nánast hverjum tölvuskjá og á forsíðum dagblaða um heim allan. Trudeau er sonur fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, sem stjórnaði landinu frá 1968 til 1984, með árs hléi 79 til 80. Hann hefur starfað sem kennari, leikari, þjálfari og verkfræðingur.Sjá einnig: Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Þrátt fyrir að opinberar niðurstöður kosninganna liggi ekki að fullu fyrir, hefur Trudeau þegar heitið því að hætta loftárásum Kanada í Írak og að verja töluverðum fjármunum í móttöku flóttamanna í Kanada. Það var svo árið 2000 sem að fyrst heyrðust hvísl varðandi framtíð hans í stjórnmálum, samkvæmt Guardian. Það var við opinbera jarðarför föður hans þegar hann flutti líkræðuna „Meira en allt þá var hann pabbi fyrir mér. Og þvílíkur pabbi. Hann elskaði okkur með þeirri ástríðu og trúfestu sem einkenndi líf hans. Hann kenndi okkur að trúa á okkur sjálf og að standa á okkar, að þekkja okkur sjálf og bera ábyrgð á okkur sjálfum.“ „Við vissum að við værum heppnustu krakkar í heimi og við höfum í raun ekki gert neitt til að eiga það skilið. þess í stað væri það eitthvað sem við þyrftum að vinna að alla okkar ævi.“Talinn of reynslulaus Trudeau var kjörinn á þing árið 2008. Nú er hann 43 ára og næst yngsti forsætisráðherrann í sögu Kanada. Gert var út á aldur hans í kosningabaráttunni, sem var sú lengsta í sögu Kanada. Hann var sagður of ungur og reynslulaus til að leiða Frjálslyndaflokkinn, en allt varð fyrir ekki og þeir unnu afgerandi sigur. Meðal helstu málefna Trudeau eru að Kanada geri sitt til að berjast gegn hlýnun jarðarinnar, að konur hafi frjálst val um fóstureyðingu og að afglæpavæða maríjúana. Hann hefur þegar sagt að það verði sitt fyrsta verk. Þar að auki vill hann hækka skatta á ríkasta fólk Kanada um eitt prósent til að fjármagna skattalækkun hjá millistéttinni. Einnig vill Trudeau auka réttindi innfæddra í Kanada og koma af stað rannsókn á fjölgun morða innfæddra kvenna.I am a feminist. I'm proud to be a feminist. #upfordebate— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 21, 2015 Trudeau er giftur Sophie Grégoire og saman eiga þau þrjú ung börn.Heitasti forsætisráðherrann Skoðanir Trudeau á femínisma, fóstureyðingum og afglæpavæðingu eiturlyfja eru ekki það eina sem hefur kveikt á athygli fólks. Fjölmargir hafa tjáð sig um útlit hans og hefur hann jafnvel verið kallaður PILF sem er skammstöfun sem búin var til yfir getnaðarlega stjórnmálamenn og þjóðarleiðtoga. Margir vita og muna hvað skammstöfunin MILF stendur fyrir (móðir sem ég væri til í að sofa hjá), en PILF stendur núna fyrir: Prime minister I'd like to ffff, eða Forsætisráðherra sem ég væri til í að sofa hjá. Ýmsir hafa þó einnig látið P-ið standa fyrir politician, eða stjórnmálamaður. Barack Obama hefur einnig verið kallaður PILF frá því að hann var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2008. Þá er Trudeau með tattú af hrafni á vinstri hendinni, en það þykir saldgæft meðal þjóðarleiðtoga.Is Canada's new PM the only world leader with a tattoo? https://t.co/N570Vq0jNB #news— News (@Tokenizer3) October 21, 2015 Tattúið sást bersýnilega þegar Trudeau tók þátt í boxbardaga í góðgerðarskyni fyrr á árinu og naut það mikillar athygli í aðdraganda kosninganna um helgina. Samkvækvæmt breska ríkisútvarpinu er það sjaldgæft að þjóðarleiðtogar séu með tattú og þá enn sjaldgæfara að þeir sýni þau. Sérfræðingar telja tattúið sýna íhaldssömum kjósendum að hann sé ekki tilbúinn til þess að starfa sem forsætisráðherra. Hins vegar telja þeir að það hafi hjálpað honum að ná til yngri kjósenda.Justin Trudeau á æfingu.Vísir/GettyTweets about pilf
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira