Hver er Justin Trudeau? Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2015 14:30 Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada. Vísir/EPA Hver er Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada? Það er spurning sem margir spyrja sig ef til vill að þessa dagana, eftir að Frjálslyndi flokkurinn þar í landi velti Íhaldsflokknum úr sessi og náði hreinum meirihluta á þinginu. Á einungis nokkrum dögum hefur nafn hans sést á nánast hverjum tölvuskjá og á forsíðum dagblaða um heim allan. Trudeau er sonur fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, sem stjórnaði landinu frá 1968 til 1984, með árs hléi 79 til 80. Hann hefur starfað sem kennari, leikari, þjálfari og verkfræðingur.Sjá einnig: Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Þrátt fyrir að opinberar niðurstöður kosninganna liggi ekki að fullu fyrir, hefur Trudeau þegar heitið því að hætta loftárásum Kanada í Írak og að verja töluverðum fjármunum í móttöku flóttamanna í Kanada. Það var svo árið 2000 sem að fyrst heyrðust hvísl varðandi framtíð hans í stjórnmálum, samkvæmt Guardian. Það var við opinbera jarðarför föður hans þegar hann flutti líkræðuna „Meira en allt þá var hann pabbi fyrir mér. Og þvílíkur pabbi. Hann elskaði okkur með þeirri ástríðu og trúfestu sem einkenndi líf hans. Hann kenndi okkur að trúa á okkur sjálf og að standa á okkar, að þekkja okkur sjálf og bera ábyrgð á okkur sjálfum.“ „Við vissum að við værum heppnustu krakkar í heimi og við höfum í raun ekki gert neitt til að eiga það skilið. þess í stað væri það eitthvað sem við þyrftum að vinna að alla okkar ævi.“Talinn of reynslulaus Trudeau var kjörinn á þing árið 2008. Nú er hann 43 ára og næst yngsti forsætisráðherrann í sögu Kanada. Gert var út á aldur hans í kosningabaráttunni, sem var sú lengsta í sögu Kanada. Hann var sagður of ungur og reynslulaus til að leiða Frjálslyndaflokkinn, en allt varð fyrir ekki og þeir unnu afgerandi sigur. Meðal helstu málefna Trudeau eru að Kanada geri sitt til að berjast gegn hlýnun jarðarinnar, að konur hafi frjálst val um fóstureyðingu og að afglæpavæða maríjúana. Hann hefur þegar sagt að það verði sitt fyrsta verk. Þar að auki vill hann hækka skatta á ríkasta fólk Kanada um eitt prósent til að fjármagna skattalækkun hjá millistéttinni. Einnig vill Trudeau auka réttindi innfæddra í Kanada og koma af stað rannsókn á fjölgun morða innfæddra kvenna.I am a feminist. I'm proud to be a feminist. #upfordebate— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 21, 2015 Trudeau er giftur Sophie Grégoire og saman eiga þau þrjú ung börn.Heitasti forsætisráðherrann Skoðanir Trudeau á femínisma, fóstureyðingum og afglæpavæðingu eiturlyfja eru ekki það eina sem hefur kveikt á athygli fólks. Fjölmargir hafa tjáð sig um útlit hans og hefur hann jafnvel verið kallaður PILF sem er skammstöfun sem búin var til yfir getnaðarlega stjórnmálamenn og þjóðarleiðtoga. Margir vita og muna hvað skammstöfunin MILF stendur fyrir (móðir sem ég væri til í að sofa hjá), en PILF stendur núna fyrir: Prime minister I'd like to ffff, eða Forsætisráðherra sem ég væri til í að sofa hjá. Ýmsir hafa þó einnig látið P-ið standa fyrir politician, eða stjórnmálamaður. Barack Obama hefur einnig verið kallaður PILF frá því að hann var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2008. Þá er Trudeau með tattú af hrafni á vinstri hendinni, en það þykir saldgæft meðal þjóðarleiðtoga.Is Canada's new PM the only world leader with a tattoo? https://t.co/N570Vq0jNB #news— News (@Tokenizer3) October 21, 2015 Tattúið sást bersýnilega þegar Trudeau tók þátt í boxbardaga í góðgerðarskyni fyrr á árinu og naut það mikillar athygli í aðdraganda kosninganna um helgina. Samkvækvæmt breska ríkisútvarpinu er það sjaldgæft að þjóðarleiðtogar séu með tattú og þá enn sjaldgæfara að þeir sýni þau. Sérfræðingar telja tattúið sýna íhaldssömum kjósendum að hann sé ekki tilbúinn til þess að starfa sem forsætisráðherra. Hins vegar telja þeir að það hafi hjálpað honum að ná til yngri kjósenda.Justin Trudeau á æfingu.Vísir/GettyTweets about pilf Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Hver er Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada? Það er spurning sem margir spyrja sig ef til vill að þessa dagana, eftir að Frjálslyndi flokkurinn þar í landi velti Íhaldsflokknum úr sessi og náði hreinum meirihluta á þinginu. Á einungis nokkrum dögum hefur nafn hans sést á nánast hverjum tölvuskjá og á forsíðum dagblaða um heim allan. Trudeau er sonur fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, sem stjórnaði landinu frá 1968 til 1984, með árs hléi 79 til 80. Hann hefur starfað sem kennari, leikari, þjálfari og verkfræðingur.Sjá einnig: Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Þrátt fyrir að opinberar niðurstöður kosninganna liggi ekki að fullu fyrir, hefur Trudeau þegar heitið því að hætta loftárásum Kanada í Írak og að verja töluverðum fjármunum í móttöku flóttamanna í Kanada. Það var svo árið 2000 sem að fyrst heyrðust hvísl varðandi framtíð hans í stjórnmálum, samkvæmt Guardian. Það var við opinbera jarðarför föður hans þegar hann flutti líkræðuna „Meira en allt þá var hann pabbi fyrir mér. Og þvílíkur pabbi. Hann elskaði okkur með þeirri ástríðu og trúfestu sem einkenndi líf hans. Hann kenndi okkur að trúa á okkur sjálf og að standa á okkar, að þekkja okkur sjálf og bera ábyrgð á okkur sjálfum.“ „Við vissum að við værum heppnustu krakkar í heimi og við höfum í raun ekki gert neitt til að eiga það skilið. þess í stað væri það eitthvað sem við þyrftum að vinna að alla okkar ævi.“Talinn of reynslulaus Trudeau var kjörinn á þing árið 2008. Nú er hann 43 ára og næst yngsti forsætisráðherrann í sögu Kanada. Gert var út á aldur hans í kosningabaráttunni, sem var sú lengsta í sögu Kanada. Hann var sagður of ungur og reynslulaus til að leiða Frjálslyndaflokkinn, en allt varð fyrir ekki og þeir unnu afgerandi sigur. Meðal helstu málefna Trudeau eru að Kanada geri sitt til að berjast gegn hlýnun jarðarinnar, að konur hafi frjálst val um fóstureyðingu og að afglæpavæða maríjúana. Hann hefur þegar sagt að það verði sitt fyrsta verk. Þar að auki vill hann hækka skatta á ríkasta fólk Kanada um eitt prósent til að fjármagna skattalækkun hjá millistéttinni. Einnig vill Trudeau auka réttindi innfæddra í Kanada og koma af stað rannsókn á fjölgun morða innfæddra kvenna.I am a feminist. I'm proud to be a feminist. #upfordebate— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 21, 2015 Trudeau er giftur Sophie Grégoire og saman eiga þau þrjú ung börn.Heitasti forsætisráðherrann Skoðanir Trudeau á femínisma, fóstureyðingum og afglæpavæðingu eiturlyfja eru ekki það eina sem hefur kveikt á athygli fólks. Fjölmargir hafa tjáð sig um útlit hans og hefur hann jafnvel verið kallaður PILF sem er skammstöfun sem búin var til yfir getnaðarlega stjórnmálamenn og þjóðarleiðtoga. Margir vita og muna hvað skammstöfunin MILF stendur fyrir (móðir sem ég væri til í að sofa hjá), en PILF stendur núna fyrir: Prime minister I'd like to ffff, eða Forsætisráðherra sem ég væri til í að sofa hjá. Ýmsir hafa þó einnig látið P-ið standa fyrir politician, eða stjórnmálamaður. Barack Obama hefur einnig verið kallaður PILF frá því að hann var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2008. Þá er Trudeau með tattú af hrafni á vinstri hendinni, en það þykir saldgæft meðal þjóðarleiðtoga.Is Canada's new PM the only world leader with a tattoo? https://t.co/N570Vq0jNB #news— News (@Tokenizer3) October 21, 2015 Tattúið sást bersýnilega þegar Trudeau tók þátt í boxbardaga í góðgerðarskyni fyrr á árinu og naut það mikillar athygli í aðdraganda kosninganna um helgina. Samkvækvæmt breska ríkisútvarpinu er það sjaldgæft að þjóðarleiðtogar séu með tattú og þá enn sjaldgæfara að þeir sýni þau. Sérfræðingar telja tattúið sýna íhaldssömum kjósendum að hann sé ekki tilbúinn til þess að starfa sem forsætisráðherra. Hins vegar telja þeir að það hafi hjálpað honum að ná til yngri kjósenda.Justin Trudeau á æfingu.Vísir/GettyTweets about pilf
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira