Íslenski hesturinn vinsælli en Gullfoss og Geysir á Instagram Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2015 16:30 Íslenski hesturinn er vinsæll. Vísir/H:N /jakob Ferðamenn halda áfram að streyma til landsins og hefur fjöldi þeirra í ár slegið öll met. Vöxturinn er í raun ótrúlegur, fjöldi ferðamanna er kominn yfir eina milljón á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur fjölgað um 23-35% í hverjum mánuði, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu Íslands. En hvað eru svo þessir ferðamenn að skoða þegar þeir koma svo hingað til lands? Þeir hjá H:N Markaðssamskiptum skoðuðu það út frá ábyrgum heimildum; nefnilega samfélagsmiðlum og vöktuðu nokkur vel þekkt kennileiti hér á Íslandi á vef Instagram. Vinsælasta íslenska #kassamerkið er #iceland og ætti ekki að koma á óvart. Það trónir vel yfir öllum öðrum myllumerkjum. Sömuleiðis skorar #reykjavik ansi hátt og ljóst að höfuðborgin fær að njóta ferðamannastraumsins í ansi miklum mæli. Aukinheldur virðast margir dýfa sér í #bluelagoon fyrir eða eftir veru sína í höfuðborginni og aftur virðast næstu áfangastaðir ferðafólks vera perlurnar, #geysir og #gullfoss. Þetta eru þó allt vel þekktar staðreyndir en það sem kemur skemmtilega á óvart er sá sem brokkar framúr flestum þessum þekktu náttúruperlum sem vinsælt myllumerki er íslenski hesturinn. #IcelandicHorse er það myllumerki sem hefur verið slegið inn 98.000 sinnum á meðan Gullfoss og Geysir hafa sameiginlega verið slegin inn 62.000 sinnum. Hástökkvari síðari ára á Instagram er tvímælalaust #OfMonstersAndMen með rúm 115.000 og þau sem ruddu brautina og hafa kynnt íslenska menningu um allan heim er skammt undan, #Sigurros með tæp 74.000 og #Björk okkar með rétt tæp 69.000. Það mætti því til sanns vegar færa að íslenski hesturinn og íslenskt tónlistarfólk eigi hve stærstan heiður á því að ferðafólk komi hingað til lands í hrönnum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Sjá meira
Ferðamenn halda áfram að streyma til landsins og hefur fjöldi þeirra í ár slegið öll met. Vöxturinn er í raun ótrúlegur, fjöldi ferðamanna er kominn yfir eina milljón á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur fjölgað um 23-35% í hverjum mánuði, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu Íslands. En hvað eru svo þessir ferðamenn að skoða þegar þeir koma svo hingað til lands? Þeir hjá H:N Markaðssamskiptum skoðuðu það út frá ábyrgum heimildum; nefnilega samfélagsmiðlum og vöktuðu nokkur vel þekkt kennileiti hér á Íslandi á vef Instagram. Vinsælasta íslenska #kassamerkið er #iceland og ætti ekki að koma á óvart. Það trónir vel yfir öllum öðrum myllumerkjum. Sömuleiðis skorar #reykjavik ansi hátt og ljóst að höfuðborgin fær að njóta ferðamannastraumsins í ansi miklum mæli. Aukinheldur virðast margir dýfa sér í #bluelagoon fyrir eða eftir veru sína í höfuðborginni og aftur virðast næstu áfangastaðir ferðafólks vera perlurnar, #geysir og #gullfoss. Þetta eru þó allt vel þekktar staðreyndir en það sem kemur skemmtilega á óvart er sá sem brokkar framúr flestum þessum þekktu náttúruperlum sem vinsælt myllumerki er íslenski hesturinn. #IcelandicHorse er það myllumerki sem hefur verið slegið inn 98.000 sinnum á meðan Gullfoss og Geysir hafa sameiginlega verið slegin inn 62.000 sinnum. Hástökkvari síðari ára á Instagram er tvímælalaust #OfMonstersAndMen með rúm 115.000 og þau sem ruddu brautina og hafa kynnt íslenska menningu um allan heim er skammt undan, #Sigurros með tæp 74.000 og #Björk okkar með rétt tæp 69.000. Það mætti því til sanns vegar færa að íslenski hesturinn og íslenskt tónlistarfólk eigi hve stærstan heiður á því að ferðafólk komi hingað til lands í hrönnum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Sjá meira