Íslenski hesturinn vinsælli en Gullfoss og Geysir á Instagram Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2015 16:30 Íslenski hesturinn er vinsæll. Vísir/H:N /jakob Ferðamenn halda áfram að streyma til landsins og hefur fjöldi þeirra í ár slegið öll met. Vöxturinn er í raun ótrúlegur, fjöldi ferðamanna er kominn yfir eina milljón á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur fjölgað um 23-35% í hverjum mánuði, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu Íslands. En hvað eru svo þessir ferðamenn að skoða þegar þeir koma svo hingað til lands? Þeir hjá H:N Markaðssamskiptum skoðuðu það út frá ábyrgum heimildum; nefnilega samfélagsmiðlum og vöktuðu nokkur vel þekkt kennileiti hér á Íslandi á vef Instagram. Vinsælasta íslenska #kassamerkið er #iceland og ætti ekki að koma á óvart. Það trónir vel yfir öllum öðrum myllumerkjum. Sömuleiðis skorar #reykjavik ansi hátt og ljóst að höfuðborgin fær að njóta ferðamannastraumsins í ansi miklum mæli. Aukinheldur virðast margir dýfa sér í #bluelagoon fyrir eða eftir veru sína í höfuðborginni og aftur virðast næstu áfangastaðir ferðafólks vera perlurnar, #geysir og #gullfoss. Þetta eru þó allt vel þekktar staðreyndir en það sem kemur skemmtilega á óvart er sá sem brokkar framúr flestum þessum þekktu náttúruperlum sem vinsælt myllumerki er íslenski hesturinn. #IcelandicHorse er það myllumerki sem hefur verið slegið inn 98.000 sinnum á meðan Gullfoss og Geysir hafa sameiginlega verið slegin inn 62.000 sinnum. Hástökkvari síðari ára á Instagram er tvímælalaust #OfMonstersAndMen með rúm 115.000 og þau sem ruddu brautina og hafa kynnt íslenska menningu um allan heim er skammt undan, #Sigurros með tæp 74.000 og #Björk okkar með rétt tæp 69.000. Það mætti því til sanns vegar færa að íslenski hesturinn og íslenskt tónlistarfólk eigi hve stærstan heiður á því að ferðafólk komi hingað til lands í hrönnum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
Ferðamenn halda áfram að streyma til landsins og hefur fjöldi þeirra í ár slegið öll met. Vöxturinn er í raun ótrúlegur, fjöldi ferðamanna er kominn yfir eina milljón á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur fjölgað um 23-35% í hverjum mánuði, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu Íslands. En hvað eru svo þessir ferðamenn að skoða þegar þeir koma svo hingað til lands? Þeir hjá H:N Markaðssamskiptum skoðuðu það út frá ábyrgum heimildum; nefnilega samfélagsmiðlum og vöktuðu nokkur vel þekkt kennileiti hér á Íslandi á vef Instagram. Vinsælasta íslenska #kassamerkið er #iceland og ætti ekki að koma á óvart. Það trónir vel yfir öllum öðrum myllumerkjum. Sömuleiðis skorar #reykjavik ansi hátt og ljóst að höfuðborgin fær að njóta ferðamannastraumsins í ansi miklum mæli. Aukinheldur virðast margir dýfa sér í #bluelagoon fyrir eða eftir veru sína í höfuðborginni og aftur virðast næstu áfangastaðir ferðafólks vera perlurnar, #geysir og #gullfoss. Þetta eru þó allt vel þekktar staðreyndir en það sem kemur skemmtilega á óvart er sá sem brokkar framúr flestum þessum þekktu náttúruperlum sem vinsælt myllumerki er íslenski hesturinn. #IcelandicHorse er það myllumerki sem hefur verið slegið inn 98.000 sinnum á meðan Gullfoss og Geysir hafa sameiginlega verið slegin inn 62.000 sinnum. Hástökkvari síðari ára á Instagram er tvímælalaust #OfMonstersAndMen með rúm 115.000 og þau sem ruddu brautina og hafa kynnt íslenska menningu um allan heim er skammt undan, #Sigurros með tæp 74.000 og #Björk okkar með rétt tæp 69.000. Það mætti því til sanns vegar færa að íslenski hesturinn og íslenskt tónlistarfólk eigi hve stærstan heiður á því að ferðafólk komi hingað til lands í hrönnum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira