Tónlist

Frumsýning á Vísi: GKR sendir frá sér nýtt lag og myndband

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gaukur Grétuson betur þekktur sem GKR.
Gaukur Grétuson betur þekktur sem GKR.
Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, hefur vakið mikla athygli að undanförnu, fyrir vasklega framgöngu í rappinu. GKR er með afar sérstakan stíl og er varla hægt að líkja honum við nokkurn annan. Þessi sérstaða hans hefur vakið upp forvitni og hefur hann stigið á stokk með helstu röppurum landsins.

Í dag kemur út nýtt myndband frá GKR, við lag sem ber titilinn Morgunmatur. „Lagið fjallar í raun á nýstárlegan hátt um það að elta draumana sína. Í grunninn fjallar það um að vakna á morgnanna og þurfa að takast á við verkefni sem maður er ekki spenntur fyrir.“

GKR fékk Bjarna Felix Bjarnason til þess að vinna með sér í myndbandinu, en Bjarni tók upp Borgríki 1 og 2. „Við tókum upp víða. Meðal annars í eldhúsinu heima hjá mömmu, í Laugardalslaug eftir vinnu og fleiri skemmtilegum stöðum. Ég sá svo um eftirvinnsluna sjálfur,“ segir Gaukur sem leikstýrir myndbandinu einnig.Hann hefur verið duglegur að senda frá sér myndbönd sem hann hefur gert sjálfur.

Þetta er fimmta myndbandið sem GKR sendir frá sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×