Frumsýning á Vísi: GKR sendir frá sér nýtt lag og myndband Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2015 08:00 Gaukur Grétuson betur þekktur sem GKR. Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, hefur vakið mikla athygli að undanförnu, fyrir vasklega framgöngu í rappinu. GKR er með afar sérstakan stíl og er varla hægt að líkja honum við nokkurn annan. Þessi sérstaða hans hefur vakið upp forvitni og hefur hann stigið á stokk með helstu röppurum landsins. Í dag kemur út nýtt myndband frá GKR, við lag sem ber titilinn Morgunmatur. „Lagið fjallar í raun á nýstárlegan hátt um það að elta draumana sína. Í grunninn fjallar það um að vakna á morgnanna og þurfa að takast á við verkefni sem maður er ekki spenntur fyrir.“ GKR fékk Bjarna Felix Bjarnason til þess að vinna með sér í myndbandinu, en Bjarni tók upp Borgríki 1 og 2. „Við tókum upp víða. Meðal annars í eldhúsinu heima hjá mömmu, í Laugardalslaug eftir vinnu og fleiri skemmtilegum stöðum. Ég sá svo um eftirvinnsluna sjálfur,“ segir Gaukur sem leikstýrir myndbandinu einnig.Hann hefur verið duglegur að senda frá sér myndbönd sem hann hefur gert sjálfur. Þetta er fimmta myndbandið sem GKR sendir frá sér. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, hefur vakið mikla athygli að undanförnu, fyrir vasklega framgöngu í rappinu. GKR er með afar sérstakan stíl og er varla hægt að líkja honum við nokkurn annan. Þessi sérstaða hans hefur vakið upp forvitni og hefur hann stigið á stokk með helstu röppurum landsins. Í dag kemur út nýtt myndband frá GKR, við lag sem ber titilinn Morgunmatur. „Lagið fjallar í raun á nýstárlegan hátt um það að elta draumana sína. Í grunninn fjallar það um að vakna á morgnanna og þurfa að takast á við verkefni sem maður er ekki spenntur fyrir.“ GKR fékk Bjarna Felix Bjarnason til þess að vinna með sér í myndbandinu, en Bjarni tók upp Borgríki 1 og 2. „Við tókum upp víða. Meðal annars í eldhúsinu heima hjá mömmu, í Laugardalslaug eftir vinnu og fleiri skemmtilegum stöðum. Ég sá svo um eftirvinnsluna sjálfur,“ segir Gaukur sem leikstýrir myndbandinu einnig.Hann hefur verið duglegur að senda frá sér myndbönd sem hann hefur gert sjálfur. Þetta er fimmta myndbandið sem GKR sendir frá sér.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira