Handbolti

Sjáðu geggjað mark hjá vonarstjörnu Alla Gísla | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rune Dahkme er einn efnilegasti leikmaður heims.
Rune Dahkme er einn efnilegasti leikmaður heims. vísir/getty
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel hafa ekki byrjað leiktíðina nógu vel, en liðið lenti í miklum vandræðum með Celje frá Slóveníu í Meistaradeildinni á heimvelli í gær.

Kiel hefur reyndar verið í miklu stuði á heimavelli eins og oft áður og vann í gær 10. heimasigurinn í röð á þessari leiktíð. Það hefur ekki enn tapað heima.

Kiel var mest fjórum mörkum undir í seinni hálfleiknum en var sterkara á lokasprettinum og innbyrti þriggja marka sigur að lokum, 35-32.

Domagoj Duvnjak, leikstjórnandi Kiel, var markahæstur í gær með átta mörk en vinstri hornamaðurinn Rune Dahmke skoraði sex, þar af mark leiksins þegar hann minnkaði muninn í eitt mark, 27-26, er ríflega tíu mínútur voru eftir.

Dahkme fór þá inn úr horninu eftir sendingu frá Duvnjak, en hann fékk mann í sig um leið. Það var ekki mikið mál fyrir strákinn því hann stökk bara heilhring í loftinu og skoraði með góðu skoti. Algjörlega frábært mark.

Dahmke er vonarstjarna Kiel-liðsins, en þessi 22 ára gamli strákur hefur verið að koma hægt og hljótt inn í liðið undanfarin misseri. Hann fékk stóra tækifærið á síðustu leiktíð þegar Dominik Klein meiddist og hefur ekki litið um öxl.

Hann er næst markahæstur hjá Kiel í deildinni með 43 mörk, sjö mörkum á undan kollega sínum í hinu horninu, Niclas Ekberg.

Markið má sjá hér að neðan.

Ridiculously good Rune Dahmke is loving life on the left wing with THW Kiel! Best goal of the season so far?

Posted by EHF Champions League on Thursday, October 22, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×