Handbolti

Geir nælir í danskan landsliðsmann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Christiansen í leik með Dönum á síðasta HM.
Christiansen í leik með Dönum á síðasta HM. vísir/getty
Skyttan örvhenta Mads Christiansen gengur í raðir Magdeburg næsta sumar þar sem Geir Sveinsson er þjálfari.

Danski landsliðsmaðurinn spilar í dag með Bjerringbro-Silkeborg í heimalandinu en er búinn að skrifa undir samning við Magdeburg.

Hann verður fjórði Daninn í liði Geirs en þar eru fyrir markvörðurinn Jannick Green sem og Jacob Bagersted og Michael Damgaard.

Christiansen er að halda frekar seint til Þýskalands en hann er orðinn 29 ára gamall. Hann hefur spilað 89 landsleiki fyrir Dani og skorað 200 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×