Víst frelsi einstaklinga Pawel Bartoszek skrifar 24. október 2015 13:00 Í umræðum um vínfrumvarpið á þingi sagði Katrín Jakobsdóttir að málið snerist ekki um einstaklingsfrelsi, heldur verslunarfrelsi. Svipuð rök hefur heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson sett fram. Hugmyndin er nokkurn veginn þessi: „Áfengi er lögleg vara. Einstaklingar geta keypt áfengi ef þeir vilja. Einstaklingsfrelsi er ekki skert.“ Vandinn er bara að þessi skilgreining á „einstaklingsfrelsi“ er ansi þröng. Ímyndum okkur aðeins hvernig það gæti verið að lifa í slíku landi hins fullkomna, en þröngt-skilgreinda, einstaklingsfrelsis. Ríkið hefði auðvitað einkarétt á sjónvarpsútsendingum, til að tryggja jafnræði og verja tungumálið fyrir árásum. Opinbera sjónvarpið myndi að eigin sögn bjóða upp á vandaða og fjölbreytta dagskrá og allir mættu horfa á það svo „einstaklingsfrelsi“ þeirra væri í engu skert. Aðeins útsendingafrelsi. Ríkið gæfi út öll dagblöð, en allir gætu áfram keypt dagblöð, sent inn lesendabréf og ráðið sig í vinnu hjá þessum ríkisblöðum svo einstaklingsfrelsi fólks væri auðvitað í engu skert. Aðeins útgáfufrelsi útgefenda. Ríkið ætti allar flugvélar svo flugrekstrarfrelsi væri skert. Ríkið myndi rækta allan mat svo ræktunarfrelsi væri skert. Ríkið ætti alla báta svo fiskveiðifrelsið væri vissulega skert. En einstaklingsfrelsið? Það stæði algerlega óhaggað, samkvæmt þessari þröngu skilgreiningu. Ef einn maður vill selja bjór og annar vill kaupa hann en ríkið bannar þeim að eiga þessi viðskipti þá er einstaklingsfrelsi þeirra beggja skert. Menn geta vissulega haft þá skoðun að þessi skerðing sé réttlætanleg af öðrum og mikilvægari ástæðum. En að láta sem hún sé alls ekki til staðar er rugl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun
Í umræðum um vínfrumvarpið á þingi sagði Katrín Jakobsdóttir að málið snerist ekki um einstaklingsfrelsi, heldur verslunarfrelsi. Svipuð rök hefur heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson sett fram. Hugmyndin er nokkurn veginn þessi: „Áfengi er lögleg vara. Einstaklingar geta keypt áfengi ef þeir vilja. Einstaklingsfrelsi er ekki skert.“ Vandinn er bara að þessi skilgreining á „einstaklingsfrelsi“ er ansi þröng. Ímyndum okkur aðeins hvernig það gæti verið að lifa í slíku landi hins fullkomna, en þröngt-skilgreinda, einstaklingsfrelsis. Ríkið hefði auðvitað einkarétt á sjónvarpsútsendingum, til að tryggja jafnræði og verja tungumálið fyrir árásum. Opinbera sjónvarpið myndi að eigin sögn bjóða upp á vandaða og fjölbreytta dagskrá og allir mættu horfa á það svo „einstaklingsfrelsi“ þeirra væri í engu skert. Aðeins útsendingafrelsi. Ríkið gæfi út öll dagblöð, en allir gætu áfram keypt dagblöð, sent inn lesendabréf og ráðið sig í vinnu hjá þessum ríkisblöðum svo einstaklingsfrelsi fólks væri auðvitað í engu skert. Aðeins útgáfufrelsi útgefenda. Ríkið ætti allar flugvélar svo flugrekstrarfrelsi væri skert. Ríkið myndi rækta allan mat svo ræktunarfrelsi væri skert. Ríkið ætti alla báta svo fiskveiðifrelsið væri vissulega skert. En einstaklingsfrelsið? Það stæði algerlega óhaggað, samkvæmt þessari þröngu skilgreiningu. Ef einn maður vill selja bjór og annar vill kaupa hann en ríkið bannar þeim að eiga þessi viðskipti þá er einstaklingsfrelsi þeirra beggja skert. Menn geta vissulega haft þá skoðun að þessi skerðing sé réttlætanleg af öðrum og mikilvægari ástæðum. En að láta sem hún sé alls ekki til staðar er rugl.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun