Handbolti

Fjórir Íslendingar á vellinum í stórleik dagsins í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron er klár í slaginn.
Aron er klár í slaginn. vísir/getty
Tvö bestu lið Evrópu að margra mati, PSG og Veszprém, mætast í Meistaradeildinni í handbolta í dag.

Róbert Gunnarsson leikur með ofurliði PSG sem sagt er vera dýrasta handboltalið allra tíma.

Aron Pálmarsson er svo lykilmaður í ótrúlega vel mönnuðu liði Veszprém en það fór alla leið í úrslit keppninnar í fyrra.

Með flauturnar verða síðan Íslendingarnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Þeim er sýndur mikill heiður með að fá þetta risaverkefni.

Veszprém er í efsta sæti A-riðils en Kiel og PSG koma í humátt á eftir með aðeins einu stigi minna en ungverska liðið.

Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×