Handbolti

Aron með sjö en það dugði ekki til gegn PSG

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/EPA
PSG og Veszprém mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag og fór leikurinn fram í París. Heimamenn voru sterkari undir lokin og unnu að lokum 29-27.

Aron Pálmarsson var í stóru hlutverki í leiknum í dag og stóð heldur betur undir því en hann gerði sjö mörk. Gríðarleg spenna var í leiknum og þegar fjörutíu sekúndur voru eftir af honum var staðan 28-27 fyrir PSG og Veszprém með boltann. Veszprém kastaði aftur á móti boltanum frá sér og Barachet brunaði upp völlinn og tryggði þeim sigurinn.

Íslendingarnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn og ráku þeir meðal annars Nikola Karabatić, leikmann PSG, útaf vellinum eftir að hann sló í andlitið á leikmanni Veszprém.

PSG er í efsta sæti A-riðils en Veszprém er einu stigi minna en franska liðið. Róbert Gunnarsson kom ekkert við sögu hjá liði PSG.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×