Endurtekið efni um helgina Magnús Guðmundsson skrifar 26. október 2015 10:00 Tveir af gömlu fjórflokkunum héldu sína landsfundi nú um helgina sem var að líða. Annar flokkurinn deilir völdum í höfuðborginni en hinn á landsvísu en ekki verður nú sagt að kjósendur hafi gripið andann á lofti yfir stórviðburðum. Sitthvað var rætt og ályktað og leynir sér ekki hvar áhugasvið flokkanna liggja. Málefni náttúrunnar og Palestínu brenna á vinstrimönnum á meðan einkavæðing, ferlin þar að lútandi, s.s. brauðmolaleiðir, virðist eiga hug hægrimanna. Allt með svo kunnuglegum hætti að það getur reynst kjósanda, sem hefur dottað yfir fréttunum, erfitt að átta sig á því hvort blundurinn hafi varað í tíu mínútur eða tíu ár. Allt eru þetta stór og mikilvæg mál. Því er ekki að neita en það breytir því ekki að það er sitthvað og jafnvel meira aðkallandi sem brennur á íslensku samfélagi. Þar má nefna stefnu Útlendingastofnunar og málefni flóttamanna, stöðu aldraðra og öryrkja sem margir hverjir búa við smánarlega kröpp kjör, verðtrygginguna og þau okurkjör sem íslensk heimili búa við á bankamarkaði, launamisrétti kynjanna og dapra stöðu kvenna, m.a. innan dómskerfisins, afleita stöðu heilbrigðiskerfisins sem stendur enn frammi fyrir réttmætri kjarabaráttu starfsmanna sinna með tilheyrandi álagi og biðlistalengingu, fátækt á Íslandi og biðraðirnar við Fjölskylduhjálpina með fólki sem kvíðir jólahátíðinni jafnt sem morgundeginum að ógleymdri afleitri stöðu í málefnum íslenskrar löggæslu. Það er af nægu að taka og efalítið er eitthvað að gleymast í þessari upptalningu. Einhver gæti jafnvel haldið því fram að hin brýnustu úrlausnarefni íslensks samfélags væru mun meiri og fleiri en þessi þjóð ætti að geta sætt sig við. Vinstri græn hafa þegar spreytt sig á viðskiptabanni við Ísrael í samstarfi við meirihlutann í borgarstjórn. Það tókst ekki vel. Var allt fremur vanhugsað og klaufalegt og virtist helst vera hugsað sem kveðjugjöf til borgarfulltrúa sem ákvað að hætta störfum. Mun stærra mál og alvarlegra er að þegar hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur staðið í því að einkavæða banka. Það tókst herfilega til í það skiptið og afleiðingarnar voru ömurlegar fyrir íslenskt samfélag sem og orðspor þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Það er að minnsta kosti einhvern veginn erfitt að verjast þeirri hugsun að saga íslenskra stjórnmála sé of oft saga endurtekinna mistaka. Mistaka sem eru svo reyndar nánast án undantekninga öðrum að kenna, en það er önnur saga og ennþá dapurlegri; þessi um ábyrgðarleysið í íslenskri pólitík. Stóra umhugsunarefnið er að fólkið í landinu með þau vandamál sem á því brenna hverju sinni upplifir sig langt fyrir utan þennan heim stjórnmálanna. Þessu þurfa stjórnmálaflokkarnir að breyta, allir sem einn, og koma sér að verki við að bæta úr brýnustu úrlausnarefnum samfélagsins í dag fremur en halda hástemmdar ræður um það hvernig þetta verður nú allt á morgun eða eftir önnur tíu ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Tveir af gömlu fjórflokkunum héldu sína landsfundi nú um helgina sem var að líða. Annar flokkurinn deilir völdum í höfuðborginni en hinn á landsvísu en ekki verður nú sagt að kjósendur hafi gripið andann á lofti yfir stórviðburðum. Sitthvað var rætt og ályktað og leynir sér ekki hvar áhugasvið flokkanna liggja. Málefni náttúrunnar og Palestínu brenna á vinstrimönnum á meðan einkavæðing, ferlin þar að lútandi, s.s. brauðmolaleiðir, virðist eiga hug hægrimanna. Allt með svo kunnuglegum hætti að það getur reynst kjósanda, sem hefur dottað yfir fréttunum, erfitt að átta sig á því hvort blundurinn hafi varað í tíu mínútur eða tíu ár. Allt eru þetta stór og mikilvæg mál. Því er ekki að neita en það breytir því ekki að það er sitthvað og jafnvel meira aðkallandi sem brennur á íslensku samfélagi. Þar má nefna stefnu Útlendingastofnunar og málefni flóttamanna, stöðu aldraðra og öryrkja sem margir hverjir búa við smánarlega kröpp kjör, verðtrygginguna og þau okurkjör sem íslensk heimili búa við á bankamarkaði, launamisrétti kynjanna og dapra stöðu kvenna, m.a. innan dómskerfisins, afleita stöðu heilbrigðiskerfisins sem stendur enn frammi fyrir réttmætri kjarabaráttu starfsmanna sinna með tilheyrandi álagi og biðlistalengingu, fátækt á Íslandi og biðraðirnar við Fjölskylduhjálpina með fólki sem kvíðir jólahátíðinni jafnt sem morgundeginum að ógleymdri afleitri stöðu í málefnum íslenskrar löggæslu. Það er af nægu að taka og efalítið er eitthvað að gleymast í þessari upptalningu. Einhver gæti jafnvel haldið því fram að hin brýnustu úrlausnarefni íslensks samfélags væru mun meiri og fleiri en þessi þjóð ætti að geta sætt sig við. Vinstri græn hafa þegar spreytt sig á viðskiptabanni við Ísrael í samstarfi við meirihlutann í borgarstjórn. Það tókst ekki vel. Var allt fremur vanhugsað og klaufalegt og virtist helst vera hugsað sem kveðjugjöf til borgarfulltrúa sem ákvað að hætta störfum. Mun stærra mál og alvarlegra er að þegar hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur staðið í því að einkavæða banka. Það tókst herfilega til í það skiptið og afleiðingarnar voru ömurlegar fyrir íslenskt samfélag sem og orðspor þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Það er að minnsta kosti einhvern veginn erfitt að verjast þeirri hugsun að saga íslenskra stjórnmála sé of oft saga endurtekinna mistaka. Mistaka sem eru svo reyndar nánast án undantekninga öðrum að kenna, en það er önnur saga og ennþá dapurlegri; þessi um ábyrgðarleysið í íslenskri pólitík. Stóra umhugsunarefnið er að fólkið í landinu með þau vandamál sem á því brenna hverju sinni upplifir sig langt fyrir utan þennan heim stjórnmálanna. Þessu þurfa stjórnmálaflokkarnir að breyta, allir sem einn, og koma sér að verki við að bæta úr brýnustu úrlausnarefnum samfélagsins í dag fremur en halda hástemmdar ræður um það hvernig þetta verður nú allt á morgun eða eftir önnur tíu ár.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun