Þytur í laufi Berglind Pétursdóttir skrifar 26. október 2015 09:00 Ekkert öskrar íslenskur realismi eins og stingandi ískalt loft og laufhrúgur í innkeyrslu. Brennið sólstólana og dragið fram kakóið, veturinn er loksins kominn. Ég er ein af fáum sem ekki gráta hið íslenska gúmmísumar. Mér finnst lífsgæði mín sjaldan jafn áþreifanleg og þegar ég get vafið um mig ullarteppi eins og ég sé burrito og legið með frosið nef fyrir framan sjóðheitan Danfoss-ofn. Skvísutvennan pels og sólgleraugu var líka fundin upp á Íslandi. Það jafnast ekkert á við það að píra augun framan í lágreista vetrarsól íklæddur minkapels og öskra nokkrar línur úr hinu eftirminnilega lagi Vetrarsól með Bó. Kalt og bjart, svona á vetur að vera. Af því að ég er svona mikill vetraraðdáandi og vinn í auglýsingageiranum langar mig að koma með vinalega ábendingu til allra sem eru að reyna að selja eitthvað. Það mætti markaðssetja haustið og vetrarbyrjun mun betur. Það er orðið ógeðslega kalt og napurt. Ég hef ekki litið frídag á virkum síðan um verslunarmannahelgi og mun ekki gera fyrr en um jól. Veskið mitt öskrar og krefst þess að ég kaupi eitthvað til að gera mér kuldann bærilegri. Seljið mér ylvolgar smalabökur og sjóðheita kaffidrykki með graskerskeim, þótt ég hafi aldrei smakkað innvols graskers og geri mér enga grein fyrir bragðpallettu þess. Ég ímynda mér einhvern veginn jólalegan kanilkeim, en graskerslegri, þið skiljið. Prangið inn á mig kaðlapeysum og nýprjónuðum hosum – sjóðheitum af prjónum húsmæðraskólagenginna ömmusystra, færið mér flatböku með súpukjöti og blóðmörsís. Bara eitthvað, stemningu, helst í haustlitum. Ég er til í að klofa mittisháa laufbunka til að gera þessa vetrarupplifun mína sem stórkostlegasta. Ókei? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Ekkert öskrar íslenskur realismi eins og stingandi ískalt loft og laufhrúgur í innkeyrslu. Brennið sólstólana og dragið fram kakóið, veturinn er loksins kominn. Ég er ein af fáum sem ekki gráta hið íslenska gúmmísumar. Mér finnst lífsgæði mín sjaldan jafn áþreifanleg og þegar ég get vafið um mig ullarteppi eins og ég sé burrito og legið með frosið nef fyrir framan sjóðheitan Danfoss-ofn. Skvísutvennan pels og sólgleraugu var líka fundin upp á Íslandi. Það jafnast ekkert á við það að píra augun framan í lágreista vetrarsól íklæddur minkapels og öskra nokkrar línur úr hinu eftirminnilega lagi Vetrarsól með Bó. Kalt og bjart, svona á vetur að vera. Af því að ég er svona mikill vetraraðdáandi og vinn í auglýsingageiranum langar mig að koma með vinalega ábendingu til allra sem eru að reyna að selja eitthvað. Það mætti markaðssetja haustið og vetrarbyrjun mun betur. Það er orðið ógeðslega kalt og napurt. Ég hef ekki litið frídag á virkum síðan um verslunarmannahelgi og mun ekki gera fyrr en um jól. Veskið mitt öskrar og krefst þess að ég kaupi eitthvað til að gera mér kuldann bærilegri. Seljið mér ylvolgar smalabökur og sjóðheita kaffidrykki með graskerskeim, þótt ég hafi aldrei smakkað innvols graskers og geri mér enga grein fyrir bragðpallettu þess. Ég ímynda mér einhvern veginn jólalegan kanilkeim, en graskerslegri, þið skiljið. Prangið inn á mig kaðlapeysum og nýprjónuðum hosum – sjóðheitum af prjónum húsmæðraskólagenginna ömmusystra, færið mér flatböku með súpukjöti og blóðmörsís. Bara eitthvað, stemningu, helst í haustlitum. Ég er til í að klofa mittisháa laufbunka til að gera þessa vetrarupplifun mína sem stórkostlegasta. Ókei?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun